Stóra regnhlífin? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Í langtímastjórnmálum snúast verkefnin um að móta helstu grunnþætti samfélagsins, ýmist ýta þeim í átt að miklum jöfnuði og völdum alþýðu manna eða í hina áttina, sem lengst að úrslitaáhrifum fjármagns og markaðar. Um þetta eru stofnaðir flokkar og enn aðrir raða sér á milli pólanna. Í stjórnmálum kjörtímabilsins og daglegum samfélagsrekstri eru málefnin margþættari og nærtækari og fólk uppteknara af þeim en þróuninni til áratuga. Á þessum seinni vettvangi eru flokkarnir jafnan starfsamari en við störf að endurmótun samfélagsins, enda þótt þarna séu alls ekki skörp skil á milli. Þegar nú Margrét S. Björnsdóttir (S) rifjar upp nauðsyn þess að vinstrisinnað fólk sameinist til verka er vert að halda mun á langtíma- og skammtímamarkmiðum í stjórnmálastarfi til haga. Enn fremur verður að rifja upp tilraunir Vilmundar Gylfasonar til að mynda raunverulega samfylkingu vinstri smáflokka og stærri flokka fyrir margt löngu. Í þeim sviptingum tók ég þátt, áður en ég steig út fyrir flokkssviðin snemma á níunda áratugnum. Tilraunin mistókst eins og sagan vitnar um.Sveigjanleg stefna Ólíkum vinstristefnum um grunnþætti samfélagsins er ekki áskapað, eins og einhverju náttúrufyrirbæri á borð við þúsundfætlu, að geta ekki náð saman um vitrænan samfélagsrekstur til fáeinna ára í senn. Áfram geta menn í regnhlífasamtökum margra félagshyggjusamtaka (á borð við bandalagið sem stofna átti á sínum tíma) deilt um margt og þróast á sínum forsendum. En fólkið kemur sér þó meðvitað saman um fáeina grunnþætti samstarfs; skýra langtímaviljayfirlýsingu. Hún snýst t.d. um eindregna beygju samfélagsins til jöfnuðar og frelsis einstaklinga, um mannréttindi, auðlindastefnu, umhverfismál og fleira. Til viðbótar koma menn sér svo saman um sveigjanlega stefnu í helstu úrlausnarefnum dagsins hverju sinni. Í því liggur slagkrafturinn. Það er gert á lýðræðislegan hátt og gengið út frá því að minnihluti sem til verður við vandaða ákvörðun í tilteknu málefni virði vilja meirihlutans hverju sinni. Þannig myndast öflug og starfhæf heild hvað sem skoðanamun líður. Um leið þarf að spyrja almenning um upplýsta afstöðu í veigamiklum málum. Hafi Margrét og fjölmargir aðrir sem harma sundurlyndi á vinstri vængnum hug á að „sameina félagshyggjufólk“ þarf að huga að rammanum og starfsháttunum, fyrst af öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í langtímastjórnmálum snúast verkefnin um að móta helstu grunnþætti samfélagsins, ýmist ýta þeim í átt að miklum jöfnuði og völdum alþýðu manna eða í hina áttina, sem lengst að úrslitaáhrifum fjármagns og markaðar. Um þetta eru stofnaðir flokkar og enn aðrir raða sér á milli pólanna. Í stjórnmálum kjörtímabilsins og daglegum samfélagsrekstri eru málefnin margþættari og nærtækari og fólk uppteknara af þeim en þróuninni til áratuga. Á þessum seinni vettvangi eru flokkarnir jafnan starfsamari en við störf að endurmótun samfélagsins, enda þótt þarna séu alls ekki skörp skil á milli. Þegar nú Margrét S. Björnsdóttir (S) rifjar upp nauðsyn þess að vinstrisinnað fólk sameinist til verka er vert að halda mun á langtíma- og skammtímamarkmiðum í stjórnmálastarfi til haga. Enn fremur verður að rifja upp tilraunir Vilmundar Gylfasonar til að mynda raunverulega samfylkingu vinstri smáflokka og stærri flokka fyrir margt löngu. Í þeim sviptingum tók ég þátt, áður en ég steig út fyrir flokkssviðin snemma á níunda áratugnum. Tilraunin mistókst eins og sagan vitnar um.Sveigjanleg stefna Ólíkum vinstristefnum um grunnþætti samfélagsins er ekki áskapað, eins og einhverju náttúrufyrirbæri á borð við þúsundfætlu, að geta ekki náð saman um vitrænan samfélagsrekstur til fáeinna ára í senn. Áfram geta menn í regnhlífasamtökum margra félagshyggjusamtaka (á borð við bandalagið sem stofna átti á sínum tíma) deilt um margt og þróast á sínum forsendum. En fólkið kemur sér þó meðvitað saman um fáeina grunnþætti samstarfs; skýra langtímaviljayfirlýsingu. Hún snýst t.d. um eindregna beygju samfélagsins til jöfnuðar og frelsis einstaklinga, um mannréttindi, auðlindastefnu, umhverfismál og fleira. Til viðbótar koma menn sér svo saman um sveigjanlega stefnu í helstu úrlausnarefnum dagsins hverju sinni. Í því liggur slagkrafturinn. Það er gert á lýðræðislegan hátt og gengið út frá því að minnihluti sem til verður við vandaða ákvörðun í tilteknu málefni virði vilja meirihlutans hverju sinni. Þannig myndast öflug og starfhæf heild hvað sem skoðanamun líður. Um leið þarf að spyrja almenning um upplýsta afstöðu í veigamiklum málum. Hafi Margrét og fjölmargir aðrir sem harma sundurlyndi á vinstri vængnum hug á að „sameina félagshyggjufólk“ þarf að huga að rammanum og starfsháttunum, fyrst af öllu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun