Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2013 18:24 mynd/365 „Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley og varð síðar einn þekktasti uppljóstrari samtímans. Samskiptin voru birt á vefsíðu Wired.com í gær og eru hluti af málsgögnum bandaríska hersins í málarekstri á hendur Manning. Samtölin áttu sér stað á tímabilinu 5. mars til 18. mars 2010 en þá var Assange einmitt staddur hér á landi. Manning spyr Assange hvort eitthvað gagnlegt sé að finna á hljóðupptökunum og Assange svarar að hann hafi manneskju til þess að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Þau ræða málið svo sín á milli og Assange minnist aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi. Manning svarar með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Hér má lesa umrædd samskipti Assange og Manning en þar kemur meðal annars fram að Assange grunaði að fylgst væri með honum hér á landi. Assange sagðist hafa staðfestar upplýsingar um að svo væri. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Þá ræða þeir einnig um heimildarmann Assange sem á að hafa afhent honum tíu gígabæt af íslenskum bankaupplýsingum. Ekki er ljóst um hvaða upplýsingar ræðir en fram kemur að heimildarmanninum voru boðnar fimmtán milljónir króna til að hafa hægt um sig. Hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa verið handtekinn ef marka má orð Assange. Hér að neðan má sjá skjátskot af samtalinu þegar Alþingi okkar Íslendinga kemur til tals. WikiLeaks Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley og varð síðar einn þekktasti uppljóstrari samtímans. Samskiptin voru birt á vefsíðu Wired.com í gær og eru hluti af málsgögnum bandaríska hersins í málarekstri á hendur Manning. Samtölin áttu sér stað á tímabilinu 5. mars til 18. mars 2010 en þá var Assange einmitt staddur hér á landi. Manning spyr Assange hvort eitthvað gagnlegt sé að finna á hljóðupptökunum og Assange svarar að hann hafi manneskju til þess að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Þau ræða málið svo sín á milli og Assange minnist aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi. Manning svarar með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Hér má lesa umrædd samskipti Assange og Manning en þar kemur meðal annars fram að Assange grunaði að fylgst væri með honum hér á landi. Assange sagðist hafa staðfestar upplýsingar um að svo væri. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Þá ræða þeir einnig um heimildarmann Assange sem á að hafa afhent honum tíu gígabæt af íslenskum bankaupplýsingum. Ekki er ljóst um hvaða upplýsingar ræðir en fram kemur að heimildarmanninum voru boðnar fimmtán milljónir króna til að hafa hægt um sig. Hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa verið handtekinn ef marka má orð Assange. Hér að neðan má sjá skjátskot af samtalinu þegar Alþingi okkar Íslendinga kemur til tals.
WikiLeaks Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira