Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala skrifar 12. september 2013 06:00 Landspítalinn er sjúkrahús allra landsmanna og um leið mikilvægasta kennslustofnun á sviði heilbrigðismála í landinu. Það kemur ekki til af góðu að Landspítalinn hefur verið mikið til umræðu síðustu vikurnar, þar sem ófremdarástand hefur ítrekað skapast. Nú síðast á lyflækningasviði, sem er stærsta svið spítalans og það svið sem annast flesta af veikustu sjúklingunum, þar á meðal á sviði hjarta-, krabbameins-, lungna-, smitsjúkdóma-, innkirtla-, ofnæmis-, endurhæfingar-, öldrunar-, meltingar-, nýrna- og, gigtarlækninga.Hrun á lyflæknissviði Ljóst er að eftir langvarandi niðurskurð er lyflækningasviðið svo illa statt að það getur ekki risið undir hlutverki sínu við núverandi kringumstæður. Álag á lækna er gríðarlegt og starfsánægja í lágmarki. Þrátt fyrir að starfskannanir innan sviðsins hafi ítrekað sýnt afar slæma útkomu hvað varðar starfsánægju og aðstöðu, bæði meðal almennra lækna og sérfræðilækna, hefur ekki verið gripið til nauðsynlegra aðgerða til að snúa þróuninni við.Atgervisflótti og skortur á nýliðun Atgervisflótti almennra lækna og sérfræðinga í lyflækningum er staðreynd og það sama á við um sérfræðilækna á fleiri sviðum Landspítala og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Skortur á nýliðun kemur líka fram í því að þeir sem hafa lokið sérmenntun erlendis sækja í mun minni mæli aftur til Íslands. Umtalsvert betri kjör og betra starfsumhverfi eru í boði í nágrannalöndum okkar. Þar taka þarlendar stofnanir fagnandi við reyndum íslenskum sérfræðilæknum sem hafa menntað sig með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn við bestu háskólasjúkrahús í Evrópu og N-Ameríku. Á síðustu fjórum árum hafa sífellt færri ungir læknar valið að sérhæfa sig til framhaldsnáms á lyflækningasviði spítalans og í staðinn leitað á önnur mið. Árið 2009 voru 24 almennir læknar við störf á lyflækningasviði. Nú eru þeir tíu og fer fækkandi.Framhaldsmenntun í molum Framhaldsnám í lyflækningum á Landspítala hefur verið eftirsótt af ungum læknum í gegnum tíðina og ekki eru mörg ár síðan velja þurfti á milli áhugasamra umsækjenda. Í dag er staðan gjörbreytt og meiri hluti af stöðum deildarlækna ósetinn. Álagið á þá deildarlækna sem eftir eru og þá sérfræðilækna sem ganga þurfa í störf ungu læknanna er því gríðarlegt. Aðeins er spurning hvenær sérfræðilæknar fá einnig nóg af álaginu og aðstöðuleysinu og segja upp störfum sínum. Það er því augljóst að staðan á lyflækningasviði er grafalvarleg og ástandið gæti haft keðjuverkandi áhrif á önnur svið sjúkrahússins sem sum eiga einnig undir högg að sækja.Vandinn fyrirséður Sú staða sem nú er komin upp er þó hvorki nýtilkomin né ófyrirséð. Á síðustu þremur til fjórum árum hefur jafnt og þétt sigið á ógæfuhliðina. Ekki hefur verið brugðist nægjanlega við tillögum almennra lækna um bætta starfsaðstöðu og kjör og ljóst er að upp er kominn trúnaðarbrestur milli þeirra og stjórnenda sem flækir úrlausn þessara brýnu vandamála. Ef ekki verður spornað strax við þróuninni sem lýst er hér, mun starfsemi spítalans skaðast á ófyrirsjáanlegan hátt. Það er þó margt fleira sem hrjáir Landspítalann en atgervisflótti almennra lækna á lyflækningasviði. Fækkun lækna í einstökum sérgreinum er orðin grafalvarleg, s.s. í krabbameins-, nýrna- og hjartaskurðlækningum ásamt læknisfræðilegri myndgreiningu. Þessu fylgir aukið álag á þá lækna sem eftir eru og er hvorki til þess fallið að auka starfsánægju þeirra né bæta orðspor spítalans gagnvart ungum sérfræðingum sem búsettir eru erlendis. Verkefnum Landspítala hefur fjölgað mikið og þau eru flóknari en áður, ekki síst vegna framfara í læknavísindum, vaxandi fjölda eldra fólks og niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.Laun, tæki og húsnæði Laun lækna hafa dregist aftur úr öðrum stéttum, húsnæði Landspítala er úr sér gengið og aðstaða starfsfólks er víða ófullnægjandi. Einnig má nefna bágan tækjakost spítalans, en endurnýjun hans hefur setið á hakanum líkt og eðlilegt viðhald húsnæðisins. Án nútíma tækjabúnaðar er læknum ekki mögulegt að bjóða upp á bestu meðferð líkt og gert er á háskólasjúkrahúsum nágrannalanda okkar. Kaup á lækninga- og rannsóknartækjum ætti að vera hluti af daglegum rekstri spítalans. Það er í hæsta máta óeðlilegt að okkar mati að svo mikilvæg grunnstoð velferðar í okkar samfélagi þurfi að reiða sig að verulegu leyti á söfnunarfé einstaklinga, fyrirtækja eða þjóðkirkjunnar til að endurnýja nauðsynlegan tækjabúnað á háskólasjúkrahúsi landsins. Peningar eru þó víða til, eins og sést best á nýhöfnum framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng og þeirri staðreynd að fyrirtæki í sjávarútvegi skila hagnaði, sem í sumum tilvikum skagar hátt í árlegar fjárveitingar ríkissjóðs til Landspítala. Að okkar mati ætti eðlilegur rekstur Landspítala að geta náðst með skynsamlegri forgangsröðun fjármagns í þjóðfélaginu. Tíminn er naumur og úrlausnir sem augjóst er að kosta umtalsverða fjármuni þurfa að liggja fyrir innan vikna fremur en mánaða.Grunnstoð heilbrigðisþjónustu í hættu Okkur er til efs að umrædd þróun á Landspítala sé almenningi í landinu að skapi, enda þurfa flestar íslenskar fjölskyldur á þjónustu sjúkrahússins að halda á hverju ári. Góð heilsa og öflug heilbrigðisþjónusta er það sem skiptir fólk hvað mestu máli. Það vita þeir best sem stríða við heilsubrest. Okkar hlutverk sem störfum á sjúkrahúsi allra landsmanna er að koma þeim sem til okkar leita til betri heilsu. Það höfum við gert fram til þessa með því að leggja metnað okkar í að bjóða þjónustu sem hefur staðist samanburð við það besta sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Að óbreyttu er ljóst að ekki verður framhald á því, þar sem ein meginstoðin í gangverki Landspítala, lyflækningasviðið, glímir nú við erfiðleika sem gætu hæglega valdið óbætanlegu tjóni ef ekki verður tafarlaust brugðist við með viðeigandi aðgerðum.Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir og prófessor í barnalækningumBjörn Guðbjörnsson, prófessor í gigtarrannsóknumBjörn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræðiEinar Stefán Björnsson, yfirlæknir og prófessor í meltingarlækningumEinar Stefánsson, yfirlæknir og prófessor í augnlækningumEngilbert Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í geðlækningumGuðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumHelgi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í krabbameinslækningumJóhann Heiðar Jóhannsson, yfirlæknir og klíniskur prófessor í meinafræðiJón Gunnlaugur Jónsson, yfirlæknir og prófessor í meinafræðiJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir og prófessor í lífefnafræðiKarl Andersen, prófessor í hjartalækningumKarl G. Kristinsson, yfirlæknir og prófessor í sýklafræðiMagnús Gottfreðsson, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómalækningumMagnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og deildarforseti læknadeildarPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir og prófessor í blóðmeinafræðiRafn Benediktsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumRagnar Bjarnason, yfirlæknir og prófessor í barnasjúkdómumSigurður Guðmundsson, prófessor í lyflækningumTómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Landspítalinn er sjúkrahús allra landsmanna og um leið mikilvægasta kennslustofnun á sviði heilbrigðismála í landinu. Það kemur ekki til af góðu að Landspítalinn hefur verið mikið til umræðu síðustu vikurnar, þar sem ófremdarástand hefur ítrekað skapast. Nú síðast á lyflækningasviði, sem er stærsta svið spítalans og það svið sem annast flesta af veikustu sjúklingunum, þar á meðal á sviði hjarta-, krabbameins-, lungna-, smitsjúkdóma-, innkirtla-, ofnæmis-, endurhæfingar-, öldrunar-, meltingar-, nýrna- og, gigtarlækninga.Hrun á lyflæknissviði Ljóst er að eftir langvarandi niðurskurð er lyflækningasviðið svo illa statt að það getur ekki risið undir hlutverki sínu við núverandi kringumstæður. Álag á lækna er gríðarlegt og starfsánægja í lágmarki. Þrátt fyrir að starfskannanir innan sviðsins hafi ítrekað sýnt afar slæma útkomu hvað varðar starfsánægju og aðstöðu, bæði meðal almennra lækna og sérfræðilækna, hefur ekki verið gripið til nauðsynlegra aðgerða til að snúa þróuninni við.Atgervisflótti og skortur á nýliðun Atgervisflótti almennra lækna og sérfræðinga í lyflækningum er staðreynd og það sama á við um sérfræðilækna á fleiri sviðum Landspítala og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Skortur á nýliðun kemur líka fram í því að þeir sem hafa lokið sérmenntun erlendis sækja í mun minni mæli aftur til Íslands. Umtalsvert betri kjör og betra starfsumhverfi eru í boði í nágrannalöndum okkar. Þar taka þarlendar stofnanir fagnandi við reyndum íslenskum sérfræðilæknum sem hafa menntað sig með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn við bestu háskólasjúkrahús í Evrópu og N-Ameríku. Á síðustu fjórum árum hafa sífellt færri ungir læknar valið að sérhæfa sig til framhaldsnáms á lyflækningasviði spítalans og í staðinn leitað á önnur mið. Árið 2009 voru 24 almennir læknar við störf á lyflækningasviði. Nú eru þeir tíu og fer fækkandi.Framhaldsmenntun í molum Framhaldsnám í lyflækningum á Landspítala hefur verið eftirsótt af ungum læknum í gegnum tíðina og ekki eru mörg ár síðan velja þurfti á milli áhugasamra umsækjenda. Í dag er staðan gjörbreytt og meiri hluti af stöðum deildarlækna ósetinn. Álagið á þá deildarlækna sem eftir eru og þá sérfræðilækna sem ganga þurfa í störf ungu læknanna er því gríðarlegt. Aðeins er spurning hvenær sérfræðilæknar fá einnig nóg af álaginu og aðstöðuleysinu og segja upp störfum sínum. Það er því augljóst að staðan á lyflækningasviði er grafalvarleg og ástandið gæti haft keðjuverkandi áhrif á önnur svið sjúkrahússins sem sum eiga einnig undir högg að sækja.Vandinn fyrirséður Sú staða sem nú er komin upp er þó hvorki nýtilkomin né ófyrirséð. Á síðustu þremur til fjórum árum hefur jafnt og þétt sigið á ógæfuhliðina. Ekki hefur verið brugðist nægjanlega við tillögum almennra lækna um bætta starfsaðstöðu og kjör og ljóst er að upp er kominn trúnaðarbrestur milli þeirra og stjórnenda sem flækir úrlausn þessara brýnu vandamála. Ef ekki verður spornað strax við þróuninni sem lýst er hér, mun starfsemi spítalans skaðast á ófyrirsjáanlegan hátt. Það er þó margt fleira sem hrjáir Landspítalann en atgervisflótti almennra lækna á lyflækningasviði. Fækkun lækna í einstökum sérgreinum er orðin grafalvarleg, s.s. í krabbameins-, nýrna- og hjartaskurðlækningum ásamt læknisfræðilegri myndgreiningu. Þessu fylgir aukið álag á þá lækna sem eftir eru og er hvorki til þess fallið að auka starfsánægju þeirra né bæta orðspor spítalans gagnvart ungum sérfræðingum sem búsettir eru erlendis. Verkefnum Landspítala hefur fjölgað mikið og þau eru flóknari en áður, ekki síst vegna framfara í læknavísindum, vaxandi fjölda eldra fólks og niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.Laun, tæki og húsnæði Laun lækna hafa dregist aftur úr öðrum stéttum, húsnæði Landspítala er úr sér gengið og aðstaða starfsfólks er víða ófullnægjandi. Einnig má nefna bágan tækjakost spítalans, en endurnýjun hans hefur setið á hakanum líkt og eðlilegt viðhald húsnæðisins. Án nútíma tækjabúnaðar er læknum ekki mögulegt að bjóða upp á bestu meðferð líkt og gert er á háskólasjúkrahúsum nágrannalanda okkar. Kaup á lækninga- og rannsóknartækjum ætti að vera hluti af daglegum rekstri spítalans. Það er í hæsta máta óeðlilegt að okkar mati að svo mikilvæg grunnstoð velferðar í okkar samfélagi þurfi að reiða sig að verulegu leyti á söfnunarfé einstaklinga, fyrirtækja eða þjóðkirkjunnar til að endurnýja nauðsynlegan tækjabúnað á háskólasjúkrahúsi landsins. Peningar eru þó víða til, eins og sést best á nýhöfnum framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng og þeirri staðreynd að fyrirtæki í sjávarútvegi skila hagnaði, sem í sumum tilvikum skagar hátt í árlegar fjárveitingar ríkissjóðs til Landspítala. Að okkar mati ætti eðlilegur rekstur Landspítala að geta náðst með skynsamlegri forgangsröðun fjármagns í þjóðfélaginu. Tíminn er naumur og úrlausnir sem augjóst er að kosta umtalsverða fjármuni þurfa að liggja fyrir innan vikna fremur en mánaða.Grunnstoð heilbrigðisþjónustu í hættu Okkur er til efs að umrædd þróun á Landspítala sé almenningi í landinu að skapi, enda þurfa flestar íslenskar fjölskyldur á þjónustu sjúkrahússins að halda á hverju ári. Góð heilsa og öflug heilbrigðisþjónusta er það sem skiptir fólk hvað mestu máli. Það vita þeir best sem stríða við heilsubrest. Okkar hlutverk sem störfum á sjúkrahúsi allra landsmanna er að koma þeim sem til okkar leita til betri heilsu. Það höfum við gert fram til þessa með því að leggja metnað okkar í að bjóða þjónustu sem hefur staðist samanburð við það besta sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Að óbreyttu er ljóst að ekki verður framhald á því, þar sem ein meginstoðin í gangverki Landspítala, lyflækningasviðið, glímir nú við erfiðleika sem gætu hæglega valdið óbætanlegu tjóni ef ekki verður tafarlaust brugðist við með viðeigandi aðgerðum.Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir og prófessor í barnalækningumBjörn Guðbjörnsson, prófessor í gigtarrannsóknumBjörn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræðiEinar Stefán Björnsson, yfirlæknir og prófessor í meltingarlækningumEinar Stefánsson, yfirlæknir og prófessor í augnlækningumEngilbert Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í geðlækningumGuðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumHelgi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í krabbameinslækningumJóhann Heiðar Jóhannsson, yfirlæknir og klíniskur prófessor í meinafræðiJón Gunnlaugur Jónsson, yfirlæknir og prófessor í meinafræðiJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir og prófessor í lífefnafræðiKarl Andersen, prófessor í hjartalækningumKarl G. Kristinsson, yfirlæknir og prófessor í sýklafræðiMagnús Gottfreðsson, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómalækningumMagnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og deildarforseti læknadeildarPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir og prófessor í blóðmeinafræðiRafn Benediktsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumRagnar Bjarnason, yfirlæknir og prófessor í barnasjúkdómumSigurður Guðmundsson, prófessor í lyflækningumTómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun