Tók myndbandið upp í stofunni heima hjá sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. janúar 2013 21:00 "Mesta verkið var trúlega að tæma hillurnar og raða í þær aftur eftir tökur," segir Harald Haraldsson sem leikstýrði myndbandi dúettsins Barregaard&Briem við lagið Love With You en myndbandið hefur vakið athygli á ýmsum vígstöðum síðan það var frumsýnt hér á Vísi fyrir um mánuði síðan. Fyrir viku var myndbandið valið á forsíðu hinnar vinsælu Vimeo-síðu og yfir fjörutíu þúsund manns sáu það þar. Þá hafa umfjallanir um myndbandið birst á hönnunarsíðunum Dezeen.com og The Creators Project sem báðar hæla verkinu. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Harald gerir en hann er menntaður rafmagns-og tölvuverkfræðingur. "Gerð myndbandsins var frekar einföld. Það var tekið upp á einni kvöldstund, að mestu í stofunni heima. Fyrst tók ég upp söngvarann og leikkonuna í stúdíói hjá mér. Svo fór ég heim og varpaði myndbandinu á tómar hillurnar," segir Harald en þannig mynduðust skemmtilegir skuggar. "Það er notkunin á hillunum sem hefur vakið athygli í hönnunarheiminum. Mér datt þetta nú bara í hug einn daginn þar sem ég sat inn í stofu og horfði á hillurnar. Mig grunaði að þetta myndi vekja einhverja athygli." Hér að ofan getur þú séð myndskeiðið með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ en þú getur líka séð það á YouTube.Harald starfar sjálfstætt og hefur einbeitt sér að stórum verkefnum fyrir auglýsingageirann. Hann hefur meðal annars leikstýrt tæknilegum auglýsingum fyrir Símann og Airwaves-tónlistarhátíðina. "Ég fór í framhaldsnám til Tókýó þar sem ég sérhæfði mig í tölvusjón, innan rafmagns-og tölvuverkfræðinnar, sem meðal annars er tæknin sem er notuð til að þróa vélmenni og sjálfvirka bíla. Ég reyni að nýta þessa tækni á skapandi hátt. Nú vona ég bara að lagið sjálft fái jafn mikla athygli og myndbandið því það er sannkallaður poppsmellur."Tengdar greinar:Nýtt myndband Baaregaard & Briem frumsýnt á Vísi.Hér er mynd úr auglýsingu sem Harald gerði fyrir Símann. Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
"Mesta verkið var trúlega að tæma hillurnar og raða í þær aftur eftir tökur," segir Harald Haraldsson sem leikstýrði myndbandi dúettsins Barregaard&Briem við lagið Love With You en myndbandið hefur vakið athygli á ýmsum vígstöðum síðan það var frumsýnt hér á Vísi fyrir um mánuði síðan. Fyrir viku var myndbandið valið á forsíðu hinnar vinsælu Vimeo-síðu og yfir fjörutíu þúsund manns sáu það þar. Þá hafa umfjallanir um myndbandið birst á hönnunarsíðunum Dezeen.com og The Creators Project sem báðar hæla verkinu. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Harald gerir en hann er menntaður rafmagns-og tölvuverkfræðingur. "Gerð myndbandsins var frekar einföld. Það var tekið upp á einni kvöldstund, að mestu í stofunni heima. Fyrst tók ég upp söngvarann og leikkonuna í stúdíói hjá mér. Svo fór ég heim og varpaði myndbandinu á tómar hillurnar," segir Harald en þannig mynduðust skemmtilegir skuggar. "Það er notkunin á hillunum sem hefur vakið athygli í hönnunarheiminum. Mér datt þetta nú bara í hug einn daginn þar sem ég sat inn í stofu og horfði á hillurnar. Mig grunaði að þetta myndi vekja einhverja athygli." Hér að ofan getur þú séð myndskeiðið með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ en þú getur líka séð það á YouTube.Harald starfar sjálfstætt og hefur einbeitt sér að stórum verkefnum fyrir auglýsingageirann. Hann hefur meðal annars leikstýrt tæknilegum auglýsingum fyrir Símann og Airwaves-tónlistarhátíðina. "Ég fór í framhaldsnám til Tókýó þar sem ég sérhæfði mig í tölvusjón, innan rafmagns-og tölvuverkfræðinnar, sem meðal annars er tæknin sem er notuð til að þróa vélmenni og sjálfvirka bíla. Ég reyni að nýta þessa tækni á skapandi hátt. Nú vona ég bara að lagið sjálft fái jafn mikla athygli og myndbandið því það er sannkallaður poppsmellur."Tengdar greinar:Nýtt myndband Baaregaard & Briem frumsýnt á Vísi.Hér er mynd úr auglýsingu sem Harald gerði fyrir Símann.
Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira