Spila á stærstu þungarokkshátíð veraldar Kristjana Arnarsdóttir skrifar 26. júlí 2013 21:00 Klárir í slaginn Ophidian I sigraði í keppninni Wacken Metal Battle í vor. Nú halda þeir til Þýskalands og spila á stærstu þungarokksveit veraldar. „Þetta verður generalprufan fyrir Wacken, á tuttugufalt minni stað,“ segir Halldór Símon Þórólfsson, gítarleikari metalsveitarinnar Ophidian I, sem spilar á Bar 11 í kvöld. Ophidian I heldur til Þýskalands í næstu viku þar sem hún mun spila á stærstu þungarokkshátíð veraldar, Wacken Open Air, en sveitin sigraði í keppninni Wacken Metal Battle sem haldin var í Hörpu í vor. Meðlimir hljómsveitarinnar koma saman á Bar 11 í kvöld og leyfa æstum aðdáendum að heyra settlistann sem spilaður verður í Þýskalandi en þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin treður upp á Wacken. „Þetta verður alveg geðveikt. Ragnar trommari er samt að fara í þriðja skiptið, þó ekki með okkar hljómsveit.“Og er hann að miðla reynslunni áfram til ykkar hinna? „Já hann reynir það. Svona eftir bestu getu,“ segir Halldór og hlær. Mörg stór nöfn koma fram á hátíðinni í ár en stærstu nöfnin eru án efa Rammstein, Deep Purple og Alice Cooper. „Við erum reyndar ekkert rosalega hrifnir af þessum böndum. Við erum meira í dauðarokkinu en þetta eru samt allt heimsklassa bönd,“ segir Halldór. Frítt er á tónleikana á Bar 11 í kvöld og hefjast þeir kl. 23. Hljómsveitin Blood Feud mun einnig koma fram en þeir hrepptu annað sætið í Wacken Metal Battle í vor. Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta verður generalprufan fyrir Wacken, á tuttugufalt minni stað,“ segir Halldór Símon Þórólfsson, gítarleikari metalsveitarinnar Ophidian I, sem spilar á Bar 11 í kvöld. Ophidian I heldur til Þýskalands í næstu viku þar sem hún mun spila á stærstu þungarokkshátíð veraldar, Wacken Open Air, en sveitin sigraði í keppninni Wacken Metal Battle sem haldin var í Hörpu í vor. Meðlimir hljómsveitarinnar koma saman á Bar 11 í kvöld og leyfa æstum aðdáendum að heyra settlistann sem spilaður verður í Þýskalandi en þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin treður upp á Wacken. „Þetta verður alveg geðveikt. Ragnar trommari er samt að fara í þriðja skiptið, þó ekki með okkar hljómsveit.“Og er hann að miðla reynslunni áfram til ykkar hinna? „Já hann reynir það. Svona eftir bestu getu,“ segir Halldór og hlær. Mörg stór nöfn koma fram á hátíðinni í ár en stærstu nöfnin eru án efa Rammstein, Deep Purple og Alice Cooper. „Við erum reyndar ekkert rosalega hrifnir af þessum böndum. Við erum meira í dauðarokkinu en þetta eru samt allt heimsklassa bönd,“ segir Halldór. Frítt er á tónleikana á Bar 11 í kvöld og hefjast þeir kl. 23. Hljómsveitin Blood Feud mun einnig koma fram en þeir hrepptu annað sætið í Wacken Metal Battle í vor.
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira