Frakkinn Franck Ribery átti frábært ár með Bayern München og það kom því engum á óvart að hann skildi hafa verið valinn besti leikmaður þýsku Bundesligunnar.
Bayern vann allt sem hægt var að vinna á árinu með Ribery fremstan í flokki. Hann var valinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar og Evrópu.
Hann er einnig einn af þremur leikmönnum sem kemur til greina sem besti knattspyrnumaður heims.
Ribery er búinn að skora 18 mörk og gefa 20 stoðsendingar í 44 leikjum á árinu.
Ribery bestur í Þýskalandi

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





