Opið bréf til mennta og menningarráðherra Sigurlín Margrét Sigurðardóttir og notandi Þorgerðarsjóðs. skrifa 15. september 2013 18:38 Kæri Illugi Ég held ég sleppi öllum málalengingum í upphafsorðum og komi mér beint að efninu. Ég er ofsalega reið, ekki samt neitt svo voðalega að ég gæti sparkað í sköflunginn á þér þegar ég hitti þig næst á förnum vegi. Ég er miklu frekar voða sár. Tilefnið er sko ekkert smá í mínum augum. Ráðuneyti þitt ákvað í lok ágúst að koma ekki til móts við óskir Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra um meira fjármagn til handa svokölluðum félagslegum táknmálstúlkunarsjóði það sem eftir lifir árs – þ.e. í heila fjóra mánuði. Hið opinbera greiddi fyrst fyrir táknmálstúlkun við félagslegar aðstæður hjá táknmálsnotendum (döff=heyrnarlaus og notar táknmál sem fyrsta mál) frá árinu 1995. Þessi ákvörðun hins opinbera ól af sér haustið 2004 sjóð sem í dag er í daglegu tali kallaður Þorgerðarsjóður milli manna sem til hans og hlutverks hans þekkja – þú hleður honum inn í þitt minni því eftirleiðis tala ég bara um Þorgerðarsjóðinn. Þær félagslegu aðstæður í lífi döff geta verið t.d. húsfundir, starfsmannafundir, fundir eða hópastarf vegna íþrótta eða félagsstarfs barna döff utan skólatíma, veislur, starfsmannaviðtal, kynningarfundir hvers konar, tími hjá einkaþjálfara í líkamsrækt. Já, allan hellinginn til að svala félagslegri þörf dagsdaglega í hversdeginum. Þorgerðarsjóðurinn hefur líka greitt fyrir myndsímatúlkun okkar. Þorgerðarsjóðurinn hefur gert okkur kleift að tjá okkur og njóta áheyrnar við þessi ofangreind tækifæri og flest önnur tækifæri á félagslegum og atvinnulegum forsendum. Þetta eru hlutir sem þú þarft ekkert að spá í samskiptalega séð, þú þarft ekki dagsdaglega að spá í það að panta táknmálstúlk eða þannig. Þú hefur öll tólin til þess að tjá þig og hlusta á það sem fram fer. Annað en við döff. Ákvörðun ráðuneytis þíns svipti okkur frelsi til að sinna daglegu fyrirfram ákveðnu félagslegu vali og störfum okkar. Ákvörðun ráðuneytis þíns kom mér í þessa stöðu að þurfa að skrifa opið bréf til þín, þú mátt ekki halda að ég hafi eitthvað gaman af þessu. Kæri Illugi ráðherra, þar sem þú ert yfirmaður mennta- og menningarmála verð ég að skora á þig að setja þig í spor okkar döff í minnst einn dag. Þú þarft aðeins að fylgja einföldum reglum eins og t.d.: 1) mátt ekki hringja hvað þá svara í síma (mátt senda sms eða tölvupóst á bjagaðri íslensku, döff fengu mjög lélega eða enga grunnskólamenntun). 2) mátt ekki tjá þig neitt við fólk almennt á félagslegum nótum, ekki heldur hlusta. Þetta gildir um starfsmenn ráðuneytisins og starfsmannafundi – líka viðtöl sem kúnnar ráðuneytisins koma í þegar þeir vilja eiga við þig orð. 3) mátt bara tjá þig og njóta áheyrnar ef þú ert sjúklingur eða nemandi (sá réttur er tryggður í lögum, yesssss). 4) þarft að panta fyrirfram (helst með tveggja vikna fyrirvara) túlk til að tala við þjálfara barns þíns á íþróttanámskeiði og það sem verra er; þú verður að sleppa spennandi matreiðslunámskeiði og vínsmökkunarnámskeiði. Þorgerðarsjóðurinn greiddi nefnilega öll svona spennandi áhugamálafræðslunámskeið. 5) verður að sleppa að mæta á fund hjá flokknum þínum, þ.e Sjálfstæðisflokknum. 6) mátt mæta í stórafmæli eða veislu en sleppir öllum samræðum eða því að hlusta á ræður. Ef yrt er á þig og talað mjög rólega áttu að kinka kolli kurteislega og horfa í augun á fólki þangað til það hverfur á braut. 7) ekkert vera að tala við þjónustufulltrúann í bankanum þínum, jafnvel ekki þó hann hafi kallað þig til fundar við sig. 8) ekkert vera að eyða tímanum í að spá í skilnað eða svoleiðis – ekkert að vera að tala við lögfræðinga eða fá ráð hjá þeim og hvað þá endurskoðanda. 9) sleppir alveg húsfundum hjá þér og verður sá í stigaganginum sem mætir aldrei á húsfundi jafnvel þó það þurfi að taka mikilvæga ákvörðun um að mála húsið og þarf samþykki þitt fyrir verkinu. 10) mætir aleinn í starfsmannapartí, drekkur mikið til að finna minna fyrir vanlíðan í fjölmennum heyrandi hópi og þarft ekki að vera að hafa fyrir því að tjá þig. Manst svo ekkert hvernig þú komst heim. 11) ef þú ert kona og býrð við heimilisofbeldi þá bara verður þú að sleppa því að fara í Kvennaathvarfið og fá aðstoð fyrir þig og börnin þín. Jæja, Illugi minn þá er bara að finna dag í áskorunina. Ef þér finnst þetta fullflókið þá mun ég að sjálfsögðu vera með þér til leiðbeiningar. Fjölmiðlum og þjóðinni er það sjálfsagt mál að fá að fylgjast með. Ég er ekki að grínast frekar en þegar ráðuneyti þitt ákvað að ekki eyrir meira færi í félagslega táknmálstúlkun með einu pennastriki. Ég skora líka á þig að koma félagslegri túlkun í lagalegt form og alls ekki vera neitt að vísa í að einhver Framkvæmdanefnd II um málefni heyrnarlausra frá vöggu til grafar sé að störfum að vinna í því að finna málefnum táknmálsins, heyrnarlausra, heyrnarskertra farveg. Framkvæmdanefnd um málefni táknmálsins frá vöggu til grafar var reyndar fyrst stofnuð árið 2010 og skilaði niðurstöðum árið 2012 en engin af þeim niðurstöðum eða verkefnum sem nefndin kom sér saman um hefur farið í framkvæmd og í beinu framhaldi af því sama ár var stofnuð Framkvæmdanefnd II og er enn að störfum og hafa málefni félagslegrar táknmálstúlkunar ekki enn komið á dagskrá nefndarinnar. Láttu þig dreyma um að minnast á þessa nefnd við mig og farðu nú að setja þig í spor okkar döff á tímum „0 kr. í Þorgerðarsjóði“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Kæri Illugi Ég held ég sleppi öllum málalengingum í upphafsorðum og komi mér beint að efninu. Ég er ofsalega reið, ekki samt neitt svo voðalega að ég gæti sparkað í sköflunginn á þér þegar ég hitti þig næst á förnum vegi. Ég er miklu frekar voða sár. Tilefnið er sko ekkert smá í mínum augum. Ráðuneyti þitt ákvað í lok ágúst að koma ekki til móts við óskir Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra um meira fjármagn til handa svokölluðum félagslegum táknmálstúlkunarsjóði það sem eftir lifir árs – þ.e. í heila fjóra mánuði. Hið opinbera greiddi fyrst fyrir táknmálstúlkun við félagslegar aðstæður hjá táknmálsnotendum (döff=heyrnarlaus og notar táknmál sem fyrsta mál) frá árinu 1995. Þessi ákvörðun hins opinbera ól af sér haustið 2004 sjóð sem í dag er í daglegu tali kallaður Þorgerðarsjóður milli manna sem til hans og hlutverks hans þekkja – þú hleður honum inn í þitt minni því eftirleiðis tala ég bara um Þorgerðarsjóðinn. Þær félagslegu aðstæður í lífi döff geta verið t.d. húsfundir, starfsmannafundir, fundir eða hópastarf vegna íþrótta eða félagsstarfs barna döff utan skólatíma, veislur, starfsmannaviðtal, kynningarfundir hvers konar, tími hjá einkaþjálfara í líkamsrækt. Já, allan hellinginn til að svala félagslegri þörf dagsdaglega í hversdeginum. Þorgerðarsjóðurinn hefur líka greitt fyrir myndsímatúlkun okkar. Þorgerðarsjóðurinn hefur gert okkur kleift að tjá okkur og njóta áheyrnar við þessi ofangreind tækifæri og flest önnur tækifæri á félagslegum og atvinnulegum forsendum. Þetta eru hlutir sem þú þarft ekkert að spá í samskiptalega séð, þú þarft ekki dagsdaglega að spá í það að panta táknmálstúlk eða þannig. Þú hefur öll tólin til þess að tjá þig og hlusta á það sem fram fer. Annað en við döff. Ákvörðun ráðuneytis þíns svipti okkur frelsi til að sinna daglegu fyrirfram ákveðnu félagslegu vali og störfum okkar. Ákvörðun ráðuneytis þíns kom mér í þessa stöðu að þurfa að skrifa opið bréf til þín, þú mátt ekki halda að ég hafi eitthvað gaman af þessu. Kæri Illugi ráðherra, þar sem þú ert yfirmaður mennta- og menningarmála verð ég að skora á þig að setja þig í spor okkar döff í minnst einn dag. Þú þarft aðeins að fylgja einföldum reglum eins og t.d.: 1) mátt ekki hringja hvað þá svara í síma (mátt senda sms eða tölvupóst á bjagaðri íslensku, döff fengu mjög lélega eða enga grunnskólamenntun). 2) mátt ekki tjá þig neitt við fólk almennt á félagslegum nótum, ekki heldur hlusta. Þetta gildir um starfsmenn ráðuneytisins og starfsmannafundi – líka viðtöl sem kúnnar ráðuneytisins koma í þegar þeir vilja eiga við þig orð. 3) mátt bara tjá þig og njóta áheyrnar ef þú ert sjúklingur eða nemandi (sá réttur er tryggður í lögum, yesssss). 4) þarft að panta fyrirfram (helst með tveggja vikna fyrirvara) túlk til að tala við þjálfara barns þíns á íþróttanámskeiði og það sem verra er; þú verður að sleppa spennandi matreiðslunámskeiði og vínsmökkunarnámskeiði. Þorgerðarsjóðurinn greiddi nefnilega öll svona spennandi áhugamálafræðslunámskeið. 5) verður að sleppa að mæta á fund hjá flokknum þínum, þ.e Sjálfstæðisflokknum. 6) mátt mæta í stórafmæli eða veislu en sleppir öllum samræðum eða því að hlusta á ræður. Ef yrt er á þig og talað mjög rólega áttu að kinka kolli kurteislega og horfa í augun á fólki þangað til það hverfur á braut. 7) ekkert vera að tala við þjónustufulltrúann í bankanum þínum, jafnvel ekki þó hann hafi kallað þig til fundar við sig. 8) ekkert vera að eyða tímanum í að spá í skilnað eða svoleiðis – ekkert að vera að tala við lögfræðinga eða fá ráð hjá þeim og hvað þá endurskoðanda. 9) sleppir alveg húsfundum hjá þér og verður sá í stigaganginum sem mætir aldrei á húsfundi jafnvel þó það þurfi að taka mikilvæga ákvörðun um að mála húsið og þarf samþykki þitt fyrir verkinu. 10) mætir aleinn í starfsmannapartí, drekkur mikið til að finna minna fyrir vanlíðan í fjölmennum heyrandi hópi og þarft ekki að vera að hafa fyrir því að tjá þig. Manst svo ekkert hvernig þú komst heim. 11) ef þú ert kona og býrð við heimilisofbeldi þá bara verður þú að sleppa því að fara í Kvennaathvarfið og fá aðstoð fyrir þig og börnin þín. Jæja, Illugi minn þá er bara að finna dag í áskorunina. Ef þér finnst þetta fullflókið þá mun ég að sjálfsögðu vera með þér til leiðbeiningar. Fjölmiðlum og þjóðinni er það sjálfsagt mál að fá að fylgjast með. Ég er ekki að grínast frekar en þegar ráðuneyti þitt ákvað að ekki eyrir meira færi í félagslega táknmálstúlkun með einu pennastriki. Ég skora líka á þig að koma félagslegri túlkun í lagalegt form og alls ekki vera neitt að vísa í að einhver Framkvæmdanefnd II um málefni heyrnarlausra frá vöggu til grafar sé að störfum að vinna í því að finna málefnum táknmálsins, heyrnarlausra, heyrnarskertra farveg. Framkvæmdanefnd um málefni táknmálsins frá vöggu til grafar var reyndar fyrst stofnuð árið 2010 og skilaði niðurstöðum árið 2012 en engin af þeim niðurstöðum eða verkefnum sem nefndin kom sér saman um hefur farið í framkvæmd og í beinu framhaldi af því sama ár var stofnuð Framkvæmdanefnd II og er enn að störfum og hafa málefni félagslegrar táknmálstúlkunar ekki enn komið á dagskrá nefndarinnar. Láttu þig dreyma um að minnast á þessa nefnd við mig og farðu nú að setja þig í spor okkar döff á tímum „0 kr. í Þorgerðarsjóði“.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun