Þó svo það aðeins desember hefur Tyrkinn Nuri Sahin, leikmaður Dortmund, játað sig sigraðan í baráttunni við Bayern München um þýska meistaratitilinn.
Dortmund gerði 2-2 jafntefli við Hoffenheim um helgina og fyrir vikið er liðið heilum tólf stigum á eftir Bayern.
"Ég held að það sé enginn í okkar hópi svo barnalegur að trúa því að við eigum enn möguleika. Bayern er einfaldlega of langt á undan okkur," sagði Sahin.
Dortmund vann sinn riðil í Meistaradeildinni á dramatískan hátt en ekki hefur gengið eins vel heima fyrir. Liðið hefur reyndar verið einstaklega óheppið með meiðsli leikmanna í vetur og það hefur sitt að segja.
Dortmund er búið að gefast upp

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn