Lærði jóðl á Youtube Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 06:00 „Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var alltaf að reyna að jóðla fyrir nokkrum árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið," segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmarsdóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar jóðlaði Hrefna Björg eins og enginn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafalítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var alltaf að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvideo," segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erfitt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið." Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórnum og er að æfa á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælissönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af Youtube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness" í því væri það ógeðslega gaman," segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talið er að eigi uppruna sinn hjá íbúum svissnesku alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenjulegu íþrótt og Hrefna Björg á erfitt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fyndið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið." Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var alltaf að reyna að jóðla fyrir nokkrum árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið," segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmarsdóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar jóðlaði Hrefna Björg eins og enginn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafalítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var alltaf að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvideo," segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erfitt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið." Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórnum og er að æfa á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælissönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af Youtube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness" í því væri það ógeðslega gaman," segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talið er að eigi uppruna sinn hjá íbúum svissnesku alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenjulegu íþrótt og Hrefna Björg á erfitt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fyndið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið."
Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira