Slagurinn mun standa um forystuhlutverkið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. apríl 2013 09:30 Forystumenn flokkanna hittust í umræðum á Stöð 2 í gærkvöldi. Engar formlegar viðræður eru hafnar um stjórnarmyndun. fréttablaðið/vilhelm Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á slíka stjórn, enda sé það eina mögulega tveggja flokka stjórnarsamstarfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hins vegar munu láta málefnin ráða för. Hann muni ekki hvika frá stefnu sinni varðandi skuldamál heimilanna. Engar formlegar viðræður fóru af stað í gær. „Ég ætla nú bara að bíða eftir því að forsetinn fari yfir málin og gefa honum svigrúm til þess og meta svo hlutina í framhaldi, en það hafa ekki farið fram neinar viðræður milli okkar og annarra flokka. Ég geri ráð fyrir því að við bíðum eftir því að hann kalli í okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að í dag myndi hann hitta formenn allra flokka sem náðu inn á þing og í framhaldi af því ákveða hverjum fyrst yrði veitt umboð til stjórnarmyndunar.Hver verður forsætisráðherra? Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Sjálfstæðisflokksins hafi margir hverjir viljað að formaðurinn tæki forystu og kallaði til viðræðna, áður en forsetinn ræddi við alla flokka. Ekki væri eftir neinu að bíða og með því fengi flokkurinn ákveðið forskot í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Þar liggur í raun mesta spennan. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn, en úrslitin eru hins vegar þau næstverstu í sögu flokksins. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna og flokkarnir hafa jafnmarga þingmenn, nítján talsins. „Ég ætla ekki að stilla því þannig upp á þessum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson um það hvort hann ætlaði að krefjast forsætisráðherraembættisins.Ráðuneytum skipt upp Heimildir blaðsins herma að um leið og það skýrist hvor flokkurinn muni leiða ríkisstjórnina verði tiltölulega auðvelt að skipta ráðuneytum niður. Bjarni hefur talað um að skipta velferðarráðuneytinu upp og hafa heilbrigðismálin í sér ráðuneyti. Verði af því þarf að skipta öðru ráðuneyti upp, eigi flokkarnir að vera með jafnmarga ráðherra, sem er langlíklegast. Þar hafa menn horft til innanríkisráðuneytisins eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það er því líklegt að ráðherrar í næstu ríkisstjórn verði tíu talsins.Skuldamálin Fyrst þarf hins vegar að semja um málefnin. Þó ákveðinn samhljómur hafi verið í áherslum flokkanna á skuldamál heimila, var Framsókn með skýrt afmarkaðar tillögur sem enginn hinna flokkanna hefur tekið undir. Að sumu leyti er flokkurinn því einangraður. Hann er hins vegar sigurvegari kosninganna og getur bæði starfað til hægri og vinstri. Líklega verður fundin einhver leið til að semja um þau mál, hvernig sem hún mun líta út. Aðrir flokkar en þeir tveir stærstu gera ekki ráð fyrir öðru en að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur nái saman. Þeir huga varla að öðrum möguleikum fyrr en, og þá ef, siglir í strand hjá þeim. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á slíka stjórn, enda sé það eina mögulega tveggja flokka stjórnarsamstarfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hins vegar munu láta málefnin ráða för. Hann muni ekki hvika frá stefnu sinni varðandi skuldamál heimilanna. Engar formlegar viðræður fóru af stað í gær. „Ég ætla nú bara að bíða eftir því að forsetinn fari yfir málin og gefa honum svigrúm til þess og meta svo hlutina í framhaldi, en það hafa ekki farið fram neinar viðræður milli okkar og annarra flokka. Ég geri ráð fyrir því að við bíðum eftir því að hann kalli í okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að í dag myndi hann hitta formenn allra flokka sem náðu inn á þing og í framhaldi af því ákveða hverjum fyrst yrði veitt umboð til stjórnarmyndunar.Hver verður forsætisráðherra? Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Sjálfstæðisflokksins hafi margir hverjir viljað að formaðurinn tæki forystu og kallaði til viðræðna, áður en forsetinn ræddi við alla flokka. Ekki væri eftir neinu að bíða og með því fengi flokkurinn ákveðið forskot í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Þar liggur í raun mesta spennan. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn, en úrslitin eru hins vegar þau næstverstu í sögu flokksins. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna og flokkarnir hafa jafnmarga þingmenn, nítján talsins. „Ég ætla ekki að stilla því þannig upp á þessum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson um það hvort hann ætlaði að krefjast forsætisráðherraembættisins.Ráðuneytum skipt upp Heimildir blaðsins herma að um leið og það skýrist hvor flokkurinn muni leiða ríkisstjórnina verði tiltölulega auðvelt að skipta ráðuneytum niður. Bjarni hefur talað um að skipta velferðarráðuneytinu upp og hafa heilbrigðismálin í sér ráðuneyti. Verði af því þarf að skipta öðru ráðuneyti upp, eigi flokkarnir að vera með jafnmarga ráðherra, sem er langlíklegast. Þar hafa menn horft til innanríkisráðuneytisins eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það er því líklegt að ráðherrar í næstu ríkisstjórn verði tíu talsins.Skuldamálin Fyrst þarf hins vegar að semja um málefnin. Þó ákveðinn samhljómur hafi verið í áherslum flokkanna á skuldamál heimila, var Framsókn með skýrt afmarkaðar tillögur sem enginn hinna flokkanna hefur tekið undir. Að sumu leyti er flokkurinn því einangraður. Hann er hins vegar sigurvegari kosninganna og getur bæði starfað til hægri og vinstri. Líklega verður fundin einhver leið til að semja um þau mál, hvernig sem hún mun líta út. Aðrir flokkar en þeir tveir stærstu gera ekki ráð fyrir öðru en að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur nái saman. Þeir huga varla að öðrum möguleikum fyrr en, og þá ef, siglir í strand hjá þeim.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira