Hjólar fröken Reykjavík? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Fyrir ári síðan, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, samþykkti borgarráð að hleypa af stokkunum hjólafærniverkefni sem þeir kölluðu „Fröken Reykjavík á hjóli". Þann dag ákvað meirihlutinn að fundin yrði skýring á þeim mikla mun sem er á hjólanotkun karla og kvenna en einungis 8% kvenna hjóla að jafnaði á móti 17% karla allt árið. Ákveðið var að auka fræðslu um hjólafærni kvenna. Bæta átti aðstöðu fyrir reiðhjól á kvennavinnustöðum borgarinnar sérstaklega og skoða fleiri leiðir svo að „bæði konur og karlar" gætu nýtt sér „þennan holla, ábyrga og ódýra ferðamáta". Lítið hefur heyrst af árangri þessa verkefnis. Samkvæmt starfsfólki borgarinnar hafa hjólafærninámskeið staðið yfir fyrir konur sem vinna í grunn- og leikskólum borgarinnar. Kennsla kvenna í hjólafærni hljómar við fyrstu sýn eins og kenna eigi konum að hjóla en svo sanngirni sé gætt er rétt að taka fram að á námskeiðunum er hjólið kynnt sem farartæki ásamt því sem fram fer fræðsla um öryggismál, hjólaleiðir og fleira.Borgarmær í kjól og á hælum Heiti verkefnisins vekur upp skemmtilega mynd af iðandi borgarlífi þar sem konur jafnt sem karlar hjóla í vinnuna. Fröken Reykjavík birtist sem glæsileg borgarmær í kjól og á hælum sem líður hjólandi um borgina og sinnir erindum sínum á leið í eða úr vinnu. Borgaryfirvöld hafa í nokkur ár bætt aðgengi fyrir hjólreiðafólk og fjárfest mikið í tvöföldun hjólastíga í borginni. Svo mikið hefur verið fjárfest að mörgum þykir nóg um á sama tíma og niðurskurður er mest notaða orðið í flestum málaflokkum. Það er vandfundinn sá einstaklingur sem er á móti umhverfisvernd. Fáir mótmæla átaki sem miðar að því að borgarbúar taki sig á við að flokka rusl, minnka útblástur bifreiða eða sleppa nagladekkjum þar sem því verður við komið. Mörg verkefni standa yfir sem eiga að stuðla að breyttum venjum og hefðum svo umhverfið njóti góðs af. En hafði meirihlutinn í Reykjavík eitthvað hugsað út í orsök þess hve fáar konur nota hjól sem farartæki miðað við karla þegar ákveðið var að ráðast í verkefni að fjölga hjólandi konum? Var ekki öllum ljóst af hverju konur hjóla minna en karlar til vinnu?Að sjálfsögðu vilja konur hjóla Konur, jafnt sem karlar, þekkja vel af hverju það er gott að hjóla. Þær vita að það er góður kostur fyrir umhverfið, sparar eyrinn í buddunni og er gott fyrir líkamlegt atgervi. Til þess þarf engin hjólafærninámskeið á kvennavinnustöðum. Konur vita jafnframt allar sem ein að þær eru í miklum meirihluta þegar kemur að því að sjá um fjölskylduna og börnin, eldri borgarana og heimilið. Þær eru líklegri til að vinna minna út af þessum verkefnum, þiggja lægri laun fyrir vikið og eru líklegri til að velja störf sem bjóða upp á þann sveigjanleika sem þarf til að þær komist í gegnum þessi verkefni. Konur eru líklegri til að sjá um innkaup, fara með börnin til læknis, í tónlist, íþróttir eða danstíma. Konur vita að þó að þær þekki kosti hjólreiða er í langflestum tilfellum óraunhæfur kostur fyrir þær að nota hjól sem sinn aðalferðamáta. Það að karlar hjóli meira en konur er afleiðing þess kerfis sem við búum við en ekki einhver umhverfisvæn hegðun sem er á færi yfirvalda að breyta.Byrjum í fyrsta gír Forgangsröðunin í þessu máli er sannarlega röng og því sem næst hjákátleg. Fröken Reykjavík myndi hjóla jafnmikið ef seinni vaktinni, verkefnum og skipulagi heimilisins væri jafnar skipt. Herra og frú Reykjavík gætu jafnvel ferðast saman hjólandi ef samþætting tómstunda og skóla væri ekki einungis fjarlægur draumur í flestum skólum. Mun fleira þyrfti þó að koma til. Hverfisstrætó þyrfti að koma krökkunum milli staða. Mörg hverfi þyrftu að þéttast verulega. Matvöruverslanir, þar með taldar lágvöruverðsverslanir, þyrftu að senda matinn heim. Læknatímar þyrftu að færast inn í skólana og eða vera utan hefðbundins vinnutíma. Eldri borgarar þyrftu að geta gengið sjálfir út í búð og apótek og náð í það sem þá vanhagar um.Herra Reykjavík setur í vél Mikilvægasta verkefnið af öllu væri þó að tala um hlutina eins og þeir eru. Nú rennur baráttudagur kvenna upp aftur þann 8. mars eða eftir rúma viku. Kannski meirihlutinn í Reykjavík standi í þetta skiptið að verkefni sem stuðlar að því að herra Reykjavík taki aukinn þátt í heimilisrekstrinum? Þátttaka karla í þeim rekstri er jú sannarlega umtalsvert minni en þátttaka kvenna. Svo framhald verði á „Fröken Reykjavík á hjóli" mætti setja á fót heimilisnámskeiðið „Herra Reykjavík þvær þvott". Hvað ætli borgarbúum fyndist um slíkt námskeið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Fyrir ári síðan, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, samþykkti borgarráð að hleypa af stokkunum hjólafærniverkefni sem þeir kölluðu „Fröken Reykjavík á hjóli". Þann dag ákvað meirihlutinn að fundin yrði skýring á þeim mikla mun sem er á hjólanotkun karla og kvenna en einungis 8% kvenna hjóla að jafnaði á móti 17% karla allt árið. Ákveðið var að auka fræðslu um hjólafærni kvenna. Bæta átti aðstöðu fyrir reiðhjól á kvennavinnustöðum borgarinnar sérstaklega og skoða fleiri leiðir svo að „bæði konur og karlar" gætu nýtt sér „þennan holla, ábyrga og ódýra ferðamáta". Lítið hefur heyrst af árangri þessa verkefnis. Samkvæmt starfsfólki borgarinnar hafa hjólafærninámskeið staðið yfir fyrir konur sem vinna í grunn- og leikskólum borgarinnar. Kennsla kvenna í hjólafærni hljómar við fyrstu sýn eins og kenna eigi konum að hjóla en svo sanngirni sé gætt er rétt að taka fram að á námskeiðunum er hjólið kynnt sem farartæki ásamt því sem fram fer fræðsla um öryggismál, hjólaleiðir og fleira.Borgarmær í kjól og á hælum Heiti verkefnisins vekur upp skemmtilega mynd af iðandi borgarlífi þar sem konur jafnt sem karlar hjóla í vinnuna. Fröken Reykjavík birtist sem glæsileg borgarmær í kjól og á hælum sem líður hjólandi um borgina og sinnir erindum sínum á leið í eða úr vinnu. Borgaryfirvöld hafa í nokkur ár bætt aðgengi fyrir hjólreiðafólk og fjárfest mikið í tvöföldun hjólastíga í borginni. Svo mikið hefur verið fjárfest að mörgum þykir nóg um á sama tíma og niðurskurður er mest notaða orðið í flestum málaflokkum. Það er vandfundinn sá einstaklingur sem er á móti umhverfisvernd. Fáir mótmæla átaki sem miðar að því að borgarbúar taki sig á við að flokka rusl, minnka útblástur bifreiða eða sleppa nagladekkjum þar sem því verður við komið. Mörg verkefni standa yfir sem eiga að stuðla að breyttum venjum og hefðum svo umhverfið njóti góðs af. En hafði meirihlutinn í Reykjavík eitthvað hugsað út í orsök þess hve fáar konur nota hjól sem farartæki miðað við karla þegar ákveðið var að ráðast í verkefni að fjölga hjólandi konum? Var ekki öllum ljóst af hverju konur hjóla minna en karlar til vinnu?Að sjálfsögðu vilja konur hjóla Konur, jafnt sem karlar, þekkja vel af hverju það er gott að hjóla. Þær vita að það er góður kostur fyrir umhverfið, sparar eyrinn í buddunni og er gott fyrir líkamlegt atgervi. Til þess þarf engin hjólafærninámskeið á kvennavinnustöðum. Konur vita jafnframt allar sem ein að þær eru í miklum meirihluta þegar kemur að því að sjá um fjölskylduna og börnin, eldri borgarana og heimilið. Þær eru líklegri til að vinna minna út af þessum verkefnum, þiggja lægri laun fyrir vikið og eru líklegri til að velja störf sem bjóða upp á þann sveigjanleika sem þarf til að þær komist í gegnum þessi verkefni. Konur eru líklegri til að sjá um innkaup, fara með börnin til læknis, í tónlist, íþróttir eða danstíma. Konur vita að þó að þær þekki kosti hjólreiða er í langflestum tilfellum óraunhæfur kostur fyrir þær að nota hjól sem sinn aðalferðamáta. Það að karlar hjóli meira en konur er afleiðing þess kerfis sem við búum við en ekki einhver umhverfisvæn hegðun sem er á færi yfirvalda að breyta.Byrjum í fyrsta gír Forgangsröðunin í þessu máli er sannarlega röng og því sem næst hjákátleg. Fröken Reykjavík myndi hjóla jafnmikið ef seinni vaktinni, verkefnum og skipulagi heimilisins væri jafnar skipt. Herra og frú Reykjavík gætu jafnvel ferðast saman hjólandi ef samþætting tómstunda og skóla væri ekki einungis fjarlægur draumur í flestum skólum. Mun fleira þyrfti þó að koma til. Hverfisstrætó þyrfti að koma krökkunum milli staða. Mörg hverfi þyrftu að þéttast verulega. Matvöruverslanir, þar með taldar lágvöruverðsverslanir, þyrftu að senda matinn heim. Læknatímar þyrftu að færast inn í skólana og eða vera utan hefðbundins vinnutíma. Eldri borgarar þyrftu að geta gengið sjálfir út í búð og apótek og náð í það sem þá vanhagar um.Herra Reykjavík setur í vél Mikilvægasta verkefnið af öllu væri þó að tala um hlutina eins og þeir eru. Nú rennur baráttudagur kvenna upp aftur þann 8. mars eða eftir rúma viku. Kannski meirihlutinn í Reykjavík standi í þetta skiptið að verkefni sem stuðlar að því að herra Reykjavík taki aukinn þátt í heimilisrekstrinum? Þátttaka karla í þeim rekstri er jú sannarlega umtalsvert minni en þátttaka kvenna. Svo framhald verði á „Fröken Reykjavík á hjóli" mætti setja á fót heimilisnámskeiðið „Herra Reykjavík þvær þvott". Hvað ætli borgarbúum fyndist um slíkt námskeið?