Lögsóttur vegna Beyoncé-leka 7. mars 2013 06:00 Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME. Lögfræðingar Somy halda því fram að hinn 47 ára gamli maður frá Gautaborg hafi "lekið" plötunni 4 með Beyoncé á netið þann 8. júní árið 2011, rúmum tveimur vikum áður en platan var gefin út opinberlega. Nafn Svíans hefur ekki verið gert opinbert en talið er líklegt að hann starfi innan tónlistargeirans. Sony heldur því fram að athafnir mannsins hafi haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér, þar á meðal fyrir sölutekjur af plötunni og markaðsherferð fyrir kynningu hennar. Sony heldur því einnig fram að lekinn hafi skaðað samband fyrirtækisins við söngkonuna og að orðspor Beyoncé hafi beðið hnekki fyrir vikið. Fyrr á þessu ári voru tveir enskir menn dæmdir í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og hundrað klukkustunda samfélagsvinnu fyrir að niðurhala ólöglega um 7.000 skjölum með tónlist frá Sony, meðal annarra plötum með Michael Jackson, Elvis Presley og téðri Beyoncé. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Love On Top af umræddri plötu, 4. Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME. Lögfræðingar Somy halda því fram að hinn 47 ára gamli maður frá Gautaborg hafi "lekið" plötunni 4 með Beyoncé á netið þann 8. júní árið 2011, rúmum tveimur vikum áður en platan var gefin út opinberlega. Nafn Svíans hefur ekki verið gert opinbert en talið er líklegt að hann starfi innan tónlistargeirans. Sony heldur því fram að athafnir mannsins hafi haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér, þar á meðal fyrir sölutekjur af plötunni og markaðsherferð fyrir kynningu hennar. Sony heldur því einnig fram að lekinn hafi skaðað samband fyrirtækisins við söngkonuna og að orðspor Beyoncé hafi beðið hnekki fyrir vikið. Fyrr á þessu ári voru tveir enskir menn dæmdir í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og hundrað klukkustunda samfélagsvinnu fyrir að niðurhala ólöglega um 7.000 skjölum með tónlist frá Sony, meðal annarra plötum með Michael Jackson, Elvis Presley og téðri Beyoncé. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Love On Top af umræddri plötu, 4.
Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira