Kynferðisbrot: Brugðist við neyðarástandi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2013 07:00 Nýverið sat ég fund með ungmennum þar sem þau lýstu afleiðingum þess að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sem börn. Sá fundur var sá áhrifamesti sem ég hef setið, ekki síst fyrir þann mikla styrk sem ungmennin sýndu. Í lífsreynslu þeirra felst mikill lærdómur. Kynferðisbrot gegn börnum eru svartur blettur á íslensku samfélagi og mikilvægt er að við höfum burði til að bregðast við því ofbeldi sem og að sinna forvörnum til þess að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi. Þrátt fyrir öflugt starf síðustu ára til að vinna gegn kynferðisofbeldi og bætta málsmeðferð er því miður enn talsvert verk að vinna. Sú mikla umræða og uppljóstranir síðustu missera hafa leitt það í ljós svo um munar. Frá áramótum hafa leitað helmingi fleiri börn í Barnahús en gera að jafnaði á jafnlöngu tímabili. Undanfarna þrjá mánuði hafa leitað um tvö börn daglega í Barnahús. Í fyrsta skipti í sögu Barnahúss þurfa börn að bíða eftir þjónustu Barnahúss. Því blasir við neyðarástand vegna kynferðisafbrota gegn börnum.Mikil fjölgun Sé litið til þeirra mála sem lögregla hefur til rannsóknar blasir við sami vandi. Víðast hvar um landið hafa jafnmörg mál eða jafnvel fleiri verið tilkynnt til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum ársins 2013 og voru tilkynnt allt árið í fyrra. Yfir 100 kynferðisbrot gegn börnum hafa verið tilkynnt til lögreglu frá áramótum en voru 141 allt síðasta ár. Um 470 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi á ári. Strax og vísbendingar fóru að berast um aukningu tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum í janúarmánuði setti ég á fót sérstakan starfshóp fjögurra ráðuneyta undir formennsku Ágústs Ólafs Ágústssonar til að bregðast við vandanum. Nú hefur starfshópurinn skilað af sér viðamikilli skýrslu með 27 tillögum til úrbóta en af þeim voru 15 tillögur settar í forgang. Tillögurnar eru í góðu samræmi við þær áherslur sem þingmenn allra flokka sammæltust um á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og kynnt var fyrr í þessari viku. Meðal forgangstillagna nefndarinnar eru kaup á nýju Barnahúsi, fjölgun sérfræðinga í Barnahúsi og fjölgun lögreglumanna og saksóknara sem sinna kynferðisbrotum. Þá er lagt til aukið samráð barnaverndaryfirvalda, lögreglu og ákæruvalds, aukinn stuðningur fyrir aðstandendur brotaþola og við félagasamtök sem sinna þjónustu fyrir brotaþola og efling Vitundarvakningar gegn kynferðislegu ofbeldi í þeim anda sem UNICEF hefur kallað eftir í svokölluðu Ofbeldisvarnarráði. Einnig er lagt til að innleitt verði áhættumat og skráning á dæmdum kynferðisbrotamönnum hjá lögreglu.Nýtt Barnahús Til að bregðast hratt við neyðarástandinu sem nú ríkir hefur ríkisstjórnin ákveðið að veita nú þegar um 190 milljónir kr. til að fjármagna forgangstillögur nefndarinnar. Með þessu verður m.a. unnt að tryggja strax 11 ný stöðugildi til að vinna gegn kynferðisbrotum gegn börnum. Skjót fjölgun sérfræðinga hjá Barnahúsi, lögreglu, ríkissaksóknara og hjá Fangelsismálastofnun mun mæta hinum stóraukna málafjölda og hafa áhrif til góða fyrir þau börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þá hefur ríkisstjórnin einnig samþykkt kaup á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis. Núverandi húsnæði Barnahúss hentar ekki lengur hinum mikla málafjölda og takmarkar möguleika á bættri þjónustu við börn og aðstandendur þeirra. Hið íslenska Barnahús hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og yrðu það sérstaklega ánægjuleg tíðindi ef Barnahús fengi nýtt húsnæði á 15 ára afmæli sínu sem er í nóvember næstkomandi.Verðum í fremstu röð Aðrar tillögur nefndarinnar sem lagt er til að ráðist verði í strax á næsta fjárlagaári eru m.a. miðlæg stuðningseining fyrir brotaþola, ráðning sálfræðings fyrir fullorðna brotaþola, aukin meðferð fyrir kynferðisbrotamenn og aukin fræðsla, forvarnir og rannsóknir um kynferðisofbeldi. Þá er lögð til aukin þjálfun lögreglumanna sem og aukið eftirlit með kynferðisbrotamönnum. Þá eru ýmsar úrbætur nú þegar komnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum og má þar nefna skýrslutökur barna, rannsóknarheimildir lögreglu og mótun tillagna að framtíðarskipan ákæruvaldsins. Heildarkostnaður við allar tillögurnar er um 300 milljónir króna, þar af 190 milljónir vegna aðgerða sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í, og er því ljóst að með framkvæmd þeirra allra tökum við sem samfélag þýðingarmikil skref í átt að aukinni vernd þolenda kynferðisofbeldis. Sú pólitíska sátt sem nú hefur skapast um mikilvægi slíkra aðgerða gefur fullt tilefni til að ætla að þær allar verði að veruleika strax á næsta ári. Það er og á að vera markmið okkar að Ísland taki sér stöðu á meðal þjóða sem eru fremstar þegar kemur að baráttunni gegn kynferðisafbrotum. Þau skref sem ríkisstjórnin hefur tekið nú eru tvímælalaust liður í því að svo megi verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið sat ég fund með ungmennum þar sem þau lýstu afleiðingum þess að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sem börn. Sá fundur var sá áhrifamesti sem ég hef setið, ekki síst fyrir þann mikla styrk sem ungmennin sýndu. Í lífsreynslu þeirra felst mikill lærdómur. Kynferðisbrot gegn börnum eru svartur blettur á íslensku samfélagi og mikilvægt er að við höfum burði til að bregðast við því ofbeldi sem og að sinna forvörnum til þess að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi. Þrátt fyrir öflugt starf síðustu ára til að vinna gegn kynferðisofbeldi og bætta málsmeðferð er því miður enn talsvert verk að vinna. Sú mikla umræða og uppljóstranir síðustu missera hafa leitt það í ljós svo um munar. Frá áramótum hafa leitað helmingi fleiri börn í Barnahús en gera að jafnaði á jafnlöngu tímabili. Undanfarna þrjá mánuði hafa leitað um tvö börn daglega í Barnahús. Í fyrsta skipti í sögu Barnahúss þurfa börn að bíða eftir þjónustu Barnahúss. Því blasir við neyðarástand vegna kynferðisafbrota gegn börnum.Mikil fjölgun Sé litið til þeirra mála sem lögregla hefur til rannsóknar blasir við sami vandi. Víðast hvar um landið hafa jafnmörg mál eða jafnvel fleiri verið tilkynnt til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum ársins 2013 og voru tilkynnt allt árið í fyrra. Yfir 100 kynferðisbrot gegn börnum hafa verið tilkynnt til lögreglu frá áramótum en voru 141 allt síðasta ár. Um 470 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi á ári. Strax og vísbendingar fóru að berast um aukningu tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum í janúarmánuði setti ég á fót sérstakan starfshóp fjögurra ráðuneyta undir formennsku Ágústs Ólafs Ágústssonar til að bregðast við vandanum. Nú hefur starfshópurinn skilað af sér viðamikilli skýrslu með 27 tillögum til úrbóta en af þeim voru 15 tillögur settar í forgang. Tillögurnar eru í góðu samræmi við þær áherslur sem þingmenn allra flokka sammæltust um á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og kynnt var fyrr í þessari viku. Meðal forgangstillagna nefndarinnar eru kaup á nýju Barnahúsi, fjölgun sérfræðinga í Barnahúsi og fjölgun lögreglumanna og saksóknara sem sinna kynferðisbrotum. Þá er lagt til aukið samráð barnaverndaryfirvalda, lögreglu og ákæruvalds, aukinn stuðningur fyrir aðstandendur brotaþola og við félagasamtök sem sinna þjónustu fyrir brotaþola og efling Vitundarvakningar gegn kynferðislegu ofbeldi í þeim anda sem UNICEF hefur kallað eftir í svokölluðu Ofbeldisvarnarráði. Einnig er lagt til að innleitt verði áhættumat og skráning á dæmdum kynferðisbrotamönnum hjá lögreglu.Nýtt Barnahús Til að bregðast hratt við neyðarástandinu sem nú ríkir hefur ríkisstjórnin ákveðið að veita nú þegar um 190 milljónir kr. til að fjármagna forgangstillögur nefndarinnar. Með þessu verður m.a. unnt að tryggja strax 11 ný stöðugildi til að vinna gegn kynferðisbrotum gegn börnum. Skjót fjölgun sérfræðinga hjá Barnahúsi, lögreglu, ríkissaksóknara og hjá Fangelsismálastofnun mun mæta hinum stóraukna málafjölda og hafa áhrif til góða fyrir þau börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þá hefur ríkisstjórnin einnig samþykkt kaup á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis. Núverandi húsnæði Barnahúss hentar ekki lengur hinum mikla málafjölda og takmarkar möguleika á bættri þjónustu við börn og aðstandendur þeirra. Hið íslenska Barnahús hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og yrðu það sérstaklega ánægjuleg tíðindi ef Barnahús fengi nýtt húsnæði á 15 ára afmæli sínu sem er í nóvember næstkomandi.Verðum í fremstu röð Aðrar tillögur nefndarinnar sem lagt er til að ráðist verði í strax á næsta fjárlagaári eru m.a. miðlæg stuðningseining fyrir brotaþola, ráðning sálfræðings fyrir fullorðna brotaþola, aukin meðferð fyrir kynferðisbrotamenn og aukin fræðsla, forvarnir og rannsóknir um kynferðisofbeldi. Þá er lögð til aukin þjálfun lögreglumanna sem og aukið eftirlit með kynferðisbrotamönnum. Þá eru ýmsar úrbætur nú þegar komnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum og má þar nefna skýrslutökur barna, rannsóknarheimildir lögreglu og mótun tillagna að framtíðarskipan ákæruvaldsins. Heildarkostnaður við allar tillögurnar er um 300 milljónir króna, þar af 190 milljónir vegna aðgerða sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í, og er því ljóst að með framkvæmd þeirra allra tökum við sem samfélag þýðingarmikil skref í átt að aukinni vernd þolenda kynferðisofbeldis. Sú pólitíska sátt sem nú hefur skapast um mikilvægi slíkra aðgerða gefur fullt tilefni til að ætla að þær allar verði að veruleika strax á næsta ári. Það er og á að vera markmið okkar að Ísland taki sér stöðu á meðal þjóða sem eru fremstar þegar kemur að baráttunni gegn kynferðisafbrotum. Þau skref sem ríkisstjórnin hefur tekið nú eru tvímælalaust liður í því að svo megi verða.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun