68 sekúndur Eva Brá Önnudóttir og María Rut Kristinsdóttir skrifar 12. júní 2013 08:52 Í nýafstaðinni kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna til Alþingis var einn umræðuþáttur á RÚV tileinkaður velferðar- og menntamálum. Af rúmlega 87 mínútna löngum þætti töluðu fulltrúar allra flokka samanlagt í 13 mínútur og 40 sekúndur um menntamál, það gera 68 sekúndur á hvert framboð. Á 68 sekúndum getur maður svo sem sagt ýmislegt. Þulið upp uppskrift að súkkulaðiköku, farið með þrjár ferskeytlur og jafnvel náð að lesa kreditlistann í Borgen. Getur einhver komið með lausn á brottfalli í íslensku menntakerfi á 68 sekúndum? Hvergi í löndunum í kringum okkur þekkist jafn hátt brottfall og það sem er hér á landi, en hér er ástandið alvarlegt og viðvarandi. Yfir helmingur framhaldsskólanema á Íslandi lýkur ekki námi á tilsettum tíma. Þessi staðreynd er ekki einungis kostnaðarsöm fyrir samfélagið heldur einnig skýr vísbending um þörfina á að endurskoða menntakerfið í heild sinni.Er einhver tilbúinn að viðurkenna alvarleika fjársveltis menntakerfisins og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér á 68 sekúndum? Niðurskurður á framhalds- og háskólastigi er löngu kominn yfir þolmörk og hefur bitnað alvarlega á gæðum náms, aðgengi nemenda að námi og jafnframt leitt af sér aukið álag á starfsfólk skólanna. Hér má minnast á eitt atriði, en það er óásættanlegt að skólar þurfi að reiða sig á fjáraukalög við gerð rekstraráætlana framhaldsskóla og lifa þannig við óstöðugt rekstrarumhverfi. Við verðum að tryggja öruggan rekstrargrundvöll skólanna og afmá þannig þá óvissu sem skólastjórnendur hafa þurft að sæta ár hvert. Óvissa í rekstri skóla þýðir einfaldlega óvissa um aðgengi nemenda að skólakerfinu. Það er löngu orðið tímabært að endurskoða reiknilíkön bæði framhalds- og háskólastigsins. Núverandi líkön eru stórgölluð og tryggja ekki að greitt sé með öllum nemendum og leiða til fjársveltis skólanna. Er hægt að halda því fram að 68 sekúndur dugi til að benda á og berjast fyrir því að kjör kennara verði bætt, náms- og starfsráðgjöf efld, tekið verði á bágri stöðu stráka innan menntakerfisins og iðn-, list- og tæknigreinum verði gert jafn hátt undir höfði og bóknámi? Þessar 68 sekúndur myndu hvergi nærri duga okkur til að klára lista yfir þau alvarlegu vandamál sem eru til staðar í menntakerfinu og ætti að vera löngu búið að bregðast við. Hífum upp orðræðuna um menntamál Nám, sama hvernig á það er litið, er fjárfesting. Hvort sem hún er fengin til baka í beinhörðum peningum sem skapast við atvinnu að námi loknu eða í persónulegum verðmætum. Öflugt og skilvirkt menntakerfi er grunnforsenda framþróunar í samfélaginu. Vísindi og rannsóknir stuðla að nýsköpun og auknum hagvexti. Þessa verðmætasköpun má ekki vanmeta. Það er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á þessum staðreyndum og framkvæmi í samræmi við þær. Menntamál verða að fá mikilvægan sess í samfélagsumræðunni en til að það geti gerst þarf umræðuhefðin að breytast. Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi öflugs menntakerfis. Hífum málaflokkinn upp og tryggjum að menntamál standi jafnfætis öðrum málaflokkum. Menntamál eiga ekki að vera afgangsumræðuefni og því hvetjum við nýja ríkisstjórn að setja málaflokkinn í forgang og veita menntamálum verðskuldaðan tíma á komandi kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýafstaðinni kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna til Alþingis var einn umræðuþáttur á RÚV tileinkaður velferðar- og menntamálum. Af rúmlega 87 mínútna löngum þætti töluðu fulltrúar allra flokka samanlagt í 13 mínútur og 40 sekúndur um menntamál, það gera 68 sekúndur á hvert framboð. Á 68 sekúndum getur maður svo sem sagt ýmislegt. Þulið upp uppskrift að súkkulaðiköku, farið með þrjár ferskeytlur og jafnvel náð að lesa kreditlistann í Borgen. Getur einhver komið með lausn á brottfalli í íslensku menntakerfi á 68 sekúndum? Hvergi í löndunum í kringum okkur þekkist jafn hátt brottfall og það sem er hér á landi, en hér er ástandið alvarlegt og viðvarandi. Yfir helmingur framhaldsskólanema á Íslandi lýkur ekki námi á tilsettum tíma. Þessi staðreynd er ekki einungis kostnaðarsöm fyrir samfélagið heldur einnig skýr vísbending um þörfina á að endurskoða menntakerfið í heild sinni.Er einhver tilbúinn að viðurkenna alvarleika fjársveltis menntakerfisins og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér á 68 sekúndum? Niðurskurður á framhalds- og háskólastigi er löngu kominn yfir þolmörk og hefur bitnað alvarlega á gæðum náms, aðgengi nemenda að námi og jafnframt leitt af sér aukið álag á starfsfólk skólanna. Hér má minnast á eitt atriði, en það er óásættanlegt að skólar þurfi að reiða sig á fjáraukalög við gerð rekstraráætlana framhaldsskóla og lifa þannig við óstöðugt rekstrarumhverfi. Við verðum að tryggja öruggan rekstrargrundvöll skólanna og afmá þannig þá óvissu sem skólastjórnendur hafa þurft að sæta ár hvert. Óvissa í rekstri skóla þýðir einfaldlega óvissa um aðgengi nemenda að skólakerfinu. Það er löngu orðið tímabært að endurskoða reiknilíkön bæði framhalds- og háskólastigsins. Núverandi líkön eru stórgölluð og tryggja ekki að greitt sé með öllum nemendum og leiða til fjársveltis skólanna. Er hægt að halda því fram að 68 sekúndur dugi til að benda á og berjast fyrir því að kjör kennara verði bætt, náms- og starfsráðgjöf efld, tekið verði á bágri stöðu stráka innan menntakerfisins og iðn-, list- og tæknigreinum verði gert jafn hátt undir höfði og bóknámi? Þessar 68 sekúndur myndu hvergi nærri duga okkur til að klára lista yfir þau alvarlegu vandamál sem eru til staðar í menntakerfinu og ætti að vera löngu búið að bregðast við. Hífum upp orðræðuna um menntamál Nám, sama hvernig á það er litið, er fjárfesting. Hvort sem hún er fengin til baka í beinhörðum peningum sem skapast við atvinnu að námi loknu eða í persónulegum verðmætum. Öflugt og skilvirkt menntakerfi er grunnforsenda framþróunar í samfélaginu. Vísindi og rannsóknir stuðla að nýsköpun og auknum hagvexti. Þessa verðmætasköpun má ekki vanmeta. Það er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á þessum staðreyndum og framkvæmi í samræmi við þær. Menntamál verða að fá mikilvægan sess í samfélagsumræðunni en til að það geti gerst þarf umræðuhefðin að breytast. Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi öflugs menntakerfis. Hífum málaflokkinn upp og tryggjum að menntamál standi jafnfætis öðrum málaflokkum. Menntamál eiga ekki að vera afgangsumræðuefni og því hvetjum við nýja ríkisstjórn að setja málaflokkinn í forgang og veita menntamálum verðskuldaðan tíma á komandi kjörtímabili.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun