Betri heilsa og léttara líf án tóbaks Kristján Þór Júlíusson skrifar 31. maí 2013 12:00 Alþjóðlegur dagur án tóbaks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Hér á landi tók bann við tóbaksauglýsingum gildi árið 1972, en frumkvæði að lagasetningunni átti Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að auglýsingabannið tók gildi og án efa hefur það átt drjúgan þátt í þeim árangri sem síðar átti eftir að nást hér á landi í baráttunni gegn þeim heilsuspilli sem tóbak hefur reynst mannfólkinu. Ár frá ári hefur fækkað í hópi þeirra sem reykja daglega hér á landi. Samkvæmt nýjustu könnunum reyktu árið 2012 um 13,8% landsmanna á aldrinum 15–89 ára á móti 14,3% árið áður. Árið 1991 reyktu 30% landsmanna daglega en hlutfallið var um 40% árið 1985. Þetta er mikil breyting sem tvímælalaust hefur bætt lýðheilsu hér á landi umtalsvert eins og gefur augaleið þegar skoðað er hvað reykingar er stór áhættuþáttur þegar litið er til sjúkdóma á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma, tiltekinna krabbameina og sjúkdóma í lungum og öndunarfærum svo eitthvað sé nefnt. Reykingar eru algengari meðal karla en kvenna. Árið 2012 reyktu 14,9% karlmanna daglega en 12,8% kvenna. Íslenskir unglingar reykja minnst jafnaldra sinna í Evrópu. Þetta er niðurstaða evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Drugs) sem kynnt var fyrir ári. Þar kom í ljós að mikið hefur dregið úr tóbaksreykingum ungmenna hér á landi síðastliðin 16 ár og hefur þróunin hér verið önnur og mun jákvæðari en í öðrum Evrópulöndum. Munntóbaksnotkun Tóbaksnotkun er ekki einungis bundin við reykingar og á liðnum árum hefur færst í vöxt að ungir karlmenn noti munntóbak. Könnun Landlæknis sýndi að árið 2012 tóku þrír af hverjum hundrað körlum í vörina. Neyslan er mest hjá þeim yngri, en um 15% karla á aldrinum 18–24 ára nota munntóbak. Notkun þess er hins vegar fátíð hjá konum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að notkun tóbaks í vör dragi ekki úr reykingum heldur sé hrein viðbót. Þetta er alvarlegt, því í munntóbaki er mikill fjöldi krabbameinsvaldandi efna auk þess sem notkun þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Ég er nýsestur í stól heilbrigðisráðherra en get sagt það strax að í því embætti mun ég leggja mikla áherslu á að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu til að auka almenn lífsgæði landsmanna – og það er einnig eitt af skilgreindum forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Þannig má jafnframt draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar og því er að öllu leyti til mikils að vinna.Stefnumörkun í tóbaksvörnum Í byrjun þessa árs skipaði forveri minn í velferðarráðuneytinu, Guðbjartur Hannesson, starfshóp til að leggja fram tillögu að heildstæðri stefnu í tóbaksvörnum með fulltrúum ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Embættis landlæknis. Hópurinn hefur í vinnu sinni tekið mið af þeim áherslum sem fram koma í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á síðasta þingi um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Einnig er horft til rammasamnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem Ísland er aðili að og tók gildi árið 2005, auk laga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og nýjustu þekkingar og þróunar á sviði tóbaksvarna á liðnum árum. Starfshópurinn hefur leitað eftir samstarfi við fulltrúa frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum og er fyrirhugað að samráðsferlið standi fram á haust. Stefnt er að því að stefna og meginmarkmið liggi fyrir í árslok 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur án tóbaks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Hér á landi tók bann við tóbaksauglýsingum gildi árið 1972, en frumkvæði að lagasetningunni átti Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að auglýsingabannið tók gildi og án efa hefur það átt drjúgan þátt í þeim árangri sem síðar átti eftir að nást hér á landi í baráttunni gegn þeim heilsuspilli sem tóbak hefur reynst mannfólkinu. Ár frá ári hefur fækkað í hópi þeirra sem reykja daglega hér á landi. Samkvæmt nýjustu könnunum reyktu árið 2012 um 13,8% landsmanna á aldrinum 15–89 ára á móti 14,3% árið áður. Árið 1991 reyktu 30% landsmanna daglega en hlutfallið var um 40% árið 1985. Þetta er mikil breyting sem tvímælalaust hefur bætt lýðheilsu hér á landi umtalsvert eins og gefur augaleið þegar skoðað er hvað reykingar er stór áhættuþáttur þegar litið er til sjúkdóma á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma, tiltekinna krabbameina og sjúkdóma í lungum og öndunarfærum svo eitthvað sé nefnt. Reykingar eru algengari meðal karla en kvenna. Árið 2012 reyktu 14,9% karlmanna daglega en 12,8% kvenna. Íslenskir unglingar reykja minnst jafnaldra sinna í Evrópu. Þetta er niðurstaða evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Drugs) sem kynnt var fyrir ári. Þar kom í ljós að mikið hefur dregið úr tóbaksreykingum ungmenna hér á landi síðastliðin 16 ár og hefur þróunin hér verið önnur og mun jákvæðari en í öðrum Evrópulöndum. Munntóbaksnotkun Tóbaksnotkun er ekki einungis bundin við reykingar og á liðnum árum hefur færst í vöxt að ungir karlmenn noti munntóbak. Könnun Landlæknis sýndi að árið 2012 tóku þrír af hverjum hundrað körlum í vörina. Neyslan er mest hjá þeim yngri, en um 15% karla á aldrinum 18–24 ára nota munntóbak. Notkun þess er hins vegar fátíð hjá konum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að notkun tóbaks í vör dragi ekki úr reykingum heldur sé hrein viðbót. Þetta er alvarlegt, því í munntóbaki er mikill fjöldi krabbameinsvaldandi efna auk þess sem notkun þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Ég er nýsestur í stól heilbrigðisráðherra en get sagt það strax að í því embætti mun ég leggja mikla áherslu á að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu til að auka almenn lífsgæði landsmanna – og það er einnig eitt af skilgreindum forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Þannig má jafnframt draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar og því er að öllu leyti til mikils að vinna.Stefnumörkun í tóbaksvörnum Í byrjun þessa árs skipaði forveri minn í velferðarráðuneytinu, Guðbjartur Hannesson, starfshóp til að leggja fram tillögu að heildstæðri stefnu í tóbaksvörnum með fulltrúum ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Embættis landlæknis. Hópurinn hefur í vinnu sinni tekið mið af þeim áherslum sem fram koma í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á síðasta þingi um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Einnig er horft til rammasamnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem Ísland er aðili að og tók gildi árið 2005, auk laga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og nýjustu þekkingar og þróunar á sviði tóbaksvarna á liðnum árum. Starfshópurinn hefur leitað eftir samstarfi við fulltrúa frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum og er fyrirhugað að samráðsferlið standi fram á haust. Stefnt er að því að stefna og meginmarkmið liggi fyrir í árslok 2013.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar