Transfólk kemur út úr skápnum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. maí 2013 07:00 Konum á Íslandi fjölgaði um fimm í síðustu viku, en körlunum fækkaði að sama skapi. Þannig orðaði sænski skurðlæknirinn Gunnar Kratz það er rætt var við hann í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Kratz gerði fyrir hvítasunnuhelgina fimm kynleiðréttingaraðgerðir á konum, sem höfðu fæðzt í karlmannslíkama. Vitund og skilningur á hlutskipti fólks sem þannig háttar til um, á í kynáttunarvanda eins og það er kallað, hefur aukizt verulega á Íslandi á undanförnum árum. Fréttablaðið sagði frá því í byrjun ársins að á tveimur og hálfu ári hefði þeim snarfjölgað sem leituðu til Samtakanna 78 og Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans vegna kynáttunarvanda. Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 sagði þá frá því að stutt væri frá því að eitt viðtal á ári hjá henni hefði snúið að kynáttunarvanda, en nú væri svo komið að það væri um helmingur allra viðtala. Ástæðan er fyrst og fremst vitundarvakning; foreldrar bregðast miklu fyrr við ef þeir telja sig sjá merki þess hjá börnum sínum að þeim líði illa í líkama sínum og því kynhlutverki sem fylgir honum. Í stað þess að þegja málið í hel, eins og einu sinni var gert, og bíða þess að fullorðinn einstaklingur komi og tilkynni að hann sé sonur en ekki dóttir eða öfugt, taka margir foreldrar þann kostinn að vinna með börnum sínum og hjálpa þeim að fá aðstoð og sérfræðiráðgjöf. Það sparar miklar sálarkvalir. Eftir því sem næst verður komizt, hafa 25 Íslendingar gengizt undir kynleiðréttingaraðgerð. Þar af hafa nítján verið gerðar hér á landi. Alls hafa 32 einstaklingar breytt nafni sínu í þjóðskrá vegna kynleiðréttingar. Réttarstaða transfólks hefur breytzt mjög til batnaðar eftir að sérstök lög um hana voru samþykkt í fyrra. Það breytir þó ekki því að transfólk mætir enn fordómum af margvíslegu tagi. Sumt af þeim fellur kannski undir hugsunar- eða þekkingarleysi. Það er ekki langt síðan íslenzkur sjónvarpsmaður sagði um erlenda konu, sem hafði farið í kynleiðréttingaraðgerð, að hún væri ?í rauninni karlmaður?. Það er líka furðualgengt að til dæmis vinnufélagar fólks sem farið hefur í kynleiðréttingu fari í hnút og eigi í mesta basli með að nota nýja nafnið eða tala um viðkomandi í réttu kyni. Í öðrum tilvikum brjótast fordómarnir út í ofbeldi; það er heldur ekki langt síðan ungur transmaður var barinn fyrir það eitt að vera það sem hann var. Meiri fræðsla og fleira transfólk, sem ber höfuðið hátt og er góðar fyrirmyndir, mun þó væntanlega smátt og smátt eyða fordómunum. Ugla Stefanía Jónsdóttir, sem var í viðtali í úttekt Fréttablaðsins, segir sömu sögu og annað transfólk; að lífið hafi breytzt til batnaðar við kynleiðréttinguna – í rauninni ekki byrjað fyrr en þá. En um leið er kynleiðréttingarferlið gífurlega erfitt, bæði líkamlega og tilfinningalega. Við eigum að taka okkur stöðu með þeim bræðrum okkar og systrum sem fæðast í röngum líkama og styðja þau til að verða þau sem þau vilja verða. Og fagna fjölbreytileika mannlífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Konum á Íslandi fjölgaði um fimm í síðustu viku, en körlunum fækkaði að sama skapi. Þannig orðaði sænski skurðlæknirinn Gunnar Kratz það er rætt var við hann í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Kratz gerði fyrir hvítasunnuhelgina fimm kynleiðréttingaraðgerðir á konum, sem höfðu fæðzt í karlmannslíkama. Vitund og skilningur á hlutskipti fólks sem þannig háttar til um, á í kynáttunarvanda eins og það er kallað, hefur aukizt verulega á Íslandi á undanförnum árum. Fréttablaðið sagði frá því í byrjun ársins að á tveimur og hálfu ári hefði þeim snarfjölgað sem leituðu til Samtakanna 78 og Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans vegna kynáttunarvanda. Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 sagði þá frá því að stutt væri frá því að eitt viðtal á ári hjá henni hefði snúið að kynáttunarvanda, en nú væri svo komið að það væri um helmingur allra viðtala. Ástæðan er fyrst og fremst vitundarvakning; foreldrar bregðast miklu fyrr við ef þeir telja sig sjá merki þess hjá börnum sínum að þeim líði illa í líkama sínum og því kynhlutverki sem fylgir honum. Í stað þess að þegja málið í hel, eins og einu sinni var gert, og bíða þess að fullorðinn einstaklingur komi og tilkynni að hann sé sonur en ekki dóttir eða öfugt, taka margir foreldrar þann kostinn að vinna með börnum sínum og hjálpa þeim að fá aðstoð og sérfræðiráðgjöf. Það sparar miklar sálarkvalir. Eftir því sem næst verður komizt, hafa 25 Íslendingar gengizt undir kynleiðréttingaraðgerð. Þar af hafa nítján verið gerðar hér á landi. Alls hafa 32 einstaklingar breytt nafni sínu í þjóðskrá vegna kynleiðréttingar. Réttarstaða transfólks hefur breytzt mjög til batnaðar eftir að sérstök lög um hana voru samþykkt í fyrra. Það breytir þó ekki því að transfólk mætir enn fordómum af margvíslegu tagi. Sumt af þeim fellur kannski undir hugsunar- eða þekkingarleysi. Það er ekki langt síðan íslenzkur sjónvarpsmaður sagði um erlenda konu, sem hafði farið í kynleiðréttingaraðgerð, að hún væri ?í rauninni karlmaður?. Það er líka furðualgengt að til dæmis vinnufélagar fólks sem farið hefur í kynleiðréttingu fari í hnút og eigi í mesta basli með að nota nýja nafnið eða tala um viðkomandi í réttu kyni. Í öðrum tilvikum brjótast fordómarnir út í ofbeldi; það er heldur ekki langt síðan ungur transmaður var barinn fyrir það eitt að vera það sem hann var. Meiri fræðsla og fleira transfólk, sem ber höfuðið hátt og er góðar fyrirmyndir, mun þó væntanlega smátt og smátt eyða fordómunum. Ugla Stefanía Jónsdóttir, sem var í viðtali í úttekt Fréttablaðsins, segir sömu sögu og annað transfólk; að lífið hafi breytzt til batnaðar við kynleiðréttinguna – í rauninni ekki byrjað fyrr en þá. En um leið er kynleiðréttingarferlið gífurlega erfitt, bæði líkamlega og tilfinningalega. Við eigum að taka okkur stöðu með þeim bræðrum okkar og systrum sem fæðast í röngum líkama og styðja þau til að verða þau sem þau vilja verða. Og fagna fjölbreytileika mannlífsins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun