Sólgleraugu allt árið 18. apríl 2013 07:00 María Hlín Sigurðardóttir, verslunarstjóri Augans í Kringlunni. Mynd/Stefán Gleraugnaverslunin Augað í Kringlunni býður fjölbreytt úrval sólgleraugna. María Hlín Sigurðardóttir verslunarstjóri segir Íslendinga duglega að nota sólgleraugu allt árið. „Í dag notar fólk sólgleraugu allan ársins hring og leggur mikið upp úr vönduðum sólgleraugum. Glerin eru einnig orðin miklu betri en áður og verja augun fyrir útfjólubláum geislum. Fólk kaupir líka fleiri en ein sólgleraugu, til dæmis ein dökk og önnur ljósari. En svo er einnig hægt að fá gler sem dökkna í sólinni,“ segir María Hlín Sigurðardóttir. Hún segir einnig algengt að styrkleiki sé settur í sólgler en áður voru sólhlífar settar framan á venjuleg gleraugu. Bæði sé hægt að fá einn styrk eða margskipt gler með styrk. Þá séu einnig fáanleg sérstök sólgleraugu fyrir íþróttaiðkun, svo sem golf- og hlaupagleraugu. „Öll tísku- og gleraugnamerki framleiða sólgleraugu. Ef þér líkar eitthvert merki vel þá er alltaf hægt að fá sólgleraugu frá því líka. Í sumar eru kisugleraugun vinsæl fyrir konur en stór og kringlótt sólgleraugu halda líka vinsældum sínum. Ray Ban er alltaf vinsælt merki en við seljum einnig Oliver Peoples, Barton Perreira, Marc Jacobs, Gucci og fleiri. Þá erum við einnig með okkar eigin hönnun, Reykjavik Eyes, títaníumgjarðir með engum skrúfum. Það er að sjálfsögðu hægt að fá sólgler í þær umgjarðir líka.“ Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Gleraugnaverslunin Augað í Kringlunni býður fjölbreytt úrval sólgleraugna. María Hlín Sigurðardóttir verslunarstjóri segir Íslendinga duglega að nota sólgleraugu allt árið. „Í dag notar fólk sólgleraugu allan ársins hring og leggur mikið upp úr vönduðum sólgleraugum. Glerin eru einnig orðin miklu betri en áður og verja augun fyrir útfjólubláum geislum. Fólk kaupir líka fleiri en ein sólgleraugu, til dæmis ein dökk og önnur ljósari. En svo er einnig hægt að fá gler sem dökkna í sólinni,“ segir María Hlín Sigurðardóttir. Hún segir einnig algengt að styrkleiki sé settur í sólgler en áður voru sólhlífar settar framan á venjuleg gleraugu. Bæði sé hægt að fá einn styrk eða margskipt gler með styrk. Þá séu einnig fáanleg sérstök sólgleraugu fyrir íþróttaiðkun, svo sem golf- og hlaupagleraugu. „Öll tísku- og gleraugnamerki framleiða sólgleraugu. Ef þér líkar eitthvert merki vel þá er alltaf hægt að fá sólgleraugu frá því líka. Í sumar eru kisugleraugun vinsæl fyrir konur en stór og kringlótt sólgleraugu halda líka vinsældum sínum. Ray Ban er alltaf vinsælt merki en við seljum einnig Oliver Peoples, Barton Perreira, Marc Jacobs, Gucci og fleiri. Þá erum við einnig með okkar eigin hönnun, Reykjavik Eyes, títaníumgjarðir með engum skrúfum. Það er að sjálfsögðu hægt að fá sólgler í þær umgjarðir líka.“
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira