Umhverfismál á kosningavetri Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti.Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoðunum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtalsvert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opinbert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóðir þurfa hins vegar bráðnauðsynlega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu.„Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingarumræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stóriðja“ hafi án frekari skilgreiningar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stóriðja en ekki risavaxin tómatarækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauðlindir en erum jafnframt í lokuðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveðum að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leiðin til að gera stærri virkjanaframkvæmdir raunhæfar að fyrirframselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnishæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hagstætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráðamanna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrarkostnaði hærra en einmitt í áliðnaði og því er Ísland álitlegur kostur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki.Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfismálum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endurvinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíuknúnar fiskveiðar og samgöngur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr einhver um stefnu flokkanna í þessum málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endurnýjanlega orku eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti.Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoðunum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtalsvert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opinbert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóðir þurfa hins vegar bráðnauðsynlega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu.„Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingarumræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stóriðja“ hafi án frekari skilgreiningar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stóriðja en ekki risavaxin tómatarækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauðlindir en erum jafnframt í lokuðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveðum að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leiðin til að gera stærri virkjanaframkvæmdir raunhæfar að fyrirframselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnishæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hagstætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráðamanna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrarkostnaði hærra en einmitt í áliðnaði og því er Ísland álitlegur kostur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki.Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfismálum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endurvinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíuknúnar fiskveiðar og samgöngur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr einhver um stefnu flokkanna í þessum málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endurnýjanlega orku eða ekki.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar