Það hefur varla farið framhjá lesendum Vísis að aðstandendur Mýrarboltans hafa sett af stað góðgerðarátak í samstarfi við Vísi, Landsbankann, Avis og Carlsberg þar sem athygli er vakin á fjórum góðgerðarsamtökum með afar skemmtilegum hætti.

Hann segir góðgerðarátakið vera eins konar „crowdfunding“, en það er þegar hver og einn einstaklingur getur haft áhrif á það hvernig góðgerðarsjóður skiptist á milli góðgerðarsamtaka.
Fjölmargir Íslendingar tóku þátt í verkefninu en þar má meðal annars nefna þau Friðrik Dór, Gísla Martein og Hildi Lilliendahl.
„Við reyndum að fá svona þverskurð af áhrifamiklu fólki í samfélaginu til að vekja athygli á góðgerðarmálum á nýstárlegan hátt,“ segir Jón Páll. Það mun svo skýrast á sjálfum Mýrarboltanum hvernig milljóninni verður ráðstafað.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem Gísli Marteinn fær drulluna yfir sig. Fleiri myndbönd má sjá á Vísir Sjónvarp.
Taktu þátt hér!