Stuðningsgrein: Guðbjartur sú gerð stjórnmálamanns sem þjóðin þarfnast Ólína Þorvarðardóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Tveir öflugir og frambærilegir frambjóðendur hafa nú gefið kost á sér til formennskunnar. Báðir yrðu vandanum vaxnir og vel að verkefninu komnir. Má því segja að flokkurinn standi frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli, að gera upp á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Báðir eru jafnaðarmenn af lífi og sál. Árni Páll er mælskur og rökfastur. Hann hefur framtíðarsýn, skarpa hugsun og metnað til að gegna forystuhlutverki. Það er vel. Guðbjartur Hannesson hefur verið farsæll skólastjórnandi og sveitarstjórnarmaður um langt árabil, síðar forseti Alþingis og nú velferðarráðherra. Hann hefur í sínu fari tvo mikilvæga eiginleika forystumanns. Þeir eiginleikar eru annars vegar metnaður til að ná árangri og hins vegar auðmýkt gagnvart mistökum. Hvort tveggja hefur hann sannað með verkum sínum. Þar með hefur hann sýnt karakterstyrk og æðruleysi sem er til eftirbreytni. Ég hef starfað með Guðbjarti Hannessyni í fjögur ár og veit því hversu annt honum er um grunngildi jafnaðarstefnunnar. Tel ég ekki á neinn annan hallað þó sagt sé að Guðbjartur Hannesson sé sú gerð stjórnmálamanns sem Samfylkingin og samfélag okkar þurfi hvað mest á að halda eins og sakir standa. Íslenskt samfélag hefur átt um sárt að binda eftir Hrun. Sársauki þjóðarinnar hefur m.a. birst okkur í óbilgjarnri umræðu, hávaða og dómhörku sem þarf að linna eigi okkur betur að farnast. Við slíkar aðstæður tel ég mikilvægt að hefja grunngildi jafnaðarstefnunnar til vegs og virðingar á ný, en einnig nýjar aðferðir í stjórnmálum og rökræðu. Við þurfum að hefja friðsemd og umhyggju til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Til þess þurfum við forystufólk sem lætur sér annt um fólk og yfirvegun stjórna gjörðum sínum. Ég efast ekki um að báðir þessir menn eru færir um slíkt – hvor með sínum hætti. Það er engu að síður niðurstaða mín að Guðbjartur Hannesson sé maðurinn sem Samfylkingin og stjórnmálaumræðan þarfnast um þessar mundir. Þess vegna styð ég Guðbjart Hannesson til formennsku í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Tveir öflugir og frambærilegir frambjóðendur hafa nú gefið kost á sér til formennskunnar. Báðir yrðu vandanum vaxnir og vel að verkefninu komnir. Má því segja að flokkurinn standi frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli, að gera upp á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Báðir eru jafnaðarmenn af lífi og sál. Árni Páll er mælskur og rökfastur. Hann hefur framtíðarsýn, skarpa hugsun og metnað til að gegna forystuhlutverki. Það er vel. Guðbjartur Hannesson hefur verið farsæll skólastjórnandi og sveitarstjórnarmaður um langt árabil, síðar forseti Alþingis og nú velferðarráðherra. Hann hefur í sínu fari tvo mikilvæga eiginleika forystumanns. Þeir eiginleikar eru annars vegar metnaður til að ná árangri og hins vegar auðmýkt gagnvart mistökum. Hvort tveggja hefur hann sannað með verkum sínum. Þar með hefur hann sýnt karakterstyrk og æðruleysi sem er til eftirbreytni. Ég hef starfað með Guðbjarti Hannessyni í fjögur ár og veit því hversu annt honum er um grunngildi jafnaðarstefnunnar. Tel ég ekki á neinn annan hallað þó sagt sé að Guðbjartur Hannesson sé sú gerð stjórnmálamanns sem Samfylkingin og samfélag okkar þurfi hvað mest á að halda eins og sakir standa. Íslenskt samfélag hefur átt um sárt að binda eftir Hrun. Sársauki þjóðarinnar hefur m.a. birst okkur í óbilgjarnri umræðu, hávaða og dómhörku sem þarf að linna eigi okkur betur að farnast. Við slíkar aðstæður tel ég mikilvægt að hefja grunngildi jafnaðarstefnunnar til vegs og virðingar á ný, en einnig nýjar aðferðir í stjórnmálum og rökræðu. Við þurfum að hefja friðsemd og umhyggju til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Til þess þurfum við forystufólk sem lætur sér annt um fólk og yfirvegun stjórna gjörðum sínum. Ég efast ekki um að báðir þessir menn eru færir um slíkt – hvor með sínum hætti. Það er engu að síður niðurstaða mín að Guðbjartur Hannesson sé maðurinn sem Samfylkingin og stjórnmálaumræðan þarfnast um þessar mundir. Þess vegna styð ég Guðbjart Hannesson til formennsku í Samfylkingunni.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun