Líta á tónlistina sem trúarbrögð 1. febrúar 2013 07:00 kiss Magni og félagar spila fræg lög með Kiss á tónleikunum í kvöld. „Þetta er stór dagur í íslenskri tónlistarsögu," segir Magni Ásgeirsson.Hann er aðalsöngvari Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot í Kópavogi 8. febrúar. Aðrir meðlimir í Meik eru einnig reynsluboltar úr tónlistarbransanum, þeir Eiður Arnarsson úr Todmobile, Einar Þór Jóhannsson úr Dúndurfréttum, Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni, Jón Elvar Hafsteinsson úr Delize Italiano og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld. „Hljómsveitin er alveg klikkuð. Þetta er stórskotalið hljóðfæraleikara og Kiss-aðdáenda," segir Magni. „Ég er búinn að grínast með það nokkrum sinnum að þeir séu eins og Star Trek-nördar, þeir eru svo vel að sér nokkrir í Kiss-fræðum. Ég og Jói trommari erum eins og aukvisar miðað við þessa menn." Hann segist hlakka til kvöldsins en einnig vera smá stressaður. „Við erum að spila tónlist sem sumir líta á sem trúarbrögð. Maður þarf að standa sig." Spurður hvort þeir verði meikaðir eins og liðsmenn Kiss segir Magni að farið verði með það allavega hálfa leið. En hvað með hárkollur? „Ég nenni því nú ekki. Þar dreg ég mörkin." Magni fer á Eurovision-æfingu í Hörpu í dag og flýgur svo norður. Spurður hvort hann lendi ekki í öðru til þriðja sæti eins og hingað til segir hann: „Það er alltaf gaman að vera í topp þrjú. Það væri samt gaman að prófa fyrsta sætið einu sinni en ég er ekkert frekur." -fb Tónlist Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta er stór dagur í íslenskri tónlistarsögu," segir Magni Ásgeirsson.Hann er aðalsöngvari Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot í Kópavogi 8. febrúar. Aðrir meðlimir í Meik eru einnig reynsluboltar úr tónlistarbransanum, þeir Eiður Arnarsson úr Todmobile, Einar Þór Jóhannsson úr Dúndurfréttum, Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni, Jón Elvar Hafsteinsson úr Delize Italiano og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld. „Hljómsveitin er alveg klikkuð. Þetta er stórskotalið hljóðfæraleikara og Kiss-aðdáenda," segir Magni. „Ég er búinn að grínast með það nokkrum sinnum að þeir séu eins og Star Trek-nördar, þeir eru svo vel að sér nokkrir í Kiss-fræðum. Ég og Jói trommari erum eins og aukvisar miðað við þessa menn." Hann segist hlakka til kvöldsins en einnig vera smá stressaður. „Við erum að spila tónlist sem sumir líta á sem trúarbrögð. Maður þarf að standa sig." Spurður hvort þeir verði meikaðir eins og liðsmenn Kiss segir Magni að farið verði með það allavega hálfa leið. En hvað með hárkollur? „Ég nenni því nú ekki. Þar dreg ég mörkin." Magni fer á Eurovision-æfingu í Hörpu í dag og flýgur svo norður. Spurður hvort hann lendi ekki í öðru til þriðja sæti eins og hingað til segir hann: „Það er alltaf gaman að vera í topp þrjú. Það væri samt gaman að prófa fyrsta sætið einu sinni en ég er ekkert frekur." -fb
Tónlist Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira