Fékk Riddarakross fyrir það sem þótti klikkun Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. júlí 2013 10:00 Sigurður hlaut mikið lof fyrir þýðingu sína á Ariasman eftir Tapio Koivukari. Hér er hann á slóðum hvalfangaranna í bókinni. Mynd/Aðalsteinn Svanur Sigurður Karlsson hlaut á dögunum Riddarakross Finnska ljónsins fyrir framlag sitt til útbreiðslu finnskra bókmennta. Sigurður hefur á undanförnum árum getið sér orð sem einn okkar besti þýðandi en í byrjun fannst útgefendum framlag hans lítt áhugavert. "Orðan er kennd við finnska ljónið og er riddarakross sem samsvarar fálkaorðunni íslensku,“ segir Sigurður spurður hvaða merkingu orðan hafi. „Þeim finnst það greinilega tíðindum sæta að einhver nenni að þýða finnskar bókmenntir yfir á íslensku.“ Sigurður er leikari að mennt og var tíður gestur á fjölum íslenskra leikhúsa áður en hann sneri sér að skriftum. Hvað olli þessari stefnubreytingu? „Þetta er gömul della hjá mér, þessi veikleiki fyrir Finnum og finnsku. Ég byrjaði á því að læra finnsku hér í Háskólanum og fór í framhaldi af því til Finnlands til að taka einn vetur í háskóla þar. Ílentist þar, meðal annars vegna þess að ég fór að leika í sænska leikhúsinu í Åbo. Þegar því var að ljúka, vorið 2005, átti ég fjörutíu ára leikafmæli og fannst kominn tími á að breyta svolítið til. Fékk þá hugmynd að fara að þýða úr þessu skrýtna tungumáli sem ég var kominn sæmilega inn í og hef verið í því síðan.“ Fyrsta þýðing Sigurðar, Fyrirmæli eftir Leenu Lander, kom út 2004 en hann segir hana litla athygli hafa hlotið. Að ráði finnska lektorsins við Háskóla Íslands hófst hann þá handa við að þýða Óþekktan hermann eftir Väinö Linna, en það reyndist ekki hlaupið að því að fá hana útgefna. „Ég fór að leita fyrir mér hjá útgefendum en það hafði enginn nokkurn áhuga á því gefa út finnskar bókmenntir. Fjórum árum síðar komst ég í samband við Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum og honum fannst svo klikkað að einhver hefði þýtt Óþekktan hermann án útgáfusamnings að hann vildi ólmur fá að taka þátt í ævintýrinu.“ Kristján hefur varla séð eftir þeirri ákvörðun því síðan hefur hver þýðing Sigurðar rekið aðra og má nefna bækur Sofie Oksanen, Tapio Koivukari og fleiri og fleiri. Álagið hefur aukist ár frá ári og nú er svo komið að Sigurður hefur tæpast undan að þýða þær bækur sem útgefendur vilja. „Nú eru glæpasögurnar komnar til sögunnar, það verður að gefa þær út til að borga undir fagurbókmenntirnar, þannig að ég lít varla upp frá tölvunni núorðið.“ Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sigurður Karlsson hlaut á dögunum Riddarakross Finnska ljónsins fyrir framlag sitt til útbreiðslu finnskra bókmennta. Sigurður hefur á undanförnum árum getið sér orð sem einn okkar besti þýðandi en í byrjun fannst útgefendum framlag hans lítt áhugavert. "Orðan er kennd við finnska ljónið og er riddarakross sem samsvarar fálkaorðunni íslensku,“ segir Sigurður spurður hvaða merkingu orðan hafi. „Þeim finnst það greinilega tíðindum sæta að einhver nenni að þýða finnskar bókmenntir yfir á íslensku.“ Sigurður er leikari að mennt og var tíður gestur á fjölum íslenskra leikhúsa áður en hann sneri sér að skriftum. Hvað olli þessari stefnubreytingu? „Þetta er gömul della hjá mér, þessi veikleiki fyrir Finnum og finnsku. Ég byrjaði á því að læra finnsku hér í Háskólanum og fór í framhaldi af því til Finnlands til að taka einn vetur í háskóla þar. Ílentist þar, meðal annars vegna þess að ég fór að leika í sænska leikhúsinu í Åbo. Þegar því var að ljúka, vorið 2005, átti ég fjörutíu ára leikafmæli og fannst kominn tími á að breyta svolítið til. Fékk þá hugmynd að fara að þýða úr þessu skrýtna tungumáli sem ég var kominn sæmilega inn í og hef verið í því síðan.“ Fyrsta þýðing Sigurðar, Fyrirmæli eftir Leenu Lander, kom út 2004 en hann segir hana litla athygli hafa hlotið. Að ráði finnska lektorsins við Háskóla Íslands hófst hann þá handa við að þýða Óþekktan hermann eftir Väinö Linna, en það reyndist ekki hlaupið að því að fá hana útgefna. „Ég fór að leita fyrir mér hjá útgefendum en það hafði enginn nokkurn áhuga á því gefa út finnskar bókmenntir. Fjórum árum síðar komst ég í samband við Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum og honum fannst svo klikkað að einhver hefði þýtt Óþekktan hermann án útgáfusamnings að hann vildi ólmur fá að taka þátt í ævintýrinu.“ Kristján hefur varla séð eftir þeirri ákvörðun því síðan hefur hver þýðing Sigurðar rekið aðra og má nefna bækur Sofie Oksanen, Tapio Koivukari og fleiri og fleiri. Álagið hefur aukist ár frá ári og nú er svo komið að Sigurður hefur tæpast undan að þýða þær bækur sem útgefendur vilja. „Nú eru glæpasögurnar komnar til sögunnar, það verður að gefa þær út til að borga undir fagurbókmenntirnar, þannig að ég lít varla upp frá tölvunni núorðið.“
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira