
Um jarmandi rollur í Animal Farm
Þetta held ég að sé almenn afstaða fylgismanna aðildarviðræðna. Þeir vilja sjá hvað er í pakkanum, áður en þeir gera upp sinn hug. Það er ábyrg og meðvituð afstaða að útiloka ekki aðild að Evrópusambandinu fyrir fram, eins og ástandið er hér á landi um þessar mundir. Þetta hefur lítið eða ekkert með mig sjálfan að gera, úr því sem komið er, hálfáttræðan manninn. Ég er að hugsa um framtíðina, börnin mín og komandi kynslóðir.
Nú hef ég enga ástæðu til að gera lítið úr skoðunum þeirra, sem eru andsnúnir aðildarviðræðum. Ég efast ekki um að þeir hafi þá sannfæringu að aðild að ESB sé röng stefna. En mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna þeir haga málflutningi sínum á þann hátt sem gert er. Sá málflutningur gengur því miður út á það, að röksemdir aðildar séu eingöngu innantóm slagorð. Aðferðin sé sú, segja þeir, að „pikka upp línuna, éta þau upp og jarma, hvert eftir öðru, fáránleg, órökstudd slagorð sem helst minna á rollurnar í Animal Farm“.
Hvort sem það er á Evrópuvaktinni, Morgunblaðinu, AMX eða INN, þá er sífellt og stöðugt verið að atyrða það fólk og þau samtök, sem vilja fara samningaleiðina til enda. Fólk er sakað um landráð og undirmál, svik við fullveldið. Eða eitthvað þaðan af verra.
Snjóhengja
Hvers vegna eru til stjórnmálamenn og kjósendur á Íslandi, sem vilja ljúka aðildarviðræðum?
Um þessar mundir, eins og gerst hefur í áratugi, hefur íslenska krónan fallið jafnt og þétt og leitt til rýrnunar kaupmáttar hins almenna launþega. Um þessar mundir eins og svo oft áður hefur verðtrygging krónunnar bitnað á skuldugum fjölskyldum sem engu gátu ráðið um bankahrun og fjármálakreppu. Um þessar mundir standa menn ráðþrota gagnvart snjóhengju, sem vofir yfir vegna inneigna erlendra fjárfesta, sem vilja ná peningunum sínum út úr frosnu fjármálakerfi. Um þessar mundir fækkar þeim erlendu aðilum, sem hafa áhuga á að fjárfesta í okkar litla landi, af því óvissan er svo mikil. Um þessar mundir, eins og reyndar allt mitt líf, erum við með gjaldmiðil sem er hvergi í heiminum gjaldgengur.
Þetta er staðan á Íslandi í dag og það eru ómaklegar ásakanir að ein leiðin út úr þessum ógöngum, kannske sú einasta, sé sprottin af auðmýkt gagnvart Evrópu eða þetta sé atlaga að fullveldinu. Á viðreisnarárunum gengu Íslendingar í EFTA, tollabandalag Evrópuríkja. Á síðasta áratug liðinnar aldar gengu Íslendingar í Evrópska efnahagssvæðið. Í framhaldinu ákváðum við að taka upp Schengen-samkomulagið. Allt hefur þetta verið gert án þess að Íslendingar hafi misst forræði á sínum málum. Við höfum kallað þessa samninga yfir okkur og lifað með þeim, án þess að farga fullveldi og sjálfstæði, hvort heldur að mati þjóðar eða þings.
Það er lágkúrulegur málstaður að gera öðrum upp svik og landráð eða annarleg óþjóðleg viðhorf, þótt sitt sýnist hverjum. Við erum öll heiðarlegir Íslendingar, sem vilja að Íslandi vegni vel. Það hefur enginn efni á því að uppnefna samlanda sína, með því að líkja þeim við jarmandi rollur í Animal Farm. Hættum þessu ómerkilega orðaskaki og tölum saman af raunsæi og virðingu.
Skoðun

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Jón Þór Stefánsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar

Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi
Matthías Arngrímsson skrifar

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Aukið við sóun með einhverjum ráðum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar