Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Fanney Birna Jónsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. desember 2013 11:28 Davíð Freyr huldi andlit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mynd/gva Þessi frétt er uppfærð jafnóðum og upplýsingar berast. Einnig má fylgjast með nýjustu upplýsingum um gang mála í Twitter-boxinu neðst í fréttinni. Stefán Logi Sívarsson, einn fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir í Stokkseyrarmálinu svokallaða, neitar sök í öllum ákæruliðum er snúa að árásunum. Hann kannast ekki við að hafa beitt mennina tvo í Stokkseyrarmálinu neinu ofbeldi. Segist hann hafa verið á fylleríi með öðrum manninum í marga daga. „Bara neyslufyllerí.“ Sá hafi verið með þeim sem félagi en ekki fórnarlamb. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en ákæra ríkissaksóknara er í mörgum liðum. Mest ber á þeim Stefáni Loga, 31 árs, og Stefáni Blackburn, 21 árs. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson, eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Aðalmeðferðin átti að hefjast klukkan níu en henni var frestað um stutta stund þar sem fangaverðir töfðust í flutningum ákærðu frá Litla Hrauni. Margir verðir fylgdu ákærðu en ákæruvaldið gerði í upphafi þá kröfu að sakborningar yrðu ekki viðstaddir framburð annarra og dómarinn samþykkti það. Taldi sækjandinn að einhverjir framburðir í málinu væru litaðir af ótta við afleiðingar sem þeir kynnu að verða fyrir af hendi annarra ef þeir segðu rétt frá.Stefán Logi Sívarsson var leiddur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.mynd/gva„Ég er enginn guð“ Fram hefur komið í máli annarra ákærðu að lögreglunni hafi verið mikið í mun að „ná“ Stefáni Loga og nafna hans Blackburn. „Ég veit ekkert um þetta mál, ég man ekkert eftir þessu,“ segir Stefán Logi um árásina í Breiðholti. Hann segist hafa verið að jafna sig eftir líkamsárás á þessum tíma og handleggsbrotinn á báðum höndum. „Ég var ekki fær um að beita neinn ofbeldi,“ sagði hann. „Ég er enginn guð,“ sagði Stefán Logi aðspurður um hvort hann hafi gefið fyrirskipanir um þessar líkamsárásir og frelsissviptingar. Hann neitaði því að hann hefði átt sökótt við annan manninn vegna sambands hans við fyrrverandi kærustu Stefáns. Hann segist hafa verið fullur og reiður. Seinna um kvöldið hafi hann farið í „blackout“ og sagðist hann ekki muna neitt meira. Stefán Logi er ákærður fyrir að skalla og bíta fyrrverandi tengdaföður sinn og dælda bíl hans. Þegar spurt var um þennan lið neitaði Stefán. „Hann var að reyna að stinga mig með risa hníf,“ segir Stefán um tengdaföðurinn fyrrverandi og segir hann vera Evrópumeistara í júdó. „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega,“ segir Stefán um ástand sitt á þessum tíma og bætir við að hann hafi drukkið mikið og dópað.Stefán Blackburn mun gefa skýrslu síðastur fimmmenninganna.mynd/gvaNeitar árás á barnsmóðurStefán segist hafa verið edrú í sex ár þar til hann var dæmdur „saklaus“ í héraði fyrir glæp sem hann framdi ekki. Eftir það hafi hann byrjað aftur að neyta fíkniefna af því hann sá enga aðra leið út. Stefán neitar árás á barnsmóður sína, en hann er ákærður fyrir að hafa vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um íbúð. Stefán Logi neitar þessu alfarið, hann hafi bara gripið aðeins um hálsmálið á henni og hrist hana aðeins. „Þetta var bara smá reiði bara.“ Stefán Logi segir kæru barnsmóðurinnar bara verið hefnd, hún hafi einnig ráðist á hann. Dómarinn spyr hvort Stefán eigi eitthvað sökótt við mennina báða, spyr hann af hverju hann telji að þeir séu að bera hann röngum sökum. Stefán segist ekki vita af hverju þeir séu að bera upp á hann þessar sakir séu þær að annar maðurinn vilji fá peninga í skaðabætur. Stefán segir að hinir strákarnir (ákærðu) séu mögulega að reyna að ganga í augun á sér með því að berja þessa menn. Stefán segir að ákærurnar séu fáránlegar, og neitar hann öllum ákæruliðum ítrekað hingað til. Hann játar hins vegar sjö umferðarlagabrot þar sem hann var að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna.Aðalmeðferðin átti að hefjast klukkan níu en henni var frestað um stutta stund þar sem fangaverðir töfðust í flutningum ákærðu frá Litla Hrauni.mynd/gva„Get ekki kallað fram neinar minningar“ Á eftir Stefáni Loga gaf Stefán Blackburn skýrslu. Ákæruvaldið bað um að fjölmiðlabann yrði sett á áður en hann gaf skýrslu en dómarinn frestaði því að taka afstöðu til þeirrar kröfu. Stefán Blackburn neitar sök í málinu, og segist ekki kannast við þá atburði sem fyrir honum er lýst um árásirnar. Hann segist hafa verið í mikilli fíkniefnaneyslu og þjáist af minnisleysi eftir bílslys. Stefán Blackburn kannast ekki við að hafa fengið símtal frá Stefáni Loga áður en haldið var í Grafarvoginn þar sem maðurinn var numinn á brott. Ég kannast bara ekki við þetta mál, ég get ekki kallað fram neinar minningar um þetta mál,“ segir hann. Stefán Blackburn kannast ekki heldur við að hafa farið með manninn á Stokkseyri. Hann segist fá mikla höfuðverki, „svona mígrenisverki“. Hann fékk að eigin sögn ekki að hitta lækni þegar hann var með margbrotinn fót eftir handtöku. Þá var spurt um umferðarlagabrot, og neitaði Stefán Blackburn sök, sem og framhaldsákærunni þar sem hann er sakaður um líkamsárás.Ákæruvaldið gerði í upphafi þá kröfu að sakborningar yrðu ekki viðstaddir framburð annarra og dómarinn samþykkti það.mynd/gvaNeituðu að svara spurningum um Stefán LogaFyrr í morgun sögðu Davíð Freyr og Hinrik Geir, tveir hinna ákærðu, frá atvikum árásarinnar í júní þegar þeir réðust inn á heimili mannsins í júní síðastliðnum. Davíð sagðist hafa verið „mökkdópaður“ og hann myndi ekki nákvæm smáatriði. Bæði Davíð Freyr og Hinrik Geir vildu lítið tjá sig um hlut annarra í árásinni og neituðu að svara spurningum tengdum Stefáni Loga og aðkomu hans að málinu. Hinrik segir málið hafa verið blásið upp af fjölmiðlum og lögreglu, þetta hafi bara verið slagsmál „eins og maður lendir í á djamminu“. Manninum var haldið fyrst í Trönuhrauni í Hafnarfirði, en fram hefur komið að Sívar faðir Stefáns Loga, hafi verið skráður fyrir því húsnæði. Þaðan var hann fluttur til Stokkseyrar þar sem honum var síðar sleppt. Maðurinn varð fyrir miklum afleiðingum af ofbeldinu sem hann var beittur en enn sem komið er kannast ákærðu ekki við það hvernig það er til komið.Segir manninum alltaf verið frjálst að fara Næst á eftir Davíð Frey gaf Gísli Þór skýrslu. Hann sagðist hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna þetta kvöld. Brotaþolar í málinu eru tveir, annars vegar sá sem farið var með á Stokkseyri og síðan annar sem varð fyrir ofbeldi í Breiðholti. Gísli segist hafa aðstoðað annan manninn í Breiðholtinu, geymt fyrir hann símann hans og skutlað honum að ná í verkjalyf um morguninn. Gísli segir að í Breiðholtinu hafi Stefán Logi verið staddur þarna um morguninn, sofandi ásamt sér, manninum og öðrum manni. Hann segir að brotaþola hafi alltaf verið frjálst að fara, þetta hafi bara verið partý sem hann var staddur í af eigin vilja. Gísli segir ekkert að marka lögregluskýrslurnar í málinu, hann hafi verið þvingaður. Hann segist enn fremur hafa sagt það sem lögreglan vildi heyra þar sem hún hafi lofað honum að hann fengi „að labba“ ef hann segði frá. Skýrslutökur af vitnum og ákærðu munu standa yfir í allan dag og fram á morgundag.Tweets by @visir_is Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Enn einn í varðhald vegna grófra árása Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að. 2. ágúst 2013 07:00 Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45 Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45 Enn leitað að Stefáni Loga Enn er verið að leita að Stefáni Loga Sívarssyni, sem er grunaður um frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás. 12. júlí 2013 14:33 Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill. 12. júlí 2013 22:10 Stunginn með notaðri sprautunál Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í grófum líkamsárásum og frelsissviptingum síðastliðið sumar, meðal annars í sumarbústað nálægt Stokkseyri. Rétt er að vara við lýsingum í þessari frétt. 5. október 2013 09:57 "Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“ Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag. 15. júlí 2013 08:00 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 16. júlí 2013 22:31 Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar. 13. júlí 2013 07:00 Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00 Gæslulvarðhald framlengt yfir Stefáni Loga Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni til 2. október vegna aðildar að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 4. september 2013 11:57 Rannsaka líkamsárás á lykilvitni í Stokkseyrarmálinu Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er lykilvitni í Stokkseyrarmálinu svokallaða. 17. október 2013 18:30 Stefán Logi úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Stefán Logi Sívarsson var rétt í þessu úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. 13. júlí 2013 16:34 Stefán Blackburn neitar sök Stefán Blackburn mætti í fyrirtöku í Stokkseyrarmálinu í dag. Tvær aðrar ákærur voru sameinaðar málinu og neitaði Stefán sök og bar fyrir sig minnisleysi. 7. nóvember 2013 16:02 Neituðu sök á hrottafengnum líkamsárásum Þingfesting fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fjórum öðrum mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. 15. október 2013 10:33 Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið honum nauðugum í um sólarhring og honum misþyrmt. 13. júlí 2013 18:53 Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04 Stefán áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni og öðrum manni var í dag framlengt um tvær vikur. 26. júlí 2013 21:45 Tvær nýjar ákærur sameinaðar Stokkseyrarmálinu Tveir sakborninganna ákærðir, annar fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistaðinn Faktorý og fíkniefnaakstur og hinn fyrir að skalla og bíta fyrrverandi tengdaföður sinn og dælda bíl hans. 16. október 2013 07:00 Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga framlengt um fjórar vikur Miðast við að Stefán gangi ekki frjáls ferða sinna þar til málefni hans koma fyrir dómstóla. 16. ágúst 2013 14:08 Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins. 12. júlí 2013 08:45 Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur. 6. september 2013 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Þessi frétt er uppfærð jafnóðum og upplýsingar berast. Einnig má fylgjast með nýjustu upplýsingum um gang mála í Twitter-boxinu neðst í fréttinni. Stefán Logi Sívarsson, einn fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir í Stokkseyrarmálinu svokallaða, neitar sök í öllum ákæruliðum er snúa að árásunum. Hann kannast ekki við að hafa beitt mennina tvo í Stokkseyrarmálinu neinu ofbeldi. Segist hann hafa verið á fylleríi með öðrum manninum í marga daga. „Bara neyslufyllerí.“ Sá hafi verið með þeim sem félagi en ekki fórnarlamb. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en ákæra ríkissaksóknara er í mörgum liðum. Mest ber á þeim Stefáni Loga, 31 árs, og Stefáni Blackburn, 21 árs. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson, eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Aðalmeðferðin átti að hefjast klukkan níu en henni var frestað um stutta stund þar sem fangaverðir töfðust í flutningum ákærðu frá Litla Hrauni. Margir verðir fylgdu ákærðu en ákæruvaldið gerði í upphafi þá kröfu að sakborningar yrðu ekki viðstaddir framburð annarra og dómarinn samþykkti það. Taldi sækjandinn að einhverjir framburðir í málinu væru litaðir af ótta við afleiðingar sem þeir kynnu að verða fyrir af hendi annarra ef þeir segðu rétt frá.Stefán Logi Sívarsson var leiddur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.mynd/gva„Ég er enginn guð“ Fram hefur komið í máli annarra ákærðu að lögreglunni hafi verið mikið í mun að „ná“ Stefáni Loga og nafna hans Blackburn. „Ég veit ekkert um þetta mál, ég man ekkert eftir þessu,“ segir Stefán Logi um árásina í Breiðholti. Hann segist hafa verið að jafna sig eftir líkamsárás á þessum tíma og handleggsbrotinn á báðum höndum. „Ég var ekki fær um að beita neinn ofbeldi,“ sagði hann. „Ég er enginn guð,“ sagði Stefán Logi aðspurður um hvort hann hafi gefið fyrirskipanir um þessar líkamsárásir og frelsissviptingar. Hann neitaði því að hann hefði átt sökótt við annan manninn vegna sambands hans við fyrrverandi kærustu Stefáns. Hann segist hafa verið fullur og reiður. Seinna um kvöldið hafi hann farið í „blackout“ og sagðist hann ekki muna neitt meira. Stefán Logi er ákærður fyrir að skalla og bíta fyrrverandi tengdaföður sinn og dælda bíl hans. Þegar spurt var um þennan lið neitaði Stefán. „Hann var að reyna að stinga mig með risa hníf,“ segir Stefán um tengdaföðurinn fyrrverandi og segir hann vera Evrópumeistara í júdó. „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega,“ segir Stefán um ástand sitt á þessum tíma og bætir við að hann hafi drukkið mikið og dópað.Stefán Blackburn mun gefa skýrslu síðastur fimmmenninganna.mynd/gvaNeitar árás á barnsmóðurStefán segist hafa verið edrú í sex ár þar til hann var dæmdur „saklaus“ í héraði fyrir glæp sem hann framdi ekki. Eftir það hafi hann byrjað aftur að neyta fíkniefna af því hann sá enga aðra leið út. Stefán neitar árás á barnsmóður sína, en hann er ákærður fyrir að hafa vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um íbúð. Stefán Logi neitar þessu alfarið, hann hafi bara gripið aðeins um hálsmálið á henni og hrist hana aðeins. „Þetta var bara smá reiði bara.“ Stefán Logi segir kæru barnsmóðurinnar bara verið hefnd, hún hafi einnig ráðist á hann. Dómarinn spyr hvort Stefán eigi eitthvað sökótt við mennina báða, spyr hann af hverju hann telji að þeir séu að bera hann röngum sökum. Stefán segist ekki vita af hverju þeir séu að bera upp á hann þessar sakir séu þær að annar maðurinn vilji fá peninga í skaðabætur. Stefán segir að hinir strákarnir (ákærðu) séu mögulega að reyna að ganga í augun á sér með því að berja þessa menn. Stefán segir að ákærurnar séu fáránlegar, og neitar hann öllum ákæruliðum ítrekað hingað til. Hann játar hins vegar sjö umferðarlagabrot þar sem hann var að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna.Aðalmeðferðin átti að hefjast klukkan níu en henni var frestað um stutta stund þar sem fangaverðir töfðust í flutningum ákærðu frá Litla Hrauni.mynd/gva„Get ekki kallað fram neinar minningar“ Á eftir Stefáni Loga gaf Stefán Blackburn skýrslu. Ákæruvaldið bað um að fjölmiðlabann yrði sett á áður en hann gaf skýrslu en dómarinn frestaði því að taka afstöðu til þeirrar kröfu. Stefán Blackburn neitar sök í málinu, og segist ekki kannast við þá atburði sem fyrir honum er lýst um árásirnar. Hann segist hafa verið í mikilli fíkniefnaneyslu og þjáist af minnisleysi eftir bílslys. Stefán Blackburn kannast ekki við að hafa fengið símtal frá Stefáni Loga áður en haldið var í Grafarvoginn þar sem maðurinn var numinn á brott. Ég kannast bara ekki við þetta mál, ég get ekki kallað fram neinar minningar um þetta mál,“ segir hann. Stefán Blackburn kannast ekki heldur við að hafa farið með manninn á Stokkseyri. Hann segist fá mikla höfuðverki, „svona mígrenisverki“. Hann fékk að eigin sögn ekki að hitta lækni þegar hann var með margbrotinn fót eftir handtöku. Þá var spurt um umferðarlagabrot, og neitaði Stefán Blackburn sök, sem og framhaldsákærunni þar sem hann er sakaður um líkamsárás.Ákæruvaldið gerði í upphafi þá kröfu að sakborningar yrðu ekki viðstaddir framburð annarra og dómarinn samþykkti það.mynd/gvaNeituðu að svara spurningum um Stefán LogaFyrr í morgun sögðu Davíð Freyr og Hinrik Geir, tveir hinna ákærðu, frá atvikum árásarinnar í júní þegar þeir réðust inn á heimili mannsins í júní síðastliðnum. Davíð sagðist hafa verið „mökkdópaður“ og hann myndi ekki nákvæm smáatriði. Bæði Davíð Freyr og Hinrik Geir vildu lítið tjá sig um hlut annarra í árásinni og neituðu að svara spurningum tengdum Stefáni Loga og aðkomu hans að málinu. Hinrik segir málið hafa verið blásið upp af fjölmiðlum og lögreglu, þetta hafi bara verið slagsmál „eins og maður lendir í á djamminu“. Manninum var haldið fyrst í Trönuhrauni í Hafnarfirði, en fram hefur komið að Sívar faðir Stefáns Loga, hafi verið skráður fyrir því húsnæði. Þaðan var hann fluttur til Stokkseyrar þar sem honum var síðar sleppt. Maðurinn varð fyrir miklum afleiðingum af ofbeldinu sem hann var beittur en enn sem komið er kannast ákærðu ekki við það hvernig það er til komið.Segir manninum alltaf verið frjálst að fara Næst á eftir Davíð Frey gaf Gísli Þór skýrslu. Hann sagðist hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna þetta kvöld. Brotaþolar í málinu eru tveir, annars vegar sá sem farið var með á Stokkseyri og síðan annar sem varð fyrir ofbeldi í Breiðholti. Gísli segist hafa aðstoðað annan manninn í Breiðholtinu, geymt fyrir hann símann hans og skutlað honum að ná í verkjalyf um morguninn. Gísli segir að í Breiðholtinu hafi Stefán Logi verið staddur þarna um morguninn, sofandi ásamt sér, manninum og öðrum manni. Hann segir að brotaþola hafi alltaf verið frjálst að fara, þetta hafi bara verið partý sem hann var staddur í af eigin vilja. Gísli segir ekkert að marka lögregluskýrslurnar í málinu, hann hafi verið þvingaður. Hann segist enn fremur hafa sagt það sem lögreglan vildi heyra þar sem hún hafi lofað honum að hann fengi „að labba“ ef hann segði frá. Skýrslutökur af vitnum og ákærðu munu standa yfir í allan dag og fram á morgundag.Tweets by @visir_is
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Enn einn í varðhald vegna grófra árása Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að. 2. ágúst 2013 07:00 Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45 Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45 Enn leitað að Stefáni Loga Enn er verið að leita að Stefáni Loga Sívarssyni, sem er grunaður um frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás. 12. júlí 2013 14:33 Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill. 12. júlí 2013 22:10 Stunginn með notaðri sprautunál Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í grófum líkamsárásum og frelsissviptingum síðastliðið sumar, meðal annars í sumarbústað nálægt Stokkseyri. Rétt er að vara við lýsingum í þessari frétt. 5. október 2013 09:57 "Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“ Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag. 15. júlí 2013 08:00 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 16. júlí 2013 22:31 Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar. 13. júlí 2013 07:00 Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00 Gæslulvarðhald framlengt yfir Stefáni Loga Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni til 2. október vegna aðildar að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 4. september 2013 11:57 Rannsaka líkamsárás á lykilvitni í Stokkseyrarmálinu Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er lykilvitni í Stokkseyrarmálinu svokallaða. 17. október 2013 18:30 Stefán Logi úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Stefán Logi Sívarsson var rétt í þessu úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. 13. júlí 2013 16:34 Stefán Blackburn neitar sök Stefán Blackburn mætti í fyrirtöku í Stokkseyrarmálinu í dag. Tvær aðrar ákærur voru sameinaðar málinu og neitaði Stefán sök og bar fyrir sig minnisleysi. 7. nóvember 2013 16:02 Neituðu sök á hrottafengnum líkamsárásum Þingfesting fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fjórum öðrum mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. 15. október 2013 10:33 Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið honum nauðugum í um sólarhring og honum misþyrmt. 13. júlí 2013 18:53 Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04 Stefán áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni og öðrum manni var í dag framlengt um tvær vikur. 26. júlí 2013 21:45 Tvær nýjar ákærur sameinaðar Stokkseyrarmálinu Tveir sakborninganna ákærðir, annar fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistaðinn Faktorý og fíkniefnaakstur og hinn fyrir að skalla og bíta fyrrverandi tengdaföður sinn og dælda bíl hans. 16. október 2013 07:00 Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga framlengt um fjórar vikur Miðast við að Stefán gangi ekki frjáls ferða sinna þar til málefni hans koma fyrir dómstóla. 16. ágúst 2013 14:08 Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins. 12. júlí 2013 08:45 Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur. 6. september 2013 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45
Enn einn í varðhald vegna grófra árása Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að. 2. ágúst 2013 07:00
Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45
Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45
Enn leitað að Stefáni Loga Enn er verið að leita að Stefáni Loga Sívarssyni, sem er grunaður um frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás. 12. júlí 2013 14:33
Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill. 12. júlí 2013 22:10
Stunginn með notaðri sprautunál Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í grófum líkamsárásum og frelsissviptingum síðastliðið sumar, meðal annars í sumarbústað nálægt Stokkseyri. Rétt er að vara við lýsingum í þessari frétt. 5. október 2013 09:57
"Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“ Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag. 15. júlí 2013 08:00
Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22
Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 16. júlí 2013 22:31
Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar. 13. júlí 2013 07:00
Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00
Gæslulvarðhald framlengt yfir Stefáni Loga Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni til 2. október vegna aðildar að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 4. september 2013 11:57
Rannsaka líkamsárás á lykilvitni í Stokkseyrarmálinu Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er lykilvitni í Stokkseyrarmálinu svokallaða. 17. október 2013 18:30
Stefán Logi úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Stefán Logi Sívarsson var rétt í þessu úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. 13. júlí 2013 16:34
Stefán Blackburn neitar sök Stefán Blackburn mætti í fyrirtöku í Stokkseyrarmálinu í dag. Tvær aðrar ákærur voru sameinaðar málinu og neitaði Stefán sök og bar fyrir sig minnisleysi. 7. nóvember 2013 16:02
Neituðu sök á hrottafengnum líkamsárásum Þingfesting fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fjórum öðrum mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. 15. október 2013 10:33
Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið honum nauðugum í um sólarhring og honum misþyrmt. 13. júlí 2013 18:53
Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04
Stefán áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni og öðrum manni var í dag framlengt um tvær vikur. 26. júlí 2013 21:45
Tvær nýjar ákærur sameinaðar Stokkseyrarmálinu Tveir sakborninganna ákærðir, annar fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistaðinn Faktorý og fíkniefnaakstur og hinn fyrir að skalla og bíta fyrrverandi tengdaföður sinn og dælda bíl hans. 16. október 2013 07:00
Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga framlengt um fjórar vikur Miðast við að Stefán gangi ekki frjáls ferða sinna þar til málefni hans koma fyrir dómstóla. 16. ágúst 2013 14:08
Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins. 12. júlí 2013 08:45
Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur. 6. september 2013 07:00