Var fótbrotin þegar hún skoraði sigurmarkið gegn Hollandi Stefán Árni Pálsson skrifar 31. júlí 2013 07:30 Dagný verður frá keppni næstu vikurnar. fréttablaðið/arnþór Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir fótbrotnaði í leiknum gegn Þjóðverjum á EM í Svíþjóð þann 14. júlí en Ísland tapaði leiknum 3-0. Dagný lét ekki segjast og lék næstu tvo leiki með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn skoraði meðal annars markið gegn Hollendingum sem kom íslenska liðinu í 8-liða úrslitin. „Ég fékk spark í leiknum gegn Þjóðverjum og nú kemur það í ljós að ég hafði brotið bátsbeinið rétt fyrir neðan ökkla,“ segir Dagný í samtalið við Fréttablaðið í gær. „Læknarnir segja að ég verði frá í að minnsta kosti sex vikur og allt upp í tólf. Ég hef ekkert gert síðan ég kom heim frá Svíþjóð en vonandi get ég byrjað að æfa aftur í september,“ segir Dagný sem heldur út til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem hún stundar nám við Flórída State-háskólann. „Ég var alltaf á leiðinni út um helgina og tímabilið mitt hér á Íslandi var hvort sem er búið.“ Dagný Brynjarsdóttir er á þriðja ári í náminu ytra en hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2007. „Mig verkjaði mikið eftir leikinn gegn Þjóðverjum og hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Síðan fór mér allt í einu að líða betur og gat tekið þátt í leiknum gegn Hollandi. Svona eftir á að hyggja tel ég að þar hafi bara adrenalínið keyrt mig áfram. Í leiknum gegn Svíþjóð var ég alveg að drepast,“ segir Dagný en íslenska landsliðið í knattspyrnu féll úr leik í 8-liða úrslitum EM. Dagný er ekki í gifsi né á hækjum og eru meiðslin nokkuð sérstök. Hún gengur eðlilega og finnur ekki mikið til nema undir miklu álagi. Hún má því ekki skokka og alls ekki fara inn á knattspyrnuvöllinn næstu vikurnar. „Ég finn stundum til en þetta hefur skánað töluvert núna á einni viku. Vonandi heldur sú þróun áfram.“ Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir fótbrotnaði í leiknum gegn Þjóðverjum á EM í Svíþjóð þann 14. júlí en Ísland tapaði leiknum 3-0. Dagný lét ekki segjast og lék næstu tvo leiki með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn skoraði meðal annars markið gegn Hollendingum sem kom íslenska liðinu í 8-liða úrslitin. „Ég fékk spark í leiknum gegn Þjóðverjum og nú kemur það í ljós að ég hafði brotið bátsbeinið rétt fyrir neðan ökkla,“ segir Dagný í samtalið við Fréttablaðið í gær. „Læknarnir segja að ég verði frá í að minnsta kosti sex vikur og allt upp í tólf. Ég hef ekkert gert síðan ég kom heim frá Svíþjóð en vonandi get ég byrjað að æfa aftur í september,“ segir Dagný sem heldur út til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem hún stundar nám við Flórída State-háskólann. „Ég var alltaf á leiðinni út um helgina og tímabilið mitt hér á Íslandi var hvort sem er búið.“ Dagný Brynjarsdóttir er á þriðja ári í náminu ytra en hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2007. „Mig verkjaði mikið eftir leikinn gegn Þjóðverjum og hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Síðan fór mér allt í einu að líða betur og gat tekið þátt í leiknum gegn Hollandi. Svona eftir á að hyggja tel ég að þar hafi bara adrenalínið keyrt mig áfram. Í leiknum gegn Svíþjóð var ég alveg að drepast,“ segir Dagný en íslenska landsliðið í knattspyrnu féll úr leik í 8-liða úrslitum EM. Dagný er ekki í gifsi né á hækjum og eru meiðslin nokkuð sérstök. Hún gengur eðlilega og finnur ekki mikið til nema undir miklu álagi. Hún má því ekki skokka og alls ekki fara inn á knattspyrnuvöllinn næstu vikurnar. „Ég finn stundum til en þetta hefur skánað töluvert núna á einni viku. Vonandi heldur sú þróun áfram.“
Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira