Óvenjufalleg fermingartíska í ár 14. febrúar 2013 06:00 Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Mynd/Bragi Þór Jósefsson Verslunin Cosmo hefur staðið framarlega í sölu á fermingarfatnaði síðustu ár og áratugi en þar er að finna falleg föt á fermingarstúlkur, mæður þeirra og ömmur. „Ég hef selt fermingarfatnað í 26 ár og nú eru þær sem ég afgreiddi fyrst um sinn farnar að koma með sínar dætur. Eftir nokkur ár fer ég líklega að taka á móti þriðju kynslóð,“ segir Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Hún segir tískuna sjaldan hafa verið jafn skemmtilega og í ár. „Það er mikið um blúndukjóla. Flestir eru stuttir og ermalausir en margar taka ermar við. Undanfarin ár hafa flestar fermingarstúlkur verið í leggings við kjólana sína en nú eru það húðlituðu sokkabuxurnar sem ráða ríkjum. Útkoman er virkilega dömuleg og smart,“ segir Lilja. Hún segir tískuna afar látlausa og sýnist henni það sama eiga við um hárið. „Það hefur átt það til að vera mjög krullað og svolítið yfirdrifið en nú heyrist mér það eiga að vera slétt og einfalt.“ Lilja hefur stundum hannað eigin fermingarlínur og eins keypt hugmyndir annarra en í ár er úrvalið innflutt. Fatnaðurinn er frá Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Hún segir kremhvíta litinn ráðandi í bland við ferskju- og appelsínulit og hvetur allar fermingarstúlkur til að koma og líta á úrvalið. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Verslunin Cosmo hefur staðið framarlega í sölu á fermingarfatnaði síðustu ár og áratugi en þar er að finna falleg föt á fermingarstúlkur, mæður þeirra og ömmur. „Ég hef selt fermingarfatnað í 26 ár og nú eru þær sem ég afgreiddi fyrst um sinn farnar að koma með sínar dætur. Eftir nokkur ár fer ég líklega að taka á móti þriðju kynslóð,“ segir Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Hún segir tískuna sjaldan hafa verið jafn skemmtilega og í ár. „Það er mikið um blúndukjóla. Flestir eru stuttir og ermalausir en margar taka ermar við. Undanfarin ár hafa flestar fermingarstúlkur verið í leggings við kjólana sína en nú eru það húðlituðu sokkabuxurnar sem ráða ríkjum. Útkoman er virkilega dömuleg og smart,“ segir Lilja. Hún segir tískuna afar látlausa og sýnist henni það sama eiga við um hárið. „Það hefur átt það til að vera mjög krullað og svolítið yfirdrifið en nú heyrist mér það eiga að vera slétt og einfalt.“ Lilja hefur stundum hannað eigin fermingarlínur og eins keypt hugmyndir annarra en í ár er úrvalið innflutt. Fatnaðurinn er frá Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Hún segir kremhvíta litinn ráðandi í bland við ferskju- og appelsínulit og hvetur allar fermingarstúlkur til að koma og líta á úrvalið.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira