Fleiri konur við stjórnvölinn Steingrímur J. Sigfússon skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Hinn 1. september næstkomandi taka gildi ný lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð. Lögin voru sett árið 2010 og eru að nokkru leyti sniðin að norskri fyrirmynd. Ástæða lagasetningarinnar er einföld; hlutur kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi hefur aukist allt of hægt. Ekki er um að kenna skorti á hæfum og vel menntuðum konum til slíkra starfa. Þvert á móti útskrifast nú fleiri konur en karlar með háskólapróf í flestum greinum sem stjórnendur koma almennt úr. Ójafnt kynjahlutfall á þessu sviði sem fleirum er birtingarmynd þess sem enn er óunnið í jafnréttisbaráttunni, íhaldssemi og skorts á fagmennsku og metnaðar í trénuðu andrúmslofti feðraveldisins.Virkjum mannauðinn allan Reynslan sýnir að betri árangur næst í fyrirtækjarekstri eftir því sem kynjahlutföll eru jafnari í stjórnum og stjórnendastöðum. Reyndar því betri eftir því sem konur eru fleiri, andinn á vinnustað er heilbrigðari og vinnan skemmtilegri. Gott samstarf hefur verið um undirbúning gildistöku laganna milli stjórnvalda, viðskiptalífsins og aðila eins og Félags kvenna í atvinnulífinu.Tími til aðgerða Fram undan eru aðalfundir fyrirtækja, þeir síðustu áður en lögin taka gildi. Hér með er skorað á alla viðkomandi að gera það sem til þarf til að ákvæði laganna um minnst 40% af hvoru kyni í stjórn verði að fullu virt frá fyrsta degi. Einnig er ástæða til að senda hvatningu um hið sama til þeirra sem enn eru ekki bundnir af ákvæðum laganna. Það á við um minni fyrirtæki og stjórnir þeirra, hagsmunasamtök o.s.frv. Það er sannfæring undirritaðs að ekki aðeins sé með þessu stigið afar gagnlegt skref í jafnréttisátt og í átt til betri reksturs og eðlilegri aðstæðna í íslensku viðskiptalífi, heldur muni aukið jafnrétti á þessu sviði einnig hafa afleidd og jákvæð áhrif í jafnréttisbaráttunni að öðru leyti. Má þar nefna baráttu gegn kynbundnum launamun og gegn úreltum staðalímyndum um kynin og kynjahlutverk. Til hamingju með þetta skref og tryggjum glæsilega gildistöku nýrra laga 1. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 1. september næstkomandi taka gildi ný lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð. Lögin voru sett árið 2010 og eru að nokkru leyti sniðin að norskri fyrirmynd. Ástæða lagasetningarinnar er einföld; hlutur kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi hefur aukist allt of hægt. Ekki er um að kenna skorti á hæfum og vel menntuðum konum til slíkra starfa. Þvert á móti útskrifast nú fleiri konur en karlar með háskólapróf í flestum greinum sem stjórnendur koma almennt úr. Ójafnt kynjahlutfall á þessu sviði sem fleirum er birtingarmynd þess sem enn er óunnið í jafnréttisbaráttunni, íhaldssemi og skorts á fagmennsku og metnaðar í trénuðu andrúmslofti feðraveldisins.Virkjum mannauðinn allan Reynslan sýnir að betri árangur næst í fyrirtækjarekstri eftir því sem kynjahlutföll eru jafnari í stjórnum og stjórnendastöðum. Reyndar því betri eftir því sem konur eru fleiri, andinn á vinnustað er heilbrigðari og vinnan skemmtilegri. Gott samstarf hefur verið um undirbúning gildistöku laganna milli stjórnvalda, viðskiptalífsins og aðila eins og Félags kvenna í atvinnulífinu.Tími til aðgerða Fram undan eru aðalfundir fyrirtækja, þeir síðustu áður en lögin taka gildi. Hér með er skorað á alla viðkomandi að gera það sem til þarf til að ákvæði laganna um minnst 40% af hvoru kyni í stjórn verði að fullu virt frá fyrsta degi. Einnig er ástæða til að senda hvatningu um hið sama til þeirra sem enn eru ekki bundnir af ákvæðum laganna. Það á við um minni fyrirtæki og stjórnir þeirra, hagsmunasamtök o.s.frv. Það er sannfæring undirritaðs að ekki aðeins sé með þessu stigið afar gagnlegt skref í jafnréttisátt og í átt til betri reksturs og eðlilegri aðstæðna í íslensku viðskiptalífi, heldur muni aukið jafnrétti á þessu sviði einnig hafa afleidd og jákvæð áhrif í jafnréttisbaráttunni að öðru leyti. Má þar nefna baráttu gegn kynbundnum launamun og gegn úreltum staðalímyndum um kynin og kynjahlutverk. Til hamingju með þetta skref og tryggjum glæsilega gildistöku nýrra laga 1. september næstkomandi.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar