Mögnuð endurkoma hjá Sixto Rodriguez Freyr Bjarnason skrifar 24. janúar 2013 07:00 Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur heldur betur slegið í gegn upp á síðkastið.nordipchotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur slegið í gegn eftir að heimildarmyndin Searching For Sugarman var frumsýnd á síðasta ári. Hinn sjötugi Rodriguez hefur verið kallaður „mesta tónlistarátrúnaðargoð áttunda áratugarins sem aldrei varð frægt". Núna eftir sýningu þessarar verðlaunuðu myndar, sem var nýlega tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, virðist sem hans tími í sviðsljósinu hafi loksins runnið upp. Hann er bókaður á tónleikum á „heimavelli" sínum í Suður-Afríku, Ástralíu og Bandaríkjunum á næstu mánuðum og í sumar spilar hann á hátíðunum Glastonbury, Coachella og Primavera. Einnig spilar hann í hinni virtu tónleikahöll Royal Albert Hall í London. Í nóvember spilaði hann þrettán sinnum fyrir fullu húsi, þrjú þúsund manns, í Bretlandi og nýtur því greinilega mikilla vinsælda þar. Þegar upptökustjórar sáu Rodriguez spila á bar í Detroit seint á sjöunda áratugnum héldu þeir að þeir hefðu uppgötvað hinn nýja Bob Dylan. Tónlistin var af þjóðlagaætt með sækadelískum undirtón og innihaldsríkum, andfélagslegum textum um veruleikann í Detroit. Einhverra hluta vegna var bandarískur almenningur ekki sammála. Fyrsta plata þessa Bandaríkjamanns sem er af mexíkóskum uppruna, Cold Fact, fékk mjög góða dóma og einnig sú næsta, Coming To Reality, en sárafáir keyptu þær. Rodriguez hvarf sjónum og orðrómur var lengi uppi um að hann hefði framið sjálfsvíg uppi á sviði. Eftir að sjóræningjaútgáfa af Cold Fact komst til Suður-Afríku varð hún ekki bara svakalega vinsæl, heldur varð hún óopinber biblía ungra mótmælenda gegn aðskilnaðarstefnunni. En það var ekki fyrr en tveir aðdáendur Rodriguez, Stephen „Sugar" Segerman og Craig Bartholemew, komust að því að hann væri enn á lífi og ætti heima í Detroit án þess að hafa hugmynd um að litið væri á hann sem goðsögn í Suður-Afríku, að boltinn fór að rúlla. Það eru ekki bara vel samin lög og textar Rodriguez í bland við Öskubuskusögu hans sem hafa heillað fólk eftir að myndin kom út. Hógværð hans og það hversu laus hann er við alla tilgerð hefur fallið í kramið því þessir mannkostir eru óvenjulegir í tónlistarbransanum. Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur slegið í gegn eftir að heimildarmyndin Searching For Sugarman var frumsýnd á síðasta ári. Hinn sjötugi Rodriguez hefur verið kallaður „mesta tónlistarátrúnaðargoð áttunda áratugarins sem aldrei varð frægt". Núna eftir sýningu þessarar verðlaunuðu myndar, sem var nýlega tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, virðist sem hans tími í sviðsljósinu hafi loksins runnið upp. Hann er bókaður á tónleikum á „heimavelli" sínum í Suður-Afríku, Ástralíu og Bandaríkjunum á næstu mánuðum og í sumar spilar hann á hátíðunum Glastonbury, Coachella og Primavera. Einnig spilar hann í hinni virtu tónleikahöll Royal Albert Hall í London. Í nóvember spilaði hann þrettán sinnum fyrir fullu húsi, þrjú þúsund manns, í Bretlandi og nýtur því greinilega mikilla vinsælda þar. Þegar upptökustjórar sáu Rodriguez spila á bar í Detroit seint á sjöunda áratugnum héldu þeir að þeir hefðu uppgötvað hinn nýja Bob Dylan. Tónlistin var af þjóðlagaætt með sækadelískum undirtón og innihaldsríkum, andfélagslegum textum um veruleikann í Detroit. Einhverra hluta vegna var bandarískur almenningur ekki sammála. Fyrsta plata þessa Bandaríkjamanns sem er af mexíkóskum uppruna, Cold Fact, fékk mjög góða dóma og einnig sú næsta, Coming To Reality, en sárafáir keyptu þær. Rodriguez hvarf sjónum og orðrómur var lengi uppi um að hann hefði framið sjálfsvíg uppi á sviði. Eftir að sjóræningjaútgáfa af Cold Fact komst til Suður-Afríku varð hún ekki bara svakalega vinsæl, heldur varð hún óopinber biblía ungra mótmælenda gegn aðskilnaðarstefnunni. En það var ekki fyrr en tveir aðdáendur Rodriguez, Stephen „Sugar" Segerman og Craig Bartholemew, komust að því að hann væri enn á lífi og ætti heima í Detroit án þess að hafa hugmynd um að litið væri á hann sem goðsögn í Suður-Afríku, að boltinn fór að rúlla. Það eru ekki bara vel samin lög og textar Rodriguez í bland við Öskubuskusögu hans sem hafa heillað fólk eftir að myndin kom út. Hógværð hans og það hversu laus hann er við alla tilgerð hefur fallið í kramið því þessir mannkostir eru óvenjulegir í tónlistarbransanum.
Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira