Enn einn í varðhald vegna grófra árása Stígur Helgason skrifar 2. ágúst 2013 07:00 Í þessu húsi á Stokkseyri var manninum haldið. Ekki er ljóst hvort pyntingarnar áttu sér stað inni í húsinu eða áður en farið var með hann þangað. Mynd/sigurjón Enn einn maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á hrottafengnum líkamsárásarmálum, meðal annars einu sem teygði sig til Stokkseyrar þar sem fórnarlambinu var haldið föngnu um lengri tíma. Sá nýjasti sem situr í varðhaldi var handtekinn fyrir tveimur vikum og hefur setið inni síðan. Hann er 22 ára Hafnfirðingur sem hefur áður komist í kast við lögin. Sex aðrir hafa sætt varðhaldi vegna málanna undanfarnar vikur. Fyrst voru tveir úrskurðaðir í varðhald 10. júlí, annars vegar 21 árs margdæmdur ofbeldismaður og hins vegar 37 ára íbúi á Stokkseyri sem hýsti fórnarlamb einnar árásarinnar um skeið. Þeir eru báðir enn í haldi. Að kvöldi 11. júlí voru svo tveir menn stöðvaðir í bíl við Laugarvatn, handteknir og úrskurðaðir í varðhald daginn eftir. Þeir eru 21 og 22 ára og eru báðir með dóma á bakinu. Sá eldri hefur síðan verið látinn laus.Stefán Logi SívarssonÁ þeim tíma stóð yfir víðtæk leit að meintum höfuðpaur að minnsta kosti tveggja árásanna, Stefáni Loga Sívarssyni. Sérsveit lögreglunnar fann hann í sumarbústað í Grímsnesi að kvöldi föstudagsins 12. júlí. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir og sætir því enn. Sama dag var annar maður úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en honum var sleppt úr haldi örfáum dögum síðar. Fram hefur komið að hópurinn sé grunaður um fimm árásir, þótt mennirnir tengist hver mismörgum málum. Sú sem barst til Stokkseyrar er langgrófust, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Árásarmennirnir eru meðal annars taldir hafa reynt að sauma sjálfir saman stóra skurði á fórnarlambinu, ungum manni, eftir að hafa sprautað það með deyfilyfjum. Þá mun eldfimum vökva hafa verið skvett á manninn og eldur borinn að.Jón H.B. SnorrasonJón H. B. Snorrason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina enn í gangi og að henni miði ágætlega en verst fregna að öðru leyti. „Það er eðlilega ekki hægt að fara ofan í saumana á máli sem er til rannsóknar og menn sæta gæsluvarðhaldi út af,“ segir hann. Jón útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins. Stokkseyrarmálið Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Enn einn maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á hrottafengnum líkamsárásarmálum, meðal annars einu sem teygði sig til Stokkseyrar þar sem fórnarlambinu var haldið föngnu um lengri tíma. Sá nýjasti sem situr í varðhaldi var handtekinn fyrir tveimur vikum og hefur setið inni síðan. Hann er 22 ára Hafnfirðingur sem hefur áður komist í kast við lögin. Sex aðrir hafa sætt varðhaldi vegna málanna undanfarnar vikur. Fyrst voru tveir úrskurðaðir í varðhald 10. júlí, annars vegar 21 árs margdæmdur ofbeldismaður og hins vegar 37 ára íbúi á Stokkseyri sem hýsti fórnarlamb einnar árásarinnar um skeið. Þeir eru báðir enn í haldi. Að kvöldi 11. júlí voru svo tveir menn stöðvaðir í bíl við Laugarvatn, handteknir og úrskurðaðir í varðhald daginn eftir. Þeir eru 21 og 22 ára og eru báðir með dóma á bakinu. Sá eldri hefur síðan verið látinn laus.Stefán Logi SívarssonÁ þeim tíma stóð yfir víðtæk leit að meintum höfuðpaur að minnsta kosti tveggja árásanna, Stefáni Loga Sívarssyni. Sérsveit lögreglunnar fann hann í sumarbústað í Grímsnesi að kvöldi föstudagsins 12. júlí. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir og sætir því enn. Sama dag var annar maður úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en honum var sleppt úr haldi örfáum dögum síðar. Fram hefur komið að hópurinn sé grunaður um fimm árásir, þótt mennirnir tengist hver mismörgum málum. Sú sem barst til Stokkseyrar er langgrófust, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Árásarmennirnir eru meðal annars taldir hafa reynt að sauma sjálfir saman stóra skurði á fórnarlambinu, ungum manni, eftir að hafa sprautað það með deyfilyfjum. Þá mun eldfimum vökva hafa verið skvett á manninn og eldur borinn að.Jón H.B. SnorrasonJón H. B. Snorrason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina enn í gangi og að henni miði ágætlega en verst fregna að öðru leyti. „Það er eðlilega ekki hægt að fara ofan í saumana á máli sem er til rannsóknar og menn sæta gæsluvarðhaldi út af,“ segir hann. Jón útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira