Match Fixing? Örn Bárður Jónsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikilvæg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum". Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótboltann. Líkingin er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórnlagaráðs, að standa með eigin samvisku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpitungulaust um fv. forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inntak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymskunnar ef marka má spádóm þjóðhöfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellisdómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svikið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóðkirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heimilda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlagaríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um réttlæti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikilvæg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum". Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótboltann. Líkingin er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórnlagaráðs, að standa með eigin samvisku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpitungulaust um fv. forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inntak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymskunnar ef marka má spádóm þjóðhöfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellisdómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svikið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóðkirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heimilda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlagaríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um réttlæti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma!
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun