Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Haraldur Guðmundsson og Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. desember 2013 09:36 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Hluthafar íslenska tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. Þorsteinn Baldur Friðriksson stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er staddur í New York. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofan náði tali af honum, en sagði að hluthafar hefðu fundið fyrir miklum áhuga á fyrirtækinu eftir velgengni Quizup, sem var um tíma vinsælasta app í heiminum, með fjórar milljónir notenda. Þess ber að geta að hluthafar Plain Vanilla eru bundnir trúnaði um allar hugsanlegar samningaviðræður við fjárfesta. Þegar þessar viðræður eru komnar á ákveðið stig er ekki óalgengt að farið sé fram á undirritun trúnaðaryfirlýsingar. Fjallað er um málið í Kjarnanum í dag. Þar segir að Zynga hafi tívegis gert yfirtökutilboð í íslenska leikjaframleiðandann. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á hundrað milljónir dala, um tólf milljarða króna, og seinna var umtalsvert hærra. Tilboðunum var að sögn Kjarnans báðum hafnað, bæði út af upphæðunum og einnig vegna faglegs ágreinings um hvert stefna ætti með aðalvöru fyrirtækisins, Quizup. Zynga Games var stofnað árið 2007 í San Fransisco. Fyrirtækið er þekktast fyrir leikinn FarmVille en leikurinn varð fljótt mjög vinsæll og náði 10 milljón notendum á aðeins sex vikum.Margföldun á fé sem fjárfestar lögðu í félagið Þetta verðmat á Plain Vanilla er margföldun á því fé sem fjárfestar lögðu í félagið. Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna.Verðmyndun í Kísildal í Kaliforníu á fyrirtækjum eins og Plain Vanilla og Zynga Games grundvallast á notendafjöldanum. Þannig eru ráðandi kenningar á þessum markaði þær að hægt sé að skapa x verðmæti út úr hverjum notanda. Quiz Up hafði í síðustu þekktu tölum fjórar milljónir notenda eins og áður segir en verðmæti fyrirtækisins vex í raun í réttu hlutfalli við fjölda þeirra sem sækja appið og spila leikinn. Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 30 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Tekjumöguleikarnir óskrifað blað Ýmir Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, var gestur okkar í Klinkinu á dögunum en þar fór hann yfir tekjumöguleika fyrirtækisins. Tekjumöguleikarnir eru í raun óskrifað blað í augnablikinu en þeir gætu birst í sérhæfðu notendaviðmóti sem yrði falt gegn greiðslu, auglýsingum og fleiru. Sjá má viðtalið við Ými hér. Klinkið Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hluthafar íslenska tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. Þorsteinn Baldur Friðriksson stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er staddur í New York. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofan náði tali af honum, en sagði að hluthafar hefðu fundið fyrir miklum áhuga á fyrirtækinu eftir velgengni Quizup, sem var um tíma vinsælasta app í heiminum, með fjórar milljónir notenda. Þess ber að geta að hluthafar Plain Vanilla eru bundnir trúnaði um allar hugsanlegar samningaviðræður við fjárfesta. Þegar þessar viðræður eru komnar á ákveðið stig er ekki óalgengt að farið sé fram á undirritun trúnaðaryfirlýsingar. Fjallað er um málið í Kjarnanum í dag. Þar segir að Zynga hafi tívegis gert yfirtökutilboð í íslenska leikjaframleiðandann. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á hundrað milljónir dala, um tólf milljarða króna, og seinna var umtalsvert hærra. Tilboðunum var að sögn Kjarnans báðum hafnað, bæði út af upphæðunum og einnig vegna faglegs ágreinings um hvert stefna ætti með aðalvöru fyrirtækisins, Quizup. Zynga Games var stofnað árið 2007 í San Fransisco. Fyrirtækið er þekktast fyrir leikinn FarmVille en leikurinn varð fljótt mjög vinsæll og náði 10 milljón notendum á aðeins sex vikum.Margföldun á fé sem fjárfestar lögðu í félagið Þetta verðmat á Plain Vanilla er margföldun á því fé sem fjárfestar lögðu í félagið. Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna.Verðmyndun í Kísildal í Kaliforníu á fyrirtækjum eins og Plain Vanilla og Zynga Games grundvallast á notendafjöldanum. Þannig eru ráðandi kenningar á þessum markaði þær að hægt sé að skapa x verðmæti út úr hverjum notanda. Quiz Up hafði í síðustu þekktu tölum fjórar milljónir notenda eins og áður segir en verðmæti fyrirtækisins vex í raun í réttu hlutfalli við fjölda þeirra sem sækja appið og spila leikinn. Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 30 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Tekjumöguleikarnir óskrifað blað Ýmir Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, var gestur okkar í Klinkinu á dögunum en þar fór hann yfir tekjumöguleika fyrirtækisins. Tekjumöguleikarnir eru í raun óskrifað blað í augnablikinu en þeir gætu birst í sérhæfðu notendaviðmóti sem yrði falt gegn greiðslu, auglýsingum og fleiru. Sjá má viðtalið við Ými hér.
Klinkið Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira