Forsvarsmenn Vodafone sögðu á fundi Umhvefis- og samgöngunefndar í morgun, að geymsla sms-skilaboða af vefnum hafi þeir ekki endilega brotið lög. Segja þeir mikla óvissu ríkja yfir reglunum og þá hvort vefsíða fyrirtækisins, og annarra, falli undir fjarskiptafyrirtækja. Póst- og fjarskiptastofnun telur þó annað.
Björn Geirsson, lögmaður Póst- og fjarskiptastofnunar, sagði stofnunina þó telja að reglur um persónuvernd í fjarskiptum ná einnig yfir vefkerfi Vodafone. Að þó kerfið væri ekki hluti af fjarskiptanetum, næðu reglurnar einnig yfir tengd kerfi.
Það að nota síðu Vodafone til að senda sms, sem fari svo beint í fjarskiptakerfið hljóti slíkt að teljast tengt kerfi. Þannig væri skilningur PFS á reglunum.
Geymsla sms-skilaboða er til komin vegna rannsóknarhagsmuna lögreglunnar. Í máli lögreglumanna á fundinum kom fram að nauðsyn þess að geyma þessi gögn í sex mánuði hafi margsannað sig við rannsókn glæpa. Hvort sem þar var um að ræða nettælingu barna eða þegar menn skipuleggja glæpi sín á milli.
Forsvarsmenn Símans, Nova og Tals sögðust á fundinum að hjá fyrirtækjunum væru innihald sms-skilaboða ekki geymt í sex mánuði, heldur væri samskiptasagan geymd. Sem sagt, hver sendi hverjum skilaboð, en ekki um hvað skilaboðin voru.
