Andri Snær: "Bóklestur er líkamsrækt hugans“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 21:51 Bóklestur er líkamsrækt hugans og það er veganesti inni í framtíðina fyrir unga drengi að taka sér hlé frá tölvuleikjum í bóklestur, segir Andri Snær Magnason, rithöfundur. Andri Snær og Vísinda-Villi skemmtu krökkum með vísindatilraunum og ævintýraferð í Elliðaárdal. Vilhelm Anton Jónsson og Andri Snær Magnússon fræddu börn um menningu vísinda og ævintýra í Toppstöðinni í Elliðárdal. Vísindabók Villa fékk fimm stjörnur í Fréttatímanum en hann vildi virkja áhuga ungra barna á vísindum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Viðtal við þá Villa og Andra Snæ.Forvitni barna vegvísir að einhverju meira „Mér finnst bara svo dýrmætt að krakkar séu forvitnir. Ég átta mig alveg á því að krakkarnir átta sig á því hver ég er og ef ég get notað það til þess að koma inn forvitni eða gagnrýninni hugsun hjá þeim þá vil ég gera það,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, rithöfundur og tónlistarmaður. Villi sýndi skondnar tilraunir og lét meðal annars kaffið sitt gjósa eins og hver við ómælda kátínu barnanna.Að miðla tilfinningum, skilja hluti og verða það sem maður vill verða Andri Snær las upp úr Tímakistunni, nýrri bók. Andri Snær hefur í samtali við fréttastofuna áhyggjur af lesskilningi ungra drengja. „Bóklestur er líkamsrækt hugans. Við sjáum það ekki beinlínis utan á fólki ef það vanrækir lesturinn en ég held, sérstaklega á aldrinum 10-15 ára, þarf maður að hlaða inn ansi mikið af orðum bara til þess að greina veröldina og skilja heiminn. Svo er þetta svo skemmtilegt og tungumálið er lykill að því að geta miðlað tilfinningum sínum og skilið heiminn og skilið hluti og orðið það sem maður vill vera,“ segir Andri Snær.Voru niðurstöður PISA-könnunarinnar ekki mikið áfall? „Jú, fyrir þjóðina alla en þá líka hvatning fyrir höfunda að skrifa þannig að menn vilji lesa. Auðvitað þurfum við að taka okkur öll á og lesa fyrir og með krökkum og skapa hluti í kringum bókmenntirnar og draga krakka inn í heim ævintýrsins. Ég held við séum farin að sjá það núna, fyrir hagvöxt og þjóðarhag árið 2025 að ef að börn í dag lesa ekki þá getum við fengið það illilega í hausinn.“ Í meðfylgjandi myndskeiði er skyggnst inn í ævintýraheim Toppstöðvarinnar ásamt Viðtali við þá Villa og Andra Snæ. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bóklestur er líkamsrækt hugans og það er veganesti inni í framtíðina fyrir unga drengi að taka sér hlé frá tölvuleikjum í bóklestur, segir Andri Snær Magnason, rithöfundur. Andri Snær og Vísinda-Villi skemmtu krökkum með vísindatilraunum og ævintýraferð í Elliðaárdal. Vilhelm Anton Jónsson og Andri Snær Magnússon fræddu börn um menningu vísinda og ævintýra í Toppstöðinni í Elliðárdal. Vísindabók Villa fékk fimm stjörnur í Fréttatímanum en hann vildi virkja áhuga ungra barna á vísindum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Viðtal við þá Villa og Andra Snæ.Forvitni barna vegvísir að einhverju meira „Mér finnst bara svo dýrmætt að krakkar séu forvitnir. Ég átta mig alveg á því að krakkarnir átta sig á því hver ég er og ef ég get notað það til þess að koma inn forvitni eða gagnrýninni hugsun hjá þeim þá vil ég gera það,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, rithöfundur og tónlistarmaður. Villi sýndi skondnar tilraunir og lét meðal annars kaffið sitt gjósa eins og hver við ómælda kátínu barnanna.Að miðla tilfinningum, skilja hluti og verða það sem maður vill verða Andri Snær las upp úr Tímakistunni, nýrri bók. Andri Snær hefur í samtali við fréttastofuna áhyggjur af lesskilningi ungra drengja. „Bóklestur er líkamsrækt hugans. Við sjáum það ekki beinlínis utan á fólki ef það vanrækir lesturinn en ég held, sérstaklega á aldrinum 10-15 ára, þarf maður að hlaða inn ansi mikið af orðum bara til þess að greina veröldina og skilja heiminn. Svo er þetta svo skemmtilegt og tungumálið er lykill að því að geta miðlað tilfinningum sínum og skilið heiminn og skilið hluti og orðið það sem maður vill vera,“ segir Andri Snær.Voru niðurstöður PISA-könnunarinnar ekki mikið áfall? „Jú, fyrir þjóðina alla en þá líka hvatning fyrir höfunda að skrifa þannig að menn vilji lesa. Auðvitað þurfum við að taka okkur öll á og lesa fyrir og með krökkum og skapa hluti í kringum bókmenntirnar og draga krakka inn í heim ævintýrsins. Ég held við séum farin að sjá það núna, fyrir hagvöxt og þjóðarhag árið 2025 að ef að börn í dag lesa ekki þá getum við fengið það illilega í hausinn.“ Í meðfylgjandi myndskeiði er skyggnst inn í ævintýraheim Toppstöðvarinnar ásamt Viðtali við þá Villa og Andra Snæ.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira