Serbinn Novak Djokovic sættir sig ekki við neina meðalmennsku. Daginn sem hann missti toppsæti sitt á heimslistanum hafði hann samband við Boris Becker um að gerast þjálfari sinn.
"Novak og þjálfarinn hans hringdu í mig er hann var að keppa í Peking. Ég varð mjög hissa og var alls ekki að búast við slíku símtali en að sama skapi upp með mér," sagði Becker.
Þeir munu byrja að vinna saman á næstu dögum og Becker mun fara með honum á fyrsta stórmót ársins sem hefst þann 13. janúar í Ástralíu.
Marijan Vajda hefur þjálfað Djokovic svo lengi sem elstu menn muna og hann mun halda áfram að vera hluti af þjálfarateyminu.
"Þetta er ekkert hlutastarf. Annað hvort er þetta gert af fullum krafi eða menn sleppa því. Við munum gera þetta almennilega."
Becker hissa er hann fékk símtalið frá Djokovic

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


