FH getur á góðum degi slegið út Austria Vín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2013 06:30 Hefur starfað lengi í Austurríki og Þýskalandi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Hér er hann sem leikmaður Kärnten árið 2003. Helgi Kolviðsson þekkir vel til í austurríska fótboltanum en hann er nú þjálfari B-deildarliðsins Austria Lustenau sem var nálægt því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni síðastliðið vor. FH mætir meisturunum þar í landi, Austria Vín, í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en eins og kemur fram hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í húfi fyrir Hafnfirðinga. „Austria Vín spilar samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu eins og FH. Þetta er sókndjarft lið með leikmenn sem eru góðir á boltann og með mikla tæknilega getu. Liðið spilar þar að auki heimaleiki sína á besta vellinum í Austurríki,“ segir Helgi en vill þó alls ekki afskrifa möguleika FH-inga í rimmunni. „Ef þeir ná að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði er vel hægt að ná góðum úrslitum hér úti í fyrri leiknum og halda öllu opnu fyrir þann síðari í Kaplakrika,“ segir Helgi sem sá FH spila leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í Liechtenstein í fyrra. „Ég tel að FH geti vel haldið í við Austria Vín á góðum degi,“ bætir hann við. Meðal þeirra leikmanna liðsins sem helst hafa vakið athygli er sóknarmaðurinn Philipp Hosiner sem var síðast í gær orðaður við Everton og Crystal Palace í ensku pressunni. „Það er ekkert nýtt að lið eins og Austria missi sína bestu leikmenn en það er algengt að þeir fari yfir í þýsku úrvalsdeildina. Hosiner hefur þar að auki unnið sér sæti í austurríska landsliðinu og er byrjaður að skora fyrir það,“ segir Helgi og bætir við að Austria sé vel mannað á öllum vígstöðum. „Þetta er lið sem á vissulega mörg vopn sem FH-ingum ber að varast. Austria Vín er þar að auki eitt stærsta félag landsins með mjög fagmannlega umgjörð og ríka sigurhefð. En þó svo að liðið þyki sigurstranglegra á pappírnum er allt hægt. Íslensk lið eiga alltaf möguleika á heimavelli.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Helgi Kolviðsson þekkir vel til í austurríska fótboltanum en hann er nú þjálfari B-deildarliðsins Austria Lustenau sem var nálægt því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni síðastliðið vor. FH mætir meisturunum þar í landi, Austria Vín, í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en eins og kemur fram hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í húfi fyrir Hafnfirðinga. „Austria Vín spilar samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu eins og FH. Þetta er sókndjarft lið með leikmenn sem eru góðir á boltann og með mikla tæknilega getu. Liðið spilar þar að auki heimaleiki sína á besta vellinum í Austurríki,“ segir Helgi en vill þó alls ekki afskrifa möguleika FH-inga í rimmunni. „Ef þeir ná að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði er vel hægt að ná góðum úrslitum hér úti í fyrri leiknum og halda öllu opnu fyrir þann síðari í Kaplakrika,“ segir Helgi sem sá FH spila leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í Liechtenstein í fyrra. „Ég tel að FH geti vel haldið í við Austria Vín á góðum degi,“ bætir hann við. Meðal þeirra leikmanna liðsins sem helst hafa vakið athygli er sóknarmaðurinn Philipp Hosiner sem var síðast í gær orðaður við Everton og Crystal Palace í ensku pressunni. „Það er ekkert nýtt að lið eins og Austria missi sína bestu leikmenn en það er algengt að þeir fari yfir í þýsku úrvalsdeildina. Hosiner hefur þar að auki unnið sér sæti í austurríska landsliðinu og er byrjaður að skora fyrir það,“ segir Helgi og bætir við að Austria sé vel mannað á öllum vígstöðum. „Þetta er lið sem á vissulega mörg vopn sem FH-ingum ber að varast. Austria Vín er þar að auki eitt stærsta félag landsins með mjög fagmannlega umgjörð og ríka sigurhefð. En þó svo að liðið þyki sigurstranglegra á pappírnum er allt hægt. Íslensk lið eiga alltaf möguleika á heimavelli.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira