Áfram sviptingar í plötusölu Trausti Júlíusson skrifar 24. janúar 2013 11:00 HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi verður opin áfram. Það hafa orðið miklar breytingar á plötusölu í heiminum síðustu ár. Bæði hefur niðurhal aukist á kostnað tónlistar á föstu formi og eins taka netrisar eins og Amazon til sín stöðugt stærri hluta af því sem selst af geisladiskum og vínyl. Í síðustu viku bárust þær fréttir að HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi væri komin í greiðslustöðvun. HMV, sem rekur 223 verslanir og er með um 4.000 manns í vinnu, er síðasta plötubúðakeðjan sem eftir er á Bretlandseyjum. Tower Records, Virgin Megastore, Our Price, Zavvi og allar hinar eru löngu horfnar af sjónarsviðinu. HMV-búðirnar hafa verið með 38% markaðshlutdeild í sölu á tónlist á föstu formi í Bretlandi og um 27% af sölu á DVD-diskum, en samt hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi og salan fyrir síðustu jól var langt undir væntingum. Flaggskip HMV er verslunin á Oxford Street númer 150 í London sem er stærsta plötubúð heims. Fréttirnar af vandræðum HMV fengu mikil viðbrögð. Fyrsta HMV-plötubúðin var opnuð árið 1921, þannig að tónlistarunnendur í Bretlandi eru aldir upp með þeim. Flestir hörmuðu fréttirnar, ekki síst plötuútgefendur, en sumir sáu samt í þessu aukna möguleika fyrir sjálfstæðu plötubúðirnar. Þær bjóða upp á persónulegri þjónustu og eiga auðveldara með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutdeild HMV í sölu á vínylplötum er t.d. mun lægra en í sölu á geisladiskum, sem segir sitt. Á þriðjudag bárust hins vegar þær fréttir að Hilco-fyrirtækið, sem sérhæfir sig í endurskipulagningu fyrirtækja sem komin eru í þrot, væri að landa samningi um kaup á HMV. Hilco keypti HMV-keðjuna í Kanada og rekur með ágætum árangri. Talið er að Hilco fái HMV á góðu verði þar sem útgefendur á tónlist og kvikmyndaefni eru tilbúnir að ganga mjög langt til þess að halda keðjunni á lífi. Tónlist Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Það hafa orðið miklar breytingar á plötusölu í heiminum síðustu ár. Bæði hefur niðurhal aukist á kostnað tónlistar á föstu formi og eins taka netrisar eins og Amazon til sín stöðugt stærri hluta af því sem selst af geisladiskum og vínyl. Í síðustu viku bárust þær fréttir að HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi væri komin í greiðslustöðvun. HMV, sem rekur 223 verslanir og er með um 4.000 manns í vinnu, er síðasta plötubúðakeðjan sem eftir er á Bretlandseyjum. Tower Records, Virgin Megastore, Our Price, Zavvi og allar hinar eru löngu horfnar af sjónarsviðinu. HMV-búðirnar hafa verið með 38% markaðshlutdeild í sölu á tónlist á föstu formi í Bretlandi og um 27% af sölu á DVD-diskum, en samt hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi og salan fyrir síðustu jól var langt undir væntingum. Flaggskip HMV er verslunin á Oxford Street númer 150 í London sem er stærsta plötubúð heims. Fréttirnar af vandræðum HMV fengu mikil viðbrögð. Fyrsta HMV-plötubúðin var opnuð árið 1921, þannig að tónlistarunnendur í Bretlandi eru aldir upp með þeim. Flestir hörmuðu fréttirnar, ekki síst plötuútgefendur, en sumir sáu samt í þessu aukna möguleika fyrir sjálfstæðu plötubúðirnar. Þær bjóða upp á persónulegri þjónustu og eiga auðveldara með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutdeild HMV í sölu á vínylplötum er t.d. mun lægra en í sölu á geisladiskum, sem segir sitt. Á þriðjudag bárust hins vegar þær fréttir að Hilco-fyrirtækið, sem sérhæfir sig í endurskipulagningu fyrirtækja sem komin eru í þrot, væri að landa samningi um kaup á HMV. Hilco keypti HMV-keðjuna í Kanada og rekur með ágætum árangri. Talið er að Hilco fái HMV á góðu verði þar sem útgefendur á tónlist og kvikmyndaefni eru tilbúnir að ganga mjög langt til þess að halda keðjunni á lífi.
Tónlist Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira