Ítalski harðjaxlinn Gennaro Gattuso gæti verið í vondum málum en hann er nú grunaður um að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum knattspyrnuleikja.
Rannsóknin snýst um leiki í ítölsku úrvalsdeildinni fyrir þrem árum síðan. Fjórir aðrir hafa verið teknir haldi í tengslum við málið. Þar á meðal er Christian Brocchi, leikmaður Lazio.
Saksóknari heldur því fram að þeir hafi haft áhrif á úrslit leikja undir lok tímabilsins 2010-11.
Hinn 35 ára gamli Gattuso hefur lagt skóna á hilluna og var rekinn sem þjálfari Palermo eftir aðeins sex leiki.
Hann vann tvo Ítalíumeistaratitla og einnig vann hann Meistaradeildina tvisvar á þrettán ára ferli með AC Milan.
Er Gattuso svindlari?

Mest lesið







United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

