Krúttleg og "krípí“ Sara McMahon skrifar 1. mars 2013 13:00 Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu plötu í apríl. Platan er heldur óvenjuleg því hún kemur út í formi usb-lykils sem lítur út eins og babúska. "Sveitin varð þannig til að við Arndís, Guðrún sátum saman á kaffihúsi og þær fóru að tala um að ætla að spila saman tónlist. Ég spurði hvort þær vantaði ekki líka hljómborðsleikara því ég vissi um einn mjög góðan. Þær spurðu hver það væri og ég sagði að það væri ég og úr því var ákveðið að prófa að spila saman allar þrjár. Við tókum þessu mjög alvarlega strax frá upphafi og eftir að hafa æft saman í nokkra mánuði enduðum við heima hjá mér með tölvu að taka upp plötu. Þegar platan var nánast tilbúin föttuðum við að okkur vantaði slagverksleikara. Við leituðum að kvenkyns slagverksleikara í um sex mánuði þar til við römbuðum fram á Dísu." Svo lýsir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir tilurð hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku. Sveitina skipa einnig Arndís A. K. Gunnarsdóttir og Guðrún Birna La Sage de Fontenay. Sveitin gefur út sína fyrstu hljómplötu í usb formi þann 1. apríl næstkomandi. Grúska Babúska er með samning við breska útgáfufyrirtækið Static Caravan sem rekið er af Geoffrey Dolman. Fyrsta plata sveitarinnar verður gefin út í heldur óhefðbundnu formi og að sögn Hörpu vissu stúlkurnar að þær yrðu að leita út fyrir landsteinana að útgefanda. "Við vissum að tónlistin væri of sérstök til að gefa eingöngu út á Íslandi og ákváðum því að taka viku skömmu fyrir jól og senda "prómó" disk á allar smáútgáfur í heiminum, þar á meðal Static Caravan." Diskurinn verður gefinn út í formi usb-lykils í líki babúsku, en fyrirbærið fundu stúlkurnar með aðstoð Google-leitarvélarinnar. Aðspurð segir Harpa Fönn tónlist sveitarinnar vera andstæðukennda blöndu af þjóðlagapoppi og raftónlist. "Krúttleg og "krípí" lýsir tónlistinni kannski best," segir hún. Stúlkurnar munu fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi og koma meðal annars fram á nokkrum tónleikum í Englandi. Útgáfutónleikarnir sjálfir fara þó fram á Kex Hostel þann 3. apríl. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið Slagarinn eftir Grúsku Babúsku. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu plötu í apríl. Platan er heldur óvenjuleg því hún kemur út í formi usb-lykils sem lítur út eins og babúska. "Sveitin varð þannig til að við Arndís, Guðrún sátum saman á kaffihúsi og þær fóru að tala um að ætla að spila saman tónlist. Ég spurði hvort þær vantaði ekki líka hljómborðsleikara því ég vissi um einn mjög góðan. Þær spurðu hver það væri og ég sagði að það væri ég og úr því var ákveðið að prófa að spila saman allar þrjár. Við tókum þessu mjög alvarlega strax frá upphafi og eftir að hafa æft saman í nokkra mánuði enduðum við heima hjá mér með tölvu að taka upp plötu. Þegar platan var nánast tilbúin föttuðum við að okkur vantaði slagverksleikara. Við leituðum að kvenkyns slagverksleikara í um sex mánuði þar til við römbuðum fram á Dísu." Svo lýsir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir tilurð hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku. Sveitina skipa einnig Arndís A. K. Gunnarsdóttir og Guðrún Birna La Sage de Fontenay. Sveitin gefur út sína fyrstu hljómplötu í usb formi þann 1. apríl næstkomandi. Grúska Babúska er með samning við breska útgáfufyrirtækið Static Caravan sem rekið er af Geoffrey Dolman. Fyrsta plata sveitarinnar verður gefin út í heldur óhefðbundnu formi og að sögn Hörpu vissu stúlkurnar að þær yrðu að leita út fyrir landsteinana að útgefanda. "Við vissum að tónlistin væri of sérstök til að gefa eingöngu út á Íslandi og ákváðum því að taka viku skömmu fyrir jól og senda "prómó" disk á allar smáútgáfur í heiminum, þar á meðal Static Caravan." Diskurinn verður gefinn út í formi usb-lykils í líki babúsku, en fyrirbærið fundu stúlkurnar með aðstoð Google-leitarvélarinnar. Aðspurð segir Harpa Fönn tónlist sveitarinnar vera andstæðukennda blöndu af þjóðlagapoppi og raftónlist. "Krúttleg og "krípí" lýsir tónlistinni kannski best," segir hún. Stúlkurnar munu fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi og koma meðal annars fram á nokkrum tónleikum í Englandi. Útgáfutónleikarnir sjálfir fara þó fram á Kex Hostel þann 3. apríl. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið Slagarinn eftir Grúsku Babúsku.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira