Hinn mystíski draumaheimur Freyr Bjarnason skrifar 17. janúar 2013 12:00 Oyama gefur út sína fyrstu EP-plötu á mánudag. Mynd/Magnús Anderson og Hrefna Sigurðardóttir Hljómsveitin Oyama gefur út sína fyrstu EP-plötu á mánudaginn. Hún nefnist I Wanna og inniheldur sex lög, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Everything Some of the Time. Sveitin hóf störf fyrir um ári og spilar melódískt hávaðarokk. "Í kringum páskaleytið í fyrra kom Júlía söngkona loksins inn og þá varð þetta eins og þetta er núna," segir bassaleikarinn Bergur Anderson. Meðlimirnir koma úr ýmsum hljómsveitum af höfuðborgarsvæðinu, eða Swords of Chaos, Sudden Weather Change, Útidúr, We Painted the Walls og Me, the Slumbering Napoleon. Platan er unnin algjörlega af hljómsveitinni sjálfri. Hún er óður til svefns og tengjast öll lögin svefni á einhvern hátt. Einnig koma við sögu draugar, draumar, nostalgía, melankólía og aðrir lífsins fylgifiskar. "Hinn mystíski draumaheimur svefnsins er mjög áhugaverður út af fyrir sig. Hvað gerist á meðan og hvaða leyndarmál koma upp á yfirborðið án þess að maður viti af því? Hið ómeðvitaða og hið frjálsa ræður ríkjum," segir Bergur. Útgáfutónleikar verða haldnir á Faktorý föstudaginn 25. janúar. Einnig koma fram Tilbury og Samaris. Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan 22. Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Oyama gefur út sína fyrstu EP-plötu á mánudaginn. Hún nefnist I Wanna og inniheldur sex lög, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Everything Some of the Time. Sveitin hóf störf fyrir um ári og spilar melódískt hávaðarokk. "Í kringum páskaleytið í fyrra kom Júlía söngkona loksins inn og þá varð þetta eins og þetta er núna," segir bassaleikarinn Bergur Anderson. Meðlimirnir koma úr ýmsum hljómsveitum af höfuðborgarsvæðinu, eða Swords of Chaos, Sudden Weather Change, Útidúr, We Painted the Walls og Me, the Slumbering Napoleon. Platan er unnin algjörlega af hljómsveitinni sjálfri. Hún er óður til svefns og tengjast öll lögin svefni á einhvern hátt. Einnig koma við sögu draugar, draumar, nostalgía, melankólía og aðrir lífsins fylgifiskar. "Hinn mystíski draumaheimur svefnsins er mjög áhugaverður út af fyrir sig. Hvað gerist á meðan og hvaða leyndarmál koma upp á yfirborðið án þess að maður viti af því? Hið ómeðvitaða og hið frjálsa ræður ríkjum," segir Bergur. Útgáfutónleikar verða haldnir á Faktorý föstudaginn 25. janúar. Einnig koma fram Tilbury og Samaris. Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan 22.
Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira