Hvers vegna er þetta myrkur í Borgarfirði? Þórir Garðarsson skrifar 15. mars 2013 06:00 Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli. Hvers vegna dreifast ferðamenn svona ójafnt? Hvers vegna sækjast þeir ekki eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða? Skýringarinnar er að leita í röngum áherslum í kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Þetta á ekki bara við um Borgarfjörð, heldur þau fjölmörgu svæði sem ekki njóta fjölgunar erlendra ferðamenna sem skyldi. Stofnaðar hafa verið markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Þetta eru samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og opinberra aðila um að fjölga ferðamönnum. Fókusinn í þessu markaðsstarfi er hins vegar rangur. Áhersla er lögð á að kynna ferðaþjónustufyrirtækin, falleg hótelherbergi, veitingahús, afþreyingu og skoðunarferðir á svæðinu. Meinið er það að ferðamaðurinn þarf fyrst að fá áhuga á viðkomandi landshluta. Náttúran, sagan, fjölbreytnin, menningin, upplifunin – þetta er hráefnið sem skapar löngun ferðamannsins til að heimsækja viðkomandi landssvæði. Bæklingur um flott veitingahús segir honum lítið. Sjóþotuleiga fær hann ekki ein og sér til að leggja land undir fót. Til að fleiri ferðamenn komi í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes, til Vestfjarða eða austur á land þurfa þeir að vita hvernig þessi landsvæði uppfylla óskir þeirra um að fá sem mest út úr ferðalaginu. Þess vegna þurfa hagsmunaaðilar, sveitarstjórnir og ríkisvaldið að taka sig saman og leggja ofuráherslu á að kynna þetta hráefni sem vekur löngun ferðamannsins. Hjá markaðsskrifstofum landshlutanna er þekking, áhugi og sköpunarkraftur til að sinna þessu verkefni mjög vel. En þá þurfa þær líka að hafa stuðning til þess. Slík kynning er langhlaup og til þess þurfa allir aðilar að leggja fram fjármagn. Mikill kraftur þarf að fara í slíkar aðgerðir fyrstu árin. Þegar á líður og ferðamönnum fjölgar á hverju svæði tekur orðsporið við, bloggið og frásagnir ferðamanna á samskiptamiðlum um frábæra upplifun á viðkomandi svæði. Það styrkir áfangastaðinn og er eldsneytið sem nærir frekari eftirspurn. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur tekið öflugan þátt í verkefninu „Ísland allt árið“ og fylgt því vel eftir með kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru innan borgarinnar. Þessi kynning skapar grunninn – hráefnið – fyrir ferðaþjónustuna. Hún nýtir sér þetta hráefni til að bjóða vöru sem mætir þeirri eftirspurn sem kynningin skapar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli. Hvers vegna dreifast ferðamenn svona ójafnt? Hvers vegna sækjast þeir ekki eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða? Skýringarinnar er að leita í röngum áherslum í kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Þetta á ekki bara við um Borgarfjörð, heldur þau fjölmörgu svæði sem ekki njóta fjölgunar erlendra ferðamenna sem skyldi. Stofnaðar hafa verið markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Þetta eru samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og opinberra aðila um að fjölga ferðamönnum. Fókusinn í þessu markaðsstarfi er hins vegar rangur. Áhersla er lögð á að kynna ferðaþjónustufyrirtækin, falleg hótelherbergi, veitingahús, afþreyingu og skoðunarferðir á svæðinu. Meinið er það að ferðamaðurinn þarf fyrst að fá áhuga á viðkomandi landshluta. Náttúran, sagan, fjölbreytnin, menningin, upplifunin – þetta er hráefnið sem skapar löngun ferðamannsins til að heimsækja viðkomandi landssvæði. Bæklingur um flott veitingahús segir honum lítið. Sjóþotuleiga fær hann ekki ein og sér til að leggja land undir fót. Til að fleiri ferðamenn komi í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes, til Vestfjarða eða austur á land þurfa þeir að vita hvernig þessi landsvæði uppfylla óskir þeirra um að fá sem mest út úr ferðalaginu. Þess vegna þurfa hagsmunaaðilar, sveitarstjórnir og ríkisvaldið að taka sig saman og leggja ofuráherslu á að kynna þetta hráefni sem vekur löngun ferðamannsins. Hjá markaðsskrifstofum landshlutanna er þekking, áhugi og sköpunarkraftur til að sinna þessu verkefni mjög vel. En þá þurfa þær líka að hafa stuðning til þess. Slík kynning er langhlaup og til þess þurfa allir aðilar að leggja fram fjármagn. Mikill kraftur þarf að fara í slíkar aðgerðir fyrstu árin. Þegar á líður og ferðamönnum fjölgar á hverju svæði tekur orðsporið við, bloggið og frásagnir ferðamanna á samskiptamiðlum um frábæra upplifun á viðkomandi svæði. Það styrkir áfangastaðinn og er eldsneytið sem nærir frekari eftirspurn. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur tekið öflugan þátt í verkefninu „Ísland allt árið“ og fylgt því vel eftir með kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru innan borgarinnar. Þessi kynning skapar grunninn – hráefnið – fyrir ferðaþjónustuna. Hún nýtir sér þetta hráefni til að bjóða vöru sem mætir þeirri eftirspurn sem kynningin skapar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun