Skotárás: Hreinsunarstarf lögreglu mun taka viku áður en hægt er að rannsaka vettvang nánar María Lilja Þrastardóttir skrifar 5. desember 2013 18:29 Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að hreinsunarstarfið geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. Atburður mánudagsins, þegar andlega vanheill maður var skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur, er fæstum liðin úr minni. Lögregla sinnir nú hreinsunarstarfi út úr íbúð mannsins og er aðkoman þar vægast sagt hörmuleg, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af vettvangi. Maðurinn sem skotinn var bjó í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Velfeðasviðs Reykjavíkurborgar. Í kjölfar atburðarins hafa því óneitanlega vaknað upp margar spurningar um eftirlit með veiku fólki í slíkum íbúðum. Fólk líkt og sá er hér um ræðir, lendir á gráu svæði innan kerfisins en lítil heimild er fyrir inngripi félagsmálayfirvalda þegar einstaklingur, sem jafnvel er talinn hættulegur sér og öðrum, er sjálfráða. Þá vegur friðhelgi heimilisins einnig mjög þungt meira að segja þótt nágrannar kvarti ítrekað undan ónæði eða sóðaskap. Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leiguíbúðir í höfuðborginni eða um 5 prósent allra íbúða í Reykjavík. Íbúðirnar standa til boða þeim sem eiga í miklum greiðsluörðuleikum og/eða eiga við mikinn félagsvanda að etja. Eftirlit með íbúðunum er í höndum félagsbústaða sem hafa engar heimildir umfram aðra leigusala. Í Fréttablaðinu í dag segir frá Sveini Pálmari Jónssyni, ungum manni sem lést í félagsíbúð sinni og uppgötvaðist ekki fyrr en viku eftir andlátið, þegar nágrannar hans fóru að kvarta undan daun. Systir hans Fjóla Jónsdóttir segir skort á samstarfi innan kerfisins um að kenna og að ekki sé hlustað nógu vel á áhyggjuraddir aðstandenda. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að hreinsunarstarfið geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. Atburður mánudagsins, þegar andlega vanheill maður var skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur, er fæstum liðin úr minni. Lögregla sinnir nú hreinsunarstarfi út úr íbúð mannsins og er aðkoman þar vægast sagt hörmuleg, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af vettvangi. Maðurinn sem skotinn var bjó í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Velfeðasviðs Reykjavíkurborgar. Í kjölfar atburðarins hafa því óneitanlega vaknað upp margar spurningar um eftirlit með veiku fólki í slíkum íbúðum. Fólk líkt og sá er hér um ræðir, lendir á gráu svæði innan kerfisins en lítil heimild er fyrir inngripi félagsmálayfirvalda þegar einstaklingur, sem jafnvel er talinn hættulegur sér og öðrum, er sjálfráða. Þá vegur friðhelgi heimilisins einnig mjög þungt meira að segja þótt nágrannar kvarti ítrekað undan ónæði eða sóðaskap. Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leiguíbúðir í höfuðborginni eða um 5 prósent allra íbúða í Reykjavík. Íbúðirnar standa til boða þeim sem eiga í miklum greiðsluörðuleikum og/eða eiga við mikinn félagsvanda að etja. Eftirlit með íbúðunum er í höndum félagsbústaða sem hafa engar heimildir umfram aðra leigusala. Í Fréttablaðinu í dag segir frá Sveini Pálmari Jónssyni, ungum manni sem lést í félagsíbúð sinni og uppgötvaðist ekki fyrr en viku eftir andlátið, þegar nágrannar hans fóru að kvarta undan daun. Systir hans Fjóla Jónsdóttir segir skort á samstarfi innan kerfisins um að kenna og að ekki sé hlustað nógu vel á áhyggjuraddir aðstandenda.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira