Reyna að komast heim fyrir jól Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. desember 2013 13:00 Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs. Stomurinn sem spáð var fyrir að myndi hreiðra um sig á Íslandi yfir jólahátíðirnar er á áætlun samkvæmt Veðurstofu Ísland. Mjög hvasst var á Vestfjörðum í nótt og fór rafmagnið ítrekað af á Ísafirði vegna veðurs. Stormurinn mun ná hámarki í nótt og gæti meðalvindur jafnvel farið upp í 40 m/s á nokkrum stöðum.Hætti við lendingu Öllu flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag og þurfti flugvél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær vegna veður. Margir komast ekki til síns heima yfir jólin vegna þessa. Berglind Halla Elíasdóttir er ein þeirra sem er að reyna að komast heim til Ísafjarðar fyrir jól. Þegar fréttastofa náði tali af henni nú undir hádegi hafði hún verið akandi í hálfan sólarhring til að komast heim. Hún var í flugvél Flugfélags Íslands sem varð að hætta við lendingu í gær. „Hjólin voru komin niður og við sáum bæinn. Það var svolítið sárt þegar flugvélin hóf sig aftur á loft. Það sást ekki í brautina. Það var mjög sárt að þurfa að snúa við. Ég held að ég hafi ekki verið sú eina sem fékk tár í augun, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Berglind Halla.Leiðindaveður í dag og á morgun Á Veðurstofu Íslands var nóg að gera þó jólahátíðin sé farin að ryðja sér rúms. Veðurfræðingur segir vonskuveður framundan. „Það verður leiðindaveður í dag og sérstaklega á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það mun draga úr vindi á annan í jólum en það verður áfram norðvestan átt, éljagangur og frekar leiðinlegt veður, norðan- og austanlands.“Komu frá Flórída í storminn Það voru fáir á ferli á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Við hittum þó hjón frá Bandaríkjunum sem voru á Íslandi í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og sömuleiðis fjölskylda okkar. Við erum mjög spennt,“ sagði Kathy Jones. „Það var um 28° hiti þegar við lögðum af stað frá Flórída í morgun og það er talsvert kaldara hér á Íslandi,“ sagði eiginmaðurinn Rod Jones. Þau vissu ekki að það væri stormur á leiðinni til Íslands. „Stormur? Eru fleiri óvæntar uppákomur,“ sögðu hjónin sem voru á leið til Akureyrar til að verja jólunum með fjölskyldu sinni. Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs. Stomurinn sem spáð var fyrir að myndi hreiðra um sig á Íslandi yfir jólahátíðirnar er á áætlun samkvæmt Veðurstofu Ísland. Mjög hvasst var á Vestfjörðum í nótt og fór rafmagnið ítrekað af á Ísafirði vegna veðurs. Stormurinn mun ná hámarki í nótt og gæti meðalvindur jafnvel farið upp í 40 m/s á nokkrum stöðum.Hætti við lendingu Öllu flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag og þurfti flugvél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær vegna veður. Margir komast ekki til síns heima yfir jólin vegna þessa. Berglind Halla Elíasdóttir er ein þeirra sem er að reyna að komast heim til Ísafjarðar fyrir jól. Þegar fréttastofa náði tali af henni nú undir hádegi hafði hún verið akandi í hálfan sólarhring til að komast heim. Hún var í flugvél Flugfélags Íslands sem varð að hætta við lendingu í gær. „Hjólin voru komin niður og við sáum bæinn. Það var svolítið sárt þegar flugvélin hóf sig aftur á loft. Það sást ekki í brautina. Það var mjög sárt að þurfa að snúa við. Ég held að ég hafi ekki verið sú eina sem fékk tár í augun, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Berglind Halla.Leiðindaveður í dag og á morgun Á Veðurstofu Íslands var nóg að gera þó jólahátíðin sé farin að ryðja sér rúms. Veðurfræðingur segir vonskuveður framundan. „Það verður leiðindaveður í dag og sérstaklega á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það mun draga úr vindi á annan í jólum en það verður áfram norðvestan átt, éljagangur og frekar leiðinlegt veður, norðan- og austanlands.“Komu frá Flórída í storminn Það voru fáir á ferli á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Við hittum þó hjón frá Bandaríkjunum sem voru á Íslandi í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og sömuleiðis fjölskylda okkar. Við erum mjög spennt,“ sagði Kathy Jones. „Það var um 28° hiti þegar við lögðum af stað frá Flórída í morgun og það er talsvert kaldara hér á Íslandi,“ sagði eiginmaðurinn Rod Jones. Þau vissu ekki að það væri stormur á leiðinni til Íslands. „Stormur? Eru fleiri óvæntar uppákomur,“ sögðu hjónin sem voru á leið til Akureyrar til að verja jólunum með fjölskyldu sinni.
Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira