Lofum 50% lækkun eldsneytiskostnaðar 27. apríl 2013 06:00 Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.Eldsneytisnýtnari bíll Bílaframleiðendur hafa náð ótrúlegum framförum í bættri eldsneytisnýtni og nú er svo komið að margir geta skipt bílnum sínum út fyrir nýjan, í sama stærðarflokki, sem eyðir allt að helmingi minna eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Vissulega eru uppgefnar eyðslutölur oft lægri en raunveruleikinn sýnir en það gildir líka fyrir eyðslufreka bíla. Þannig eyðir bíll með uppgefna eyðslu upp á 5 L/100 km hugsanlega 6 lítrum og 10 lítra bifreið þá 12 lítrum en munurinn er áfram 50% á hvern kílómetra. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur auðveldlega borið saman eldsneytiskostnað bíla með einföldum hætti. Þar er til dæmis reikniverk sem sýnir hvað þinn bíll kemst langt á hverjum lítra af eldsneyti. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Margir keyra um á bifreiðum sem komast um 8 km fyrir hvern keyptan lítra en gætu auðveldlega skipt yfir í jafnstóra bifreið sem kæmist 16 km fyrir sama eldsneytismagn. Það er helmings sparnaður.Betri nýtni ferða. Tilgangur samgangna er aðeins einn, þ.e. að koma einstaklingi frá einum stað til annars. Allt of fáir hafa áttað sig á að í bifreiðum eru sæti fyrir fleiri en einn. Ef maka eða vinnufélaga er boðið far, þá helmingast flutningskostnaður á hvern farþega. Ef samferðamaðurinn er í þurrari kantinum þá má alltaf kveikja á viðtækinu, en slíkur búnaður er fyrir löngu orðinn staðalbúnaður í öllum bifreiðum. Til þess að auðvelda samferðamönnum að skipta milli sín kostnaði hefur Orkusetur sett upp reiknivélina „hvað kostar ferðin?“ þar sem hægt er að setja inn skráningarnúmer bifreiðar, brottfararstað og áfangastað og upp kemur áætlaður eldsneytiskostnaður ferðarinnar, sem skipta má bróðurlega á milli farþega. Þannig er hægt að lækka eldsneytiskostnað um 50% eða meira á hvern farþega.Hjólreiðar og ganga Flestir keyra um 15.000 km á ári og ein leiðin til að lækka eldsneytiskostnað um helming er að fara um 7.500 km á ári með öðrum hætti en á bílnum. Margan hryllir við tilhugsun um að hjóla eða ganga í kulda, roki og slyddu. Það er skiljanlegt en þá vill svo skemmtilega til að veður er skaplegt á Íslandi öðru hverju og reyndar alltaf á Akureyri. Þess vegna er upplagt að ganga eða hjóla þegar veður er gott en taka bílinn þess á milli. Á samgönguvef Orkuseturs má finna tvær skemmtilegar reiknivélar sem tengjast göngu og hjólreiðum. Önnur reiknar út hversu mikið þú sparar með því að skilja bílinn þinn eftir heima og reiknar reyndar líka hitaeiningabrennsluna sem hreyfingunni fylgir. Hin reiknivélin reiknar út hvað marga kílómetra þarf að hjóla til að borga upp draumareiðhjólið. Oft er óþarfi að bíða og vonast eftir einhverjum töfralausnum stjórnmálaflokka til að ná ákveðnum markmiðum. Það er stundum undir okkur sjálfum komið að gera þær breytingar sem við viljum sjá. Merkilegust er þó sú staðreynd að ofangreindar leiðir minnka ekki einungis eldsneytiskosnað neytenda heldur minnka líka mengun og spara dýrmætan gjaldeyri, sem skilar sér svo í enn betri lífsgæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.Eldsneytisnýtnari bíll Bílaframleiðendur hafa náð ótrúlegum framförum í bættri eldsneytisnýtni og nú er svo komið að margir geta skipt bílnum sínum út fyrir nýjan, í sama stærðarflokki, sem eyðir allt að helmingi minna eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Vissulega eru uppgefnar eyðslutölur oft lægri en raunveruleikinn sýnir en það gildir líka fyrir eyðslufreka bíla. Þannig eyðir bíll með uppgefna eyðslu upp á 5 L/100 km hugsanlega 6 lítrum og 10 lítra bifreið þá 12 lítrum en munurinn er áfram 50% á hvern kílómetra. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur auðveldlega borið saman eldsneytiskostnað bíla með einföldum hætti. Þar er til dæmis reikniverk sem sýnir hvað þinn bíll kemst langt á hverjum lítra af eldsneyti. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Margir keyra um á bifreiðum sem komast um 8 km fyrir hvern keyptan lítra en gætu auðveldlega skipt yfir í jafnstóra bifreið sem kæmist 16 km fyrir sama eldsneytismagn. Það er helmings sparnaður.Betri nýtni ferða. Tilgangur samgangna er aðeins einn, þ.e. að koma einstaklingi frá einum stað til annars. Allt of fáir hafa áttað sig á að í bifreiðum eru sæti fyrir fleiri en einn. Ef maka eða vinnufélaga er boðið far, þá helmingast flutningskostnaður á hvern farþega. Ef samferðamaðurinn er í þurrari kantinum þá má alltaf kveikja á viðtækinu, en slíkur búnaður er fyrir löngu orðinn staðalbúnaður í öllum bifreiðum. Til þess að auðvelda samferðamönnum að skipta milli sín kostnaði hefur Orkusetur sett upp reiknivélina „hvað kostar ferðin?“ þar sem hægt er að setja inn skráningarnúmer bifreiðar, brottfararstað og áfangastað og upp kemur áætlaður eldsneytiskostnaður ferðarinnar, sem skipta má bróðurlega á milli farþega. Þannig er hægt að lækka eldsneytiskostnað um 50% eða meira á hvern farþega.Hjólreiðar og ganga Flestir keyra um 15.000 km á ári og ein leiðin til að lækka eldsneytiskostnað um helming er að fara um 7.500 km á ári með öðrum hætti en á bílnum. Margan hryllir við tilhugsun um að hjóla eða ganga í kulda, roki og slyddu. Það er skiljanlegt en þá vill svo skemmtilega til að veður er skaplegt á Íslandi öðru hverju og reyndar alltaf á Akureyri. Þess vegna er upplagt að ganga eða hjóla þegar veður er gott en taka bílinn þess á milli. Á samgönguvef Orkuseturs má finna tvær skemmtilegar reiknivélar sem tengjast göngu og hjólreiðum. Önnur reiknar út hversu mikið þú sparar með því að skilja bílinn þinn eftir heima og reiknar reyndar líka hitaeiningabrennsluna sem hreyfingunni fylgir. Hin reiknivélin reiknar út hvað marga kílómetra þarf að hjóla til að borga upp draumareiðhjólið. Oft er óþarfi að bíða og vonast eftir einhverjum töfralausnum stjórnmálaflokka til að ná ákveðnum markmiðum. Það er stundum undir okkur sjálfum komið að gera þær breytingar sem við viljum sjá. Merkilegust er þó sú staðreynd að ofangreindar leiðir minnka ekki einungis eldsneytiskosnað neytenda heldur minnka líka mengun og spara dýrmætan gjaldeyri, sem skilar sér svo í enn betri lífsgæðum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun