Vörur sem börnin geta erft 18. janúar 2013 15:30 Gunnar M. Pétursson opnar vefverslunina Skekk innan skamms. Þar fást handunnar vörur úr náttúrulegum efnivið. Mynd/Stefán "Í Reykjavík er fullt af góðum hönnunarverslunum en samt er smá kimi sem vantar inn í," segir Gunnar M. Pétursson myndlistarmaður, sem opnar vefverslunina Skekk innan skamms. Í versluninni fást helst handunnar hönnunarvörur úr náttúrulegum efnivið. "Ég einblíni á handgerðar vörur úr náttúrulegum efnivið, ég vildi bjóða upp á vöru sem unnin er af vandvirkni og kemur ekki beint af færibandi. Mér er sérstaklega í nöp við það sem kallast "throw away-ismi" og vil sjálfur helst kaupa eigulegar vörur sem börnin mín gætu erft," útskýrir Gunnar. Flestar vörurnar fann hann á netinu og segist hann aðeins selja vörur sem hann er sjálfur hrifinn af. Nafn vefverslunarinnar er viðurnefni sem festist við Gunnar fyrir mörgum árum síðan. Nafnið er röng stafsetning orðsins "skegg". "Við erum margir Gunnararnir og Skekk var notað til að aðgreina mig frá hinum og festist svo á endanum." Sjá má myndir af vörunum á Facebook-síðu Skekks. "Síðan er fyrst og fremst til að láta fólk vita hvaða vörur verða fáanlegar. Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð, þeir neikvæðu hafa greinilega haldið sínum skoðunum fyrir sig," segir Gunnar.- sm Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Í Reykjavík er fullt af góðum hönnunarverslunum en samt er smá kimi sem vantar inn í," segir Gunnar M. Pétursson myndlistarmaður, sem opnar vefverslunina Skekk innan skamms. Í versluninni fást helst handunnar hönnunarvörur úr náttúrulegum efnivið. "Ég einblíni á handgerðar vörur úr náttúrulegum efnivið, ég vildi bjóða upp á vöru sem unnin er af vandvirkni og kemur ekki beint af færibandi. Mér er sérstaklega í nöp við það sem kallast "throw away-ismi" og vil sjálfur helst kaupa eigulegar vörur sem börnin mín gætu erft," útskýrir Gunnar. Flestar vörurnar fann hann á netinu og segist hann aðeins selja vörur sem hann er sjálfur hrifinn af. Nafn vefverslunarinnar er viðurnefni sem festist við Gunnar fyrir mörgum árum síðan. Nafnið er röng stafsetning orðsins "skegg". "Við erum margir Gunnararnir og Skekk var notað til að aðgreina mig frá hinum og festist svo á endanum." Sjá má myndir af vörunum á Facebook-síðu Skekks. "Síðan er fyrst og fremst til að láta fólk vita hvaða vörur verða fáanlegar. Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð, þeir neikvæðu hafa greinilega haldið sínum skoðunum fyrir sig," segir Gunnar.- sm
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira