Hollywood-stjarna í Borgríki II Freyr Bjarnason skrifar 10. september 2013 08:45 Leikarinn J.J. Feild og Zlatko Krickic i hlutverkum sínum í Borgríki II. Mynd/Hörður Ásbjörnsson J.J. Feild, sem lék í Hollywood-myndinni Captain America, var staddur hér á landi í gær til að leika í Borgríki II - Blóð hraustra manna, sem er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út 2011. „Hann leikur mann sem heitir Marcus. Hann kemur frá erlendum glæpahring og er að fylgja eftir ákveðnu máli hér á landi í tengslum við einn af okkar aðalkarakterum, Sergej, “ segir framleiðandinn Kristín Andrea Þórðardóttir. Feild fer af landi brott í dag eftir að hafa lokið þessum eina tökudegi. Aðspurð segir hún Feild vera vin Ingvars E. Sigurðssonar, sem leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni. „Þeir hafa þekkst í tíu ár og hann langaði virkilega að koma til landsins og leika með okkur.“ Feild og Ingvar léku einmitt saman í myndinni K-19: The Widowmaker sem kom út 2002 með Harrison Ford í aðalhlutverki. Tökur á Borgríki II- Blóð hraustra manna hófust um miðjan júlí og lýkur 22. september. Þær hafa að mestu farið fram á höfuborgarsvæðinu. „Þetta er búið að ganga virkilega vel. Það hafa verið miklar áskoranir en einhvern veginn hefur þetta náð að ganga upp.“ Frumsýning er fyrirhuguð haustið 2014. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hægt að gera ótrúlegustu hluti ef maður finnur rétta fólkið“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
J.J. Feild, sem lék í Hollywood-myndinni Captain America, var staddur hér á landi í gær til að leika í Borgríki II - Blóð hraustra manna, sem er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út 2011. „Hann leikur mann sem heitir Marcus. Hann kemur frá erlendum glæpahring og er að fylgja eftir ákveðnu máli hér á landi í tengslum við einn af okkar aðalkarakterum, Sergej, “ segir framleiðandinn Kristín Andrea Þórðardóttir. Feild fer af landi brott í dag eftir að hafa lokið þessum eina tökudegi. Aðspurð segir hún Feild vera vin Ingvars E. Sigurðssonar, sem leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni. „Þeir hafa þekkst í tíu ár og hann langaði virkilega að koma til landsins og leika með okkur.“ Feild og Ingvar léku einmitt saman í myndinni K-19: The Widowmaker sem kom út 2002 með Harrison Ford í aðalhlutverki. Tökur á Borgríki II- Blóð hraustra manna hófust um miðjan júlí og lýkur 22. september. Þær hafa að mestu farið fram á höfuborgarsvæðinu. „Þetta er búið að ganga virkilega vel. Það hafa verið miklar áskoranir en einhvern veginn hefur þetta náð að ganga upp.“ Frumsýning er fyrirhuguð haustið 2014.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hægt að gera ótrúlegustu hluti ef maður finnur rétta fólkið“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira