Betur borgið til langframa að breyta í óverðtryggt Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 22:23 Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldaleiðréttingu eru vangaveltur um framtíð lánamarkaðar einstaklinga á Íslandi. Hvað leið sé heppilegust fyrir íslenskt efnahagslíf í þessum efnum. Þar segir: „Ljóst er að langtímahagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán. Auk þess eru hagfræðileg rök sem lúta að peningamálastjórnun þess efnis að skilvirkara sé að hafa áhrif á einkaneyslu í kerfi þar sem óverðtryggð lán eru stór hluti útgjalda heimila.“ Stöð 2 hefur áður fjallað um það að óverðtryggð lán hafi verið miklu vinsælli en verðtryggð á síðustu árum eftir hrunið. Sveinn Gíslason er útibússtjóri í aðalútibúi Arion banka í Reykjavík. Hann og undirmenn hans eru í nánu sambandi við viðskiptavinina og hafa því góða innsýn í eftirspurnina, en Arion banki var fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á óverðtryggð lán.Enn talsvert um verðtryggð lán „Það er svipað hlutfall þeirra sem taka verðtryggð og óverðtryggð lán og sumir eru að taka bæði,“ segir Sveinn.Eru einhverjir að taka verðtryggð lán eingöngu? „Já, það er töluvert um það. Það er töluverður munur á greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er lægri og það er töluvert um það að fólk taki verðtryggð lán í dag.“ Sveinn segir að þetta ráðist allt af markmiðum sem fólk setur sér. Ef fólk villji eignamyndun í fasteign séu óverðtryggðu lánin betri en það muni talsverðu á greiðslubyrði. „Þetta snýst aðeins um það hvað fólk treystir sér í. Greiðslubyrði er lægri á verðtryggðu.“Skiptir engu hvað er tekið ef peningastefnan er í molum Það er talað um það í skýrslu sérfræðingahópsins að það sé æskilegt fyrir langtímaáhrif á hagkerfið að fara alfarið í óverðtryggt. Sérðu það fyrir þér í ljósi þess hvað er mikið um ný lán í verðtryggðu? „Vandamálið er óstöðugleiki og verðbólga. Það er meginvandi þeirra sem taka lán hvort sem það er óverðtryggt eða verðtryggt. Það á ekki að skipta máli fyrir lántaka ef verðbólga er núll hvort tekið er verðtryggt eða óverðtryggt. Ég vona að stjórnvöld og allir sem vettlingi geta valdið vinni að því að koma á meiri stöðugleika svo að okkar fjármálaumhverfi verði líkara því sem gerist á nokkar nágrannalöndum þar sem verðbólga er lítil og vextir mun lægri en hér,“ segir Sveinn. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldaleiðréttingu eru vangaveltur um framtíð lánamarkaðar einstaklinga á Íslandi. Hvað leið sé heppilegust fyrir íslenskt efnahagslíf í þessum efnum. Þar segir: „Ljóst er að langtímahagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán. Auk þess eru hagfræðileg rök sem lúta að peningamálastjórnun þess efnis að skilvirkara sé að hafa áhrif á einkaneyslu í kerfi þar sem óverðtryggð lán eru stór hluti útgjalda heimila.“ Stöð 2 hefur áður fjallað um það að óverðtryggð lán hafi verið miklu vinsælli en verðtryggð á síðustu árum eftir hrunið. Sveinn Gíslason er útibússtjóri í aðalútibúi Arion banka í Reykjavík. Hann og undirmenn hans eru í nánu sambandi við viðskiptavinina og hafa því góða innsýn í eftirspurnina, en Arion banki var fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á óverðtryggð lán.Enn talsvert um verðtryggð lán „Það er svipað hlutfall þeirra sem taka verðtryggð og óverðtryggð lán og sumir eru að taka bæði,“ segir Sveinn.Eru einhverjir að taka verðtryggð lán eingöngu? „Já, það er töluvert um það. Það er töluverður munur á greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er lægri og það er töluvert um það að fólk taki verðtryggð lán í dag.“ Sveinn segir að þetta ráðist allt af markmiðum sem fólk setur sér. Ef fólk villji eignamyndun í fasteign séu óverðtryggðu lánin betri en það muni talsverðu á greiðslubyrði. „Þetta snýst aðeins um það hvað fólk treystir sér í. Greiðslubyrði er lægri á verðtryggðu.“Skiptir engu hvað er tekið ef peningastefnan er í molum Það er talað um það í skýrslu sérfræðingahópsins að það sé æskilegt fyrir langtímaáhrif á hagkerfið að fara alfarið í óverðtryggt. Sérðu það fyrir þér í ljósi þess hvað er mikið um ný lán í verðtryggðu? „Vandamálið er óstöðugleiki og verðbólga. Það er meginvandi þeirra sem taka lán hvort sem það er óverðtryggt eða verðtryggt. Það á ekki að skipta máli fyrir lántaka ef verðbólga er núll hvort tekið er verðtryggt eða óverðtryggt. Ég vona að stjórnvöld og allir sem vettlingi geta valdið vinni að því að koma á meiri stöðugleika svo að okkar fjármálaumhverfi verði líkara því sem gerist á nokkar nágrannalöndum þar sem verðbólga er lítil og vextir mun lægri en hér,“ segir Sveinn.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira