Til varnar svartri vinnu Pawel Bartoszek skrifar 5. apríl 2013 07:00 „Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugs velferðarkerfis." Hve oft hefur maður ekki heyrt einhvern stjórnmálamanninn fara með þessa norrænu möntru? „Við þurfum fleiri störf ef við viljum gott heilbrigðiskerfi."„Við þurfum að auka útflutningsverðmæti ef við ætlum að reka hér gott menntakerfi." Auðvitað er þetta allt saman satt og rétt. En þessi hugsunarháttur fær fólk til að snúa hlutum á haus. Menn fara beinlínis að halda að helsti tilgangur atvinnulífsins sé að afla ríkissjóði tekna. Það er rugl. Tölum aðeins um atvinnulífið. Atvinnulífið er stórmerkilegt fyrirbæri. Einhver á bilaðan bíl. Einhver annar kann að gera við bíl. Sá er svangur og langar í pitsu. Pitsugerðarmanninn langar í nýtt parket. Konan sem kann að leggja parket vill læra spænsku á kvöldin. Maðurinn sem kennir henni spænsku var að eignast barn og þarf notaðan barnavagn. Gott atvinnulíf kann að leysa úr öllum þessum flækjum. Það er sama hvort menn krukka í Excel-skjölum eða safna dósum niðri í bæ um helgar, einhver vinna er samfélaginu oftast gagnlegri en engin vinna. Og vel á minnst: Það er samfélaginu mun gagnlegra að menn vinni svart frekar en að þeir vinni ekkert. Þó það sé ekki sérstaklega vinsælt að segja það.Að skila sínu Hugsum okkur mann sem er nýkominn úr meðferð eftir áralanga eiturlyfjaneyslu. Hann þiggur kannski einhverjar bætur en enginn er sérstaklega spenntur fyrir því að ráða þennan fyrrum dópista í vinnu. Hann fær samt kannski einhver minni verkefni: Gerir við tölvur fyrir fólk, selur eitthvað drasl á Barnalandi, leigir út íbúð sína til túrista meðan hann flytur til mömmu. Allt svart. Kannski vill þessi aðili ekki að þær bætur sem hann er að fá skerðist. Kannski tímir hann ekki að borga skatta. Kannski er vinna hans ekki það mikils virði að hann gæti selt hana ef hann þyrfti að borga skatta. Kannski er hann félagsfælinn og þorir ekki að tala við skattayfirvöld, veit ekki að hann þarf að setja sig á „staðgreiðsluskrá", fá sér „vasknúmer", reikna sér „endurgjald", standa skil á „iðgjöldum" og borga „tryggingargjald". Eða kannski er hann bara latur. Óneitanlega eru flestar ástæðurnar tiltölulega eigingjarnar. Þessi tiltekni fyrrum fíkill er vissulega ekki að skila sínu í ríkiskassann. Jú, jú, ef „allir myndu hugsa svona" þá væri engin Harpa. Ég veit. En hann er að skila einhverju til samfélagsins. Það er einhver sem kaupir gamalt drasl á Barnalandi sem er betur settur. Tölva einhvers er ekki lengur biluð. Einhver tékkneskur puttaferðalangur krassar í sófa og er sáttur.Ólöglegt hitt og þetta Nýlega mátti heyra fréttir af því að það væri fullt af „ólöglegum" gististöðum í Reykjavík. Jú, vefsíður eins og airbnb.com hafa gert mönnum mögulegt að hýsa túrista á sófanum hjá sér. Hugsið ykkur: Án sérstaks leyfis! Án þess að handlaug sé í hverju herbergi! Án þess að rúmin séu nægilega stór. Án þess að menn hafi skilað inn þeim tíu skjölum frá tíu ólíkum aðilum sem þarf til að opna gistiheimili. Hugsa sér. Lög eru samin af fólki. Oft hefur þetta fólk sem semur lögin svokallaða „hagsmunaðila" með í ráðum. Hagsmunaaðilar eiga það til að þvælast fyrir nýjabrumi. Eitt nýtt eyðublað fyrir mann sem hefur rekið hótel í tíu ár er minni þröskuldur en tíu eyðublöð fyrir einhvern sem er að stíga sín fyrstu spor í þeim bransa. Ég myndi vilja sjá fólki gert auðveldara að stunda atvinnurekstur á Íslandi. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi á undanförnum fjórum árum séð mörg skref í þá veru en þigg ábendingar þar um. Ég myndi líka vilja að fólk fengi að halda eftir stærri hluta tekna sinna. Ekki endilega með þeim eilítið kuklkenndu rökum að það muni í raun „auka tekjur". Það er ekkert víst. Enda er það heldur ekki aðalmarkmiðið. Gott atvinnulíf er ekki bara uppspretta fjármagns fyrir ríkið. Gott atvinnulíf, atvinnulíf sem gerir við bíla, bakar pitsur og kennir spænsku er markmið í sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
„Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugs velferðarkerfis." Hve oft hefur maður ekki heyrt einhvern stjórnmálamanninn fara með þessa norrænu möntru? „Við þurfum fleiri störf ef við viljum gott heilbrigðiskerfi."„Við þurfum að auka útflutningsverðmæti ef við ætlum að reka hér gott menntakerfi." Auðvitað er þetta allt saman satt og rétt. En þessi hugsunarháttur fær fólk til að snúa hlutum á haus. Menn fara beinlínis að halda að helsti tilgangur atvinnulífsins sé að afla ríkissjóði tekna. Það er rugl. Tölum aðeins um atvinnulífið. Atvinnulífið er stórmerkilegt fyrirbæri. Einhver á bilaðan bíl. Einhver annar kann að gera við bíl. Sá er svangur og langar í pitsu. Pitsugerðarmanninn langar í nýtt parket. Konan sem kann að leggja parket vill læra spænsku á kvöldin. Maðurinn sem kennir henni spænsku var að eignast barn og þarf notaðan barnavagn. Gott atvinnulíf kann að leysa úr öllum þessum flækjum. Það er sama hvort menn krukka í Excel-skjölum eða safna dósum niðri í bæ um helgar, einhver vinna er samfélaginu oftast gagnlegri en engin vinna. Og vel á minnst: Það er samfélaginu mun gagnlegra að menn vinni svart frekar en að þeir vinni ekkert. Þó það sé ekki sérstaklega vinsælt að segja það.Að skila sínu Hugsum okkur mann sem er nýkominn úr meðferð eftir áralanga eiturlyfjaneyslu. Hann þiggur kannski einhverjar bætur en enginn er sérstaklega spenntur fyrir því að ráða þennan fyrrum dópista í vinnu. Hann fær samt kannski einhver minni verkefni: Gerir við tölvur fyrir fólk, selur eitthvað drasl á Barnalandi, leigir út íbúð sína til túrista meðan hann flytur til mömmu. Allt svart. Kannski vill þessi aðili ekki að þær bætur sem hann er að fá skerðist. Kannski tímir hann ekki að borga skatta. Kannski er vinna hans ekki það mikils virði að hann gæti selt hana ef hann þyrfti að borga skatta. Kannski er hann félagsfælinn og þorir ekki að tala við skattayfirvöld, veit ekki að hann þarf að setja sig á „staðgreiðsluskrá", fá sér „vasknúmer", reikna sér „endurgjald", standa skil á „iðgjöldum" og borga „tryggingargjald". Eða kannski er hann bara latur. Óneitanlega eru flestar ástæðurnar tiltölulega eigingjarnar. Þessi tiltekni fyrrum fíkill er vissulega ekki að skila sínu í ríkiskassann. Jú, jú, ef „allir myndu hugsa svona" þá væri engin Harpa. Ég veit. En hann er að skila einhverju til samfélagsins. Það er einhver sem kaupir gamalt drasl á Barnalandi sem er betur settur. Tölva einhvers er ekki lengur biluð. Einhver tékkneskur puttaferðalangur krassar í sófa og er sáttur.Ólöglegt hitt og þetta Nýlega mátti heyra fréttir af því að það væri fullt af „ólöglegum" gististöðum í Reykjavík. Jú, vefsíður eins og airbnb.com hafa gert mönnum mögulegt að hýsa túrista á sófanum hjá sér. Hugsið ykkur: Án sérstaks leyfis! Án þess að handlaug sé í hverju herbergi! Án þess að rúmin séu nægilega stór. Án þess að menn hafi skilað inn þeim tíu skjölum frá tíu ólíkum aðilum sem þarf til að opna gistiheimili. Hugsa sér. Lög eru samin af fólki. Oft hefur þetta fólk sem semur lögin svokallaða „hagsmunaðila" með í ráðum. Hagsmunaaðilar eiga það til að þvælast fyrir nýjabrumi. Eitt nýtt eyðublað fyrir mann sem hefur rekið hótel í tíu ár er minni þröskuldur en tíu eyðublöð fyrir einhvern sem er að stíga sín fyrstu spor í þeim bransa. Ég myndi vilja sjá fólki gert auðveldara að stunda atvinnurekstur á Íslandi. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi á undanförnum fjórum árum séð mörg skref í þá veru en þigg ábendingar þar um. Ég myndi líka vilja að fólk fengi að halda eftir stærri hluta tekna sinna. Ekki endilega með þeim eilítið kuklkenndu rökum að það muni í raun „auka tekjur". Það er ekkert víst. Enda er það heldur ekki aðalmarkmiðið. Gott atvinnulíf er ekki bara uppspretta fjármagns fyrir ríkið. Gott atvinnulíf, atvinnulíf sem gerir við bíla, bakar pitsur og kennir spænsku er markmið í sjálfu sér.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar