Kæru alþingismenn Elín Hirst skrifar 10. september 2013 06:00 Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar. Mig langar í því sambandi að að beina orðum mínum til samþingmanna minna í þessari grein, sem ég hlakka mjög til að hitta á ný, alla sem einn. Kæru alþingisþingmenn. Ég vil auka virðingu Alþingis á ný og óska eftir samstöðu ykkar í þeim efnum. Fyrir mér var það besta lexían að lesa það sem rýnihóparnir í könnuninni höfðu um okkur þingmenn að segja. Ég gríp hér niður í ummæli: „[Mér þykir vera] ítrekað virðingarleysi þingmanna gagnvart skoðunum hvers annars“. „Þingmenn standa frekar í skítkasti og karpi en málefnalegri umræðu og samskiptum þeirra er best lýst með því að þeir væru í sandkassaleik.“ „Það fyrsta sem kom upp í huga minn var rifrildi og virðingarleysi.“ „Það myndi sýna styrk þingmanns ef andstæðingur hans kemur með punkt og hann segir „Já ég er sammála þessu, þetta er góð hugmynd hjá þér… Eða jafnvel skipta um skoðun.“ „[Það fer] í taugarnar á manni þegar alþingismenn nota stóru orðin …til að koma skoti á andstæðinginn, sama hvort það er stjórnin eða stjórnarandstaðan t.d.: „ég furða mig á ummælum háttvirtrar…, í staðinn fyrir að vera heiðarlegur og segja sína skoðanir þá er þetta svona skrípaleikur.“ Í einu rýnihópaviðtalinu segir enn fremur: „Á okkar vinnustöðum myndi ekki líðast sú framkoma sem að þeir sýna hver öðrum þarna á þessum virðulega stað okkar. Þetta er upphaf skýrs virðingarleysis í þjóðinni. Þegar önnur af tveimur stofnunum hér í þjóðinni sem eiga að njóta stærstu virðingar, forsetinn og Alþingi hagar sér svona þá verður þetta sjálfsagður hlutur líka hjá öðrum í þjóðfélaginu.“ Ég skora á þingmenn að koma jákvæða og glaða til starfa í dag með það að markmiði að breyta samskiptaháttum á Alþingi. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því með sameiginlegu átaki. Ég mun alla vega reyna mitt besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar. Mig langar í því sambandi að að beina orðum mínum til samþingmanna minna í þessari grein, sem ég hlakka mjög til að hitta á ný, alla sem einn. Kæru alþingisþingmenn. Ég vil auka virðingu Alþingis á ný og óska eftir samstöðu ykkar í þeim efnum. Fyrir mér var það besta lexían að lesa það sem rýnihóparnir í könnuninni höfðu um okkur þingmenn að segja. Ég gríp hér niður í ummæli: „[Mér þykir vera] ítrekað virðingarleysi þingmanna gagnvart skoðunum hvers annars“. „Þingmenn standa frekar í skítkasti og karpi en málefnalegri umræðu og samskiptum þeirra er best lýst með því að þeir væru í sandkassaleik.“ „Það fyrsta sem kom upp í huga minn var rifrildi og virðingarleysi.“ „Það myndi sýna styrk þingmanns ef andstæðingur hans kemur með punkt og hann segir „Já ég er sammála þessu, þetta er góð hugmynd hjá þér… Eða jafnvel skipta um skoðun.“ „[Það fer] í taugarnar á manni þegar alþingismenn nota stóru orðin …til að koma skoti á andstæðinginn, sama hvort það er stjórnin eða stjórnarandstaðan t.d.: „ég furða mig á ummælum háttvirtrar…, í staðinn fyrir að vera heiðarlegur og segja sína skoðanir þá er þetta svona skrípaleikur.“ Í einu rýnihópaviðtalinu segir enn fremur: „Á okkar vinnustöðum myndi ekki líðast sú framkoma sem að þeir sýna hver öðrum þarna á þessum virðulega stað okkar. Þetta er upphaf skýrs virðingarleysis í þjóðinni. Þegar önnur af tveimur stofnunum hér í þjóðinni sem eiga að njóta stærstu virðingar, forsetinn og Alþingi hagar sér svona þá verður þetta sjálfsagður hlutur líka hjá öðrum í þjóðfélaginu.“ Ég skora á þingmenn að koma jákvæða og glaða til starfa í dag með það að markmiði að breyta samskiptaháttum á Alþingi. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því með sameiginlegu átaki. Ég mun alla vega reyna mitt besta.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar