Það sem þú þarft að vita um skuldaleiðréttinguna 30. nóvember 2013 16:45 Á vef forsætisráðuneytisins hefur verið birtur spurningalisti þar sem helstu spurningum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána er svarað. Vísir birtir listann í heild sinni hér fyrir neðan.Hvers vegna / fyrir hverja...?Hver eru helstu rökin fyrir því að ráðast í skuldaleiðréttingu? Rökin fyrir leiðréttingu eru bæði sanngirnisrök og efnahagsleg rök. Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þá hafa fjármagnseigendur verið í sterkri stöðu þar sem skuldarar bera verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt. Ríkisstjórnin setur fólkið í forgang með því að leiðrétta forsendubrestinn með jákvæðum hvötum og gefa öllum tækifæri á að horfa til framtíðar. Það þarf að koma til móts við skuldsett heimili þannig að þau geti unnið sig út úr vandanum. Það væri dýrara fyrir samfélagið að gera ekki neitt og skilja íslensk heimili eftir í skuldum, atvinnuleysi og heila kynslóð eftir eignalausa. Skilvísum skuldurum verður að sýna þá viðleitni að þeirra framlag til samfélagsins sé í miklum metum, vítahring stöðnunar verður að stoppa og hefja efnahagslegan viðsnúning allra. Það verður gert með leiðréttingunni.Er leiðréttingin í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna? Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn lögðu áherslu á aðgerðir í þágu heimilanna í kosningabaráttunni. Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á beina leiðréttingu til að lækka höfuðstól húsnæðislána og Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu á nýtingu skattkerfisins til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Forsendubresturinn 2007-2010 og stökkbreyting verðtryggðra lána í kjölfarið kallar á stjórnmálalegt inngrip. Það birtist í þeim tillögum sem nú liggja fyrir, sem taka mið af stefnu og tillögum beggja ríkisstjórnarflokka.Í hverju felst leiðréttingin? Leiðréttingin er almenn aðgerð sem ræðst að rót vandans, skapar tækifæri til vaxtar og hjálpar launafólki til sjálfshjálpar með því að lækka greiðslubyrði þess. Hér er einnig um að ræða aðgerð sem gagnast öllum sem eru/voru með verðtryggð húsnæðislán. Heildarumfang leiðréttingarinnar er 150 milljarðar króna yfir fjögurra ára tímabil. Leiðréttingin er útfærð tillaga að höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra fasteignalána og lækkun húsnæðisskulda með skattfrelsi séreignalífeyrissparnaðar til innborgunar á höfuðstól í þrjú ár. Eftir 2017 mun fólk sjá markverðan mun á skuldastöðu sinni bæði vegna leiðréttingar og vegna 3 ára skattleysis séreignalífeyrissparnaðar.Í hverju felst forsendubresturinn? Forsendubresturinn felst í því að við efnahagshrunið fóru hagvöxtur, kaupmáttur, atvinnuleysi og verðbólga öll úr böndunum á sama tíma. Það hefur ekki gerst áður í sama mæli í fyrri efnahagsþrengingum þjóðarinnar. Mikill samdráttur í launum samfara aukinni verðbólgu vegna gengisfalls krónunnar og hægari efnahagsbati en áður hefur sést við lok samdráttarskeiðs hefur reynst íslenskum heimilum þungur baggi að bera. Því er það mat stjórnvalda að þeir sem skulduðu verðtryggð húsnæðislán á árabilinu 2007-2010 hafi ekki haft forsendur til að sjá fyrir þá atburði sem gerbreyttu grundvelli fyrir lántökum þeirra.Hvernig er höfuðstólsleiðréttingin reiknuð? Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Ekki verður tekið tillit til tekna, eignastöðu,annarra lána o.s.frv. en tekið verður tillit til fyrri úrræða, sbr. m.a. 110 % leiðarinnar. Hámarksfjárhæð beinnar niðurfærslu er 4 milljónir á hvert heimili (sjá nánar „Hvernig virkar höfuðstólsleiðréttingin“ og „Til hvaða lána tekur höfuðstólsleiðréttingin?“).Hefur þetta verið reynt áður í heiminum? Í öðrum löndum þar sem komið hefur upp skuldavandi hafa ríki reynt að bregðast við. Mismikill eða lítill árangur hefur verið af aðgerðunum. Mörg ríki hafa gripið til aðgerða til að auka peningamagn í umferð og lækka vaxtastig sem hefur dregið verulega úr vaxtakostnaði og greiðslubyrði lántakenda í þeim ríkjum. Ekki hefur reynst mögulegt að fara sambærilega leið á Íslandi auk þess sem hátt hlutfall langra verðtryggðra fastvaxtalána í fasteignafjármögnun heimila á Íslandi gerir aðhaldsminni peningastefnu ekki eins skilvirka leið til lækkunar á greiðslubyrði og í öðrum ríkjum. Hefðbundnar fjármálakreppur hafa hingað til ekki leitt til víðlíka vandamála og hér á Íslandi og þetta verður því sennilega í fyrsta skipti sem almennri leiðréttingu af þessu tagi verður beitt. Það sem er óvanalegt í tilviki Íslands er skuldsetning allra skuldara í kjölfar gengishruns og vísitöluhækkana.Hve stór er leiðréttingin hlutfallslega? Leiðréttingin samsvarar rúmlega 13% leiðréttingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Um 90% heimila sem rétt eiga til leiðréttingar verða ekki fyrir skerðingu vegna hámarksins, þ.e. lán sem stóðu í allt að 30 m.kr. í lok árs 2010, að því gefnu að þau hafi ekki áður fengið niðurfellingar vegna sértækra aðgerða.Hve stór er leiðréttingin miðað við fyrri aðgerðir? 110% leiðin afskrifaði um 46 milljarða króna. Heildarumfang leiðréttingarinnar er um 150 milljarðar króna.Hverjum gagnast aðgerðirnar? Aðgerðirnar miða að því að leiðrétta forsendubrest skuldsettra heimila og hefja efnahagslegan viðsnúning allra. Leiðréttingin á því að gagnast öllum sem voru með verðtryggt húsnæðislán.Hvernig er leiðréttingin fjármögnuð? Ríkissjóður mun afla sér aukinna tekna á næstu 4 árum til að standa straum af auknum ríkisútgjöldum af þessum aðgerðum. Aðgerðirnar verða þannig hvorki fjármagnaðar með auknum lántökum ríkissjóðs né með veitingu ríkisábyrgða.Hvenær kemur leiðréttingin til framkvæmda? Gert er ráð fyrir því að leiðréttingin muni hefjast fyrir mitt ár 2014 og úrræði séreignarsparnaðar hefjist sama ár. Hægt verður að áætla leiðréttingu flestra heimila fljótlega með mikilli vissu.Hvernig virkar... / hvað gerist...?Til hvaða lána tekur höfuðstólsleiðréttingin? Þau lán sem skapa rétt til leiðréttingar eru verðtryggð húsnæðislán vegna kaupa á fasteign til eigin nota. Ófrávíkjanlegt skilyrði leiðréttingarinnar er að lántaki hafi gert grein fyrir þeim verðtryggðu lánum sem uppfylla skilyrði leiðréttingar og vaxtagjöldum af þeim í sérstakri greinargerð með skattframtali. Það er að hafa fyllt inn reit 5.2 „vaxtagjöld vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota“. Hafi einstaklingur af einhverjum ástæðum ekki gert grein fyrir verðtryggðum húsnæðislánum sem geta myndað stofn til vaxtabóta í reit 5.2 er vakin athygli á því að hægt er að senda ríkisskattstjóra beiðni um breytingu á skattframtali. Ríkisskattsstjóra er heimilt að taka til greina slíka beiðni sex ár aftur í tímann talið frá því ári þegar slík beiðni kemur fram, enda liggi verulegir hagsmunir að baki slíkri beiðni.Hvernig virkar höfuðstólsleiðréttingin? Höfuðstólsleiðréttingin fer þannig fram að upphaflega láninu er skipt í tvö lán, frumlán og leiðréttingarlán. Lántakinn heldur áfram að greiða af frumláninu en greiðir ekki af leiðréttingarláninu. Ábyrgð lántakans á leiðréttingarláninu lækkar um fjórðung árlega uns leiðréttingarlánið hverfur alveg að fjórum árum liðnum. Gagnvart lántakanum kemur lækkun greiðslubyrði hins vegar fram strax á árinu 2014, eins og öll leiðréttingin hafi verið framkvæmd á fyrsta árinu.Lækkar greiðslubyrðin mín strax? Já, höfuðstólsleiðréttingin gerist í fjórum jöfnum skrefum á næstu fjórum árum, en áhrifin á lántakann eru þau að lækkun á greiðslubyrði kemur fram öll í einu strax og aðgerðin kemur til framkvæmda á árinu 2014.Hvernig virkar höfuðstólslækkun með séreignarsparnaði? Hverjir geta nýtt sér hana? Þeir lántakendur sem eru með húsnæðislán eiga rétt á því að nýta fjármuni sem ella rynnu í séreignalífeyrissjóði til þess að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána sinna. Nánar tiltekið er um að ræða 4% iðgjald í séreignalífeyrissjóð og 2% mótframlag launagreiðanda án skattgreiðslu. Þetta verður hægt að gera í þrjú almanaksár. Einnig er lagt til að fólk á leigumarkaði geti nýtt sér skattfrelsi séreignarsparnaðar til að greiða inn á húsnæðissparnaðarreikninga.Hvað ef ég er ekki með séreignarlífeyrissparnað núna? Þeir sem rétt hafa til munu geta nýtt sér höfuðstólslækkun með séreignarsparnaði hvort sem þeir eru með séreignarlífeyrissparnað nú þegar eða ekki.Hvað lækkar lánið mitt mikið? Get ég reiknað það út? Höfuðstólsleiðrétting getur verið mismikil eftir aldri lánsins og lánsfjárhæð. Verðbætur umfram 4,8% verðbólgu á árunum 2007-2010 verða leiðréttar. Hámarksniðurfærsla, 4 milljónir, verður á þá fjárhæð sem hvert heimili getur fengið. Hægt verður að áætla leiðréttingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu.Lækka öll verðtryggð lán jafn mikið? Lánin sem leiðréttingin nær til lækka hlutfallslega mismikið eftir því hvenær þau eru tekin og hve mikið stendur eftir af höfuðstól þeirra.Getur fólk með óverðtryggð lán og gengistryggð lán líka nýtt sér höfuðstólslækkun með séreignarsparnaði? Þeir sem eru með húsnæðislán geta nýtt sér höfuðstólslækkun með séreignasparnaði óháð lánsformi.Skerðist höfuðstólsleiðréttingin vegna tekna eða eigna? Ekki er tekið tillit til tekna, eignastöðu, né annarra lána þegar höfuðstólsleiðrétting er reiknuð en fjárhæðarþak verður sett á hverja leiðréttingu.Fá þeir sem eru í skilum jafnmikið og þeir sem voru í vanskilum með sín lán? Leiðréttingin umbunar skilvísi – öfugt við fyrri aðgerðir þar sem vanskil gátu aukið á afskriftir vegna fasteignaveðlána. Hafi lán verið í óskilum hefur lánið hækkað meira en ella og það mun ekki fást leiðrétt. Leiðréttingin miðar við að leiðréttingar höfuðstóls nýtist fyrst til að greiða niður vanskil og kostnað þeim tengdum.Eiga þeir sem áður hafa fengið leiðréttingu í gegn um sértækar aðgerðir rétt á leiðréttingu nú? Vegna þess að um er að ræða almenna aðgerð geta þeir sem áður hafa fengið leiðréttingu í gegn um sértækar aðgerðir aðeins átt rétt á leiðréttingu að því marki sem hámarksleiðrétting setur (sjá nánar „Hvað er hámarksleiðrétting?“ og „Hvaða áhrif hefur hámarksleiðrétting á höfuðstólsleiðréttinguna?“). Fyrri sértækar aðgerðir eins og 110% leiðin sköpuðu aðstöðumun vegna félagslegrar nálgunar í stað almennra aðgerða. Lánaform eða lánveitandi skapaði þennan aðstöðumun sem birtist í því að 55% lántaka fengu aðeins um 16% afskriftanna á meðan 30% lántaka hjá viðskiptabönkunum fengu um 84% af afskriftum. Leiðréttingin nú er hins vegar almenn aðgerð sem grundvallast á því að leiðrétta almennan forsendubrest.Hvaða áhrif hefur hámarksleiðrétting á höfuðstólsleiðréttinguna? Þak er sett á höfuðstólsleiðréttingu til að tryggja skilvirkni aðgerðanna. Um 85% af heildarfjárhæð höfuðstólsleiðréttingarinnar fer til þeirra sem eru með lægri lán en 35 milljónir.Get ég valið...?Get ég valið hvort ég vil nýta mér höfuðstólslækkun með séreignarsparnaði? Já, þeir lántakendur sem eru með húsnæðislán geta valið hvort þeir nýta sér höfuðstólslækkun með séreignarsparnaði.Get ég valið hvort ég vil nýta mér höfuðstólsleiðréttingu? Já, þeir sem voru með verðtryggt húsnæðislán við lok ársins 2010 geta valið hvort þeir nýta sér höfuðstólsleiðréttingu.Hvert á ég að leita ef ég vil nýta mér leiðréttinguna? Hvað þarf ég að gera?Leiðréttingin er að frumkvæði lántaka. Hver lántaki hefur samband við sinn lánveitanda og óskar eftir leiðréttingu. Í framhaldi annast lánveitandi endurútreikning láns í samræmi við þá aðferðarfræði sem stjórnvöld móta.Skiptir máli...?Skiptir máli hvenær verðtryggða lánið var tekið? Ef lántaki var með verðtryggt húsnæðislán við lok árs 2010 þá skiptir ekki máli hvenær lánið var tekið að því leyti að allir sem voru í þeirri stöðu eiga rétt á leiðréttingu. Vegna þess að höfuðstóll er yfirleitt lægri á eldri lánum en yngri getur hins vegar komið fram munur á hlutfalli leiðréttingar gagnvart höfuðstól milli eldri og yngri lána. Skiptir máli hvort verðtryggða lánið mitt er hjá Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóði eða banka? Nei, það skiptir ekki máli. Framkvæmd leiðréttingarinnar er óháð láveitanda.Hvað ef...?Hvað ef ég er ekki lengur með sama lánið? Fæ ég leiðréttingu? Að uppfylltum skilyrðum til leiðréttingar gildir hlutfallsleg leiðrétting innan leiðréttingar tímabilsins 2007-2010.Ég hef fengið niðurfellingu í gegn um fyrri aðgerðir. Hvaða áhrif hefur það? Vegna þess að um er að ræða almenna aðgerð geta þeir sem áður hafa fengið leiðréttingu í gegn um sértækar aðgerðir aðeins átt rétt á leiðréttingu að því marki sem hámarksleiðrétting setur (sjá „Hvað er hámarksleiðrétting?“).Hvað ef komið hefur til hjónaskilnaðar? Ef hjónaskilnaður hefur átt sér stað á því tímabili sem forsendubresturinn tekur til skal sá aðili sem tók yfir lán sem hjón báru sameiginlega ábyrgð á eiga rétt til leiðréttingar frá og með dagsetningu skuldbindingarinnar. Fram að því tímamarki skal réttur til leiðréttingar vera óskiptur milli hjóna.Hvað ef ég - er orðin(n) gjaldþrota? / - búin(n) að missa húsið? / - búin(n) að greiða upp lánið? / - búin(n) að endurfjármagna? / - flutt(ur) til útlanda? Fæ ég leiðréttingu? Að uppfylltum skilyrðum til leiðréttingar gildir hlutfallsleg leiðrétting innan leiðréttingartímabilsins (2007-2010).Fallir þú ekki undir þær forsendur sem hér má finna og gert er ráð fyrir í leiðréttingunni (95% tilfella falla undir forsendurnar) þá getur þú skotið máli þínu til úrskurðarnefndar um höfuðstólsleiðréttingu sem tekur á vafamálum.Hvað með þá sem skulda ekki húsnæðislán en skulda önnur lán? Fá þeir leiðréttingu?Aðgerðin nær til þeirra lántakenda sem voru með verðtryggðar húsnæðisskuldir á tímabilinu 2007-2010 og heimilt var að telja fram sem skuldir vegna eigin íbúðarhúsnæðis í lið 5.2 á skattframtali. Ekki fæst leiðrétting vegna annarra skulda og þeir sem skulduðu ekki húsnæðislán á þessu tímabili fá ekki greitt úr ríkissjóði vegna þessara aðgerða.Hvað með þá sem eru á leigumarkaðinum? Lagt er til að þeir sem eru á leigumarkaði geti nýtt sér skattleysi séreignarsparnaðar við inngreiðslu á sérstaka húsnæðissparnaðarreikninga. Leigjendur eru þannig hluti af leiðréttingunni. Nánari útfærslu gagnvart leigjendum er að vænta þegar nefnd um framtíðarskipan húsnæðismála skilar niðurstöðum sínum í janúar.Hvað með þá sem skulda mikið, fá þeir meiri leiðréttingu? Þak er sett á höfuðstólsleiðréttingu til að tryggja skilvirkni aðgerðanna. Staðreyndin er sú að 85% af heildarfjárhæð höfuðstólsleiðréttingarinnar fer til þeirra sem eru með lægra en 35 milljónir í lán. Þetta þýðir að 90% þeirra lántaka sem aðgerðirnar gagnast fá fulla leiðréttingu án þess að ná hámarksupphæð leiðréttingar, að því gefnu að þeir hafi ekki fengið niðurfærslur í gegn um fyrri sértækar aðgerðir. Lántakar sem ná hámarkinu eru almennt aðeins þeir sem hafa lán sem eru hærri en 30 milljónir.Getið þið útskýrt fyrir mér...?Hvað þýðir frumlán og leiðréttingarlán? Verð ég núna með tvö lán? Frumlán er sá hluti upphaflega lánsins sem stendur eftir þegar búið er að taka leiðréttingarhlutann frá. Lántakinn heldur áfram að greiða af frumláninu eins og ekkert hefði í skorist en greiðslubyrðin lækkar þar sem hann greiðir ekki af leiðréttingarhlutanum.Leiðréttingarlán er sá hluti upphaflega lánsins sem inniheldur höfuðstólsleiðréttinguna. Lántakinn ber ábyrgð á báðum hlutum upphaflega lánsins þar til að leiðréttingarlánið hefur færst niður að fullu. Ábyrgð lántakans á leiðréttingarláninu lækkar um fjórðung árlega uns leiðréttingarlánið hverfur alveg að fjórum árum liðnum, þá að fullu uppgreitt af ríkinu. Gagnvart lántakanum kemur lækkun greiðslubyrði hins vegar fram strax á árinu 2014, eins og öll leiðréttingin hafi verið framkvæmd samtímis á fyrsta árinu.Af hverju kemur leiðréttingarlánið ennþá inn á skattframtalið sem mitt lán? Leiðréttingarlánið er formlega á ábyrgð lántaka þar til það hefur verið greitt upp að fullu með aðgerðum stjórnvalda, sem lækka leiðréttingarlánið um fjórðung árlega frá 2014-2017. Lántaki hættir hins vegar að greiða af leiðréttingarláninu árið 2014 og því eru áhrifin á greiðslubyrði lántakans þau sömu og ef leiðréttingin kæmi öll til framkvæmda á fyrsta árinu. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Á vef forsætisráðuneytisins hefur verið birtur spurningalisti þar sem helstu spurningum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána er svarað. Vísir birtir listann í heild sinni hér fyrir neðan.Hvers vegna / fyrir hverja...?Hver eru helstu rökin fyrir því að ráðast í skuldaleiðréttingu? Rökin fyrir leiðréttingu eru bæði sanngirnisrök og efnahagsleg rök. Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þá hafa fjármagnseigendur verið í sterkri stöðu þar sem skuldarar bera verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt. Ríkisstjórnin setur fólkið í forgang með því að leiðrétta forsendubrestinn með jákvæðum hvötum og gefa öllum tækifæri á að horfa til framtíðar. Það þarf að koma til móts við skuldsett heimili þannig að þau geti unnið sig út úr vandanum. Það væri dýrara fyrir samfélagið að gera ekki neitt og skilja íslensk heimili eftir í skuldum, atvinnuleysi og heila kynslóð eftir eignalausa. Skilvísum skuldurum verður að sýna þá viðleitni að þeirra framlag til samfélagsins sé í miklum metum, vítahring stöðnunar verður að stoppa og hefja efnahagslegan viðsnúning allra. Það verður gert með leiðréttingunni.Er leiðréttingin í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna? Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn lögðu áherslu á aðgerðir í þágu heimilanna í kosningabaráttunni. Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á beina leiðréttingu til að lækka höfuðstól húsnæðislána og Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu á nýtingu skattkerfisins til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Forsendubresturinn 2007-2010 og stökkbreyting verðtryggðra lána í kjölfarið kallar á stjórnmálalegt inngrip. Það birtist í þeim tillögum sem nú liggja fyrir, sem taka mið af stefnu og tillögum beggja ríkisstjórnarflokka.Í hverju felst leiðréttingin? Leiðréttingin er almenn aðgerð sem ræðst að rót vandans, skapar tækifæri til vaxtar og hjálpar launafólki til sjálfshjálpar með því að lækka greiðslubyrði þess. Hér er einnig um að ræða aðgerð sem gagnast öllum sem eru/voru með verðtryggð húsnæðislán. Heildarumfang leiðréttingarinnar er 150 milljarðar króna yfir fjögurra ára tímabil. Leiðréttingin er útfærð tillaga að höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra fasteignalána og lækkun húsnæðisskulda með skattfrelsi séreignalífeyrissparnaðar til innborgunar á höfuðstól í þrjú ár. Eftir 2017 mun fólk sjá markverðan mun á skuldastöðu sinni bæði vegna leiðréttingar og vegna 3 ára skattleysis séreignalífeyrissparnaðar.Í hverju felst forsendubresturinn? Forsendubresturinn felst í því að við efnahagshrunið fóru hagvöxtur, kaupmáttur, atvinnuleysi og verðbólga öll úr böndunum á sama tíma. Það hefur ekki gerst áður í sama mæli í fyrri efnahagsþrengingum þjóðarinnar. Mikill samdráttur í launum samfara aukinni verðbólgu vegna gengisfalls krónunnar og hægari efnahagsbati en áður hefur sést við lok samdráttarskeiðs hefur reynst íslenskum heimilum þungur baggi að bera. Því er það mat stjórnvalda að þeir sem skulduðu verðtryggð húsnæðislán á árabilinu 2007-2010 hafi ekki haft forsendur til að sjá fyrir þá atburði sem gerbreyttu grundvelli fyrir lántökum þeirra.Hvernig er höfuðstólsleiðréttingin reiknuð? Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Ekki verður tekið tillit til tekna, eignastöðu,annarra lána o.s.frv. en tekið verður tillit til fyrri úrræða, sbr. m.a. 110 % leiðarinnar. Hámarksfjárhæð beinnar niðurfærslu er 4 milljónir á hvert heimili (sjá nánar „Hvernig virkar höfuðstólsleiðréttingin“ og „Til hvaða lána tekur höfuðstólsleiðréttingin?“).Hefur þetta verið reynt áður í heiminum? Í öðrum löndum þar sem komið hefur upp skuldavandi hafa ríki reynt að bregðast við. Mismikill eða lítill árangur hefur verið af aðgerðunum. Mörg ríki hafa gripið til aðgerða til að auka peningamagn í umferð og lækka vaxtastig sem hefur dregið verulega úr vaxtakostnaði og greiðslubyrði lántakenda í þeim ríkjum. Ekki hefur reynst mögulegt að fara sambærilega leið á Íslandi auk þess sem hátt hlutfall langra verðtryggðra fastvaxtalána í fasteignafjármögnun heimila á Íslandi gerir aðhaldsminni peningastefnu ekki eins skilvirka leið til lækkunar á greiðslubyrði og í öðrum ríkjum. Hefðbundnar fjármálakreppur hafa hingað til ekki leitt til víðlíka vandamála og hér á Íslandi og þetta verður því sennilega í fyrsta skipti sem almennri leiðréttingu af þessu tagi verður beitt. Það sem er óvanalegt í tilviki Íslands er skuldsetning allra skuldara í kjölfar gengishruns og vísitöluhækkana.Hve stór er leiðréttingin hlutfallslega? Leiðréttingin samsvarar rúmlega 13% leiðréttingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Um 90% heimila sem rétt eiga til leiðréttingar verða ekki fyrir skerðingu vegna hámarksins, þ.e. lán sem stóðu í allt að 30 m.kr. í lok árs 2010, að því gefnu að þau hafi ekki áður fengið niðurfellingar vegna sértækra aðgerða.Hve stór er leiðréttingin miðað við fyrri aðgerðir? 110% leiðin afskrifaði um 46 milljarða króna. Heildarumfang leiðréttingarinnar er um 150 milljarðar króna.Hverjum gagnast aðgerðirnar? Aðgerðirnar miða að því að leiðrétta forsendubrest skuldsettra heimila og hefja efnahagslegan viðsnúning allra. Leiðréttingin á því að gagnast öllum sem voru með verðtryggt húsnæðislán.Hvernig er leiðréttingin fjármögnuð? Ríkissjóður mun afla sér aukinna tekna á næstu 4 árum til að standa straum af auknum ríkisútgjöldum af þessum aðgerðum. Aðgerðirnar verða þannig hvorki fjármagnaðar með auknum lántökum ríkissjóðs né með veitingu ríkisábyrgða.Hvenær kemur leiðréttingin til framkvæmda? Gert er ráð fyrir því að leiðréttingin muni hefjast fyrir mitt ár 2014 og úrræði séreignarsparnaðar hefjist sama ár. Hægt verður að áætla leiðréttingu flestra heimila fljótlega með mikilli vissu.Hvernig virkar... / hvað gerist...?Til hvaða lána tekur höfuðstólsleiðréttingin? Þau lán sem skapa rétt til leiðréttingar eru verðtryggð húsnæðislán vegna kaupa á fasteign til eigin nota. Ófrávíkjanlegt skilyrði leiðréttingarinnar er að lántaki hafi gert grein fyrir þeim verðtryggðu lánum sem uppfylla skilyrði leiðréttingar og vaxtagjöldum af þeim í sérstakri greinargerð með skattframtali. Það er að hafa fyllt inn reit 5.2 „vaxtagjöld vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota“. Hafi einstaklingur af einhverjum ástæðum ekki gert grein fyrir verðtryggðum húsnæðislánum sem geta myndað stofn til vaxtabóta í reit 5.2 er vakin athygli á því að hægt er að senda ríkisskattstjóra beiðni um breytingu á skattframtali. Ríkisskattsstjóra er heimilt að taka til greina slíka beiðni sex ár aftur í tímann talið frá því ári þegar slík beiðni kemur fram, enda liggi verulegir hagsmunir að baki slíkri beiðni.Hvernig virkar höfuðstólsleiðréttingin? Höfuðstólsleiðréttingin fer þannig fram að upphaflega láninu er skipt í tvö lán, frumlán og leiðréttingarlán. Lántakinn heldur áfram að greiða af frumláninu en greiðir ekki af leiðréttingarláninu. Ábyrgð lántakans á leiðréttingarláninu lækkar um fjórðung árlega uns leiðréttingarlánið hverfur alveg að fjórum árum liðnum. Gagnvart lántakanum kemur lækkun greiðslubyrði hins vegar fram strax á árinu 2014, eins og öll leiðréttingin hafi verið framkvæmd á fyrsta árinu.Lækkar greiðslubyrðin mín strax? Já, höfuðstólsleiðréttingin gerist í fjórum jöfnum skrefum á næstu fjórum árum, en áhrifin á lántakann eru þau að lækkun á greiðslubyrði kemur fram öll í einu strax og aðgerðin kemur til framkvæmda á árinu 2014.Hvernig virkar höfuðstólslækkun með séreignarsparnaði? Hverjir geta nýtt sér hana? Þeir lántakendur sem eru með húsnæðislán eiga rétt á því að nýta fjármuni sem ella rynnu í séreignalífeyrissjóði til þess að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána sinna. Nánar tiltekið er um að ræða 4% iðgjald í séreignalífeyrissjóð og 2% mótframlag launagreiðanda án skattgreiðslu. Þetta verður hægt að gera í þrjú almanaksár. Einnig er lagt til að fólk á leigumarkaði geti nýtt sér skattfrelsi séreignarsparnaðar til að greiða inn á húsnæðissparnaðarreikninga.Hvað ef ég er ekki með séreignarlífeyrissparnað núna? Þeir sem rétt hafa til munu geta nýtt sér höfuðstólslækkun með séreignarsparnaði hvort sem þeir eru með séreignarlífeyrissparnað nú þegar eða ekki.Hvað lækkar lánið mitt mikið? Get ég reiknað það út? Höfuðstólsleiðrétting getur verið mismikil eftir aldri lánsins og lánsfjárhæð. Verðbætur umfram 4,8% verðbólgu á árunum 2007-2010 verða leiðréttar. Hámarksniðurfærsla, 4 milljónir, verður á þá fjárhæð sem hvert heimili getur fengið. Hægt verður að áætla leiðréttingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu.Lækka öll verðtryggð lán jafn mikið? Lánin sem leiðréttingin nær til lækka hlutfallslega mismikið eftir því hvenær þau eru tekin og hve mikið stendur eftir af höfuðstól þeirra.Getur fólk með óverðtryggð lán og gengistryggð lán líka nýtt sér höfuðstólslækkun með séreignarsparnaði? Þeir sem eru með húsnæðislán geta nýtt sér höfuðstólslækkun með séreignasparnaði óháð lánsformi.Skerðist höfuðstólsleiðréttingin vegna tekna eða eigna? Ekki er tekið tillit til tekna, eignastöðu, né annarra lána þegar höfuðstólsleiðrétting er reiknuð en fjárhæðarþak verður sett á hverja leiðréttingu.Fá þeir sem eru í skilum jafnmikið og þeir sem voru í vanskilum með sín lán? Leiðréttingin umbunar skilvísi – öfugt við fyrri aðgerðir þar sem vanskil gátu aukið á afskriftir vegna fasteignaveðlána. Hafi lán verið í óskilum hefur lánið hækkað meira en ella og það mun ekki fást leiðrétt. Leiðréttingin miðar við að leiðréttingar höfuðstóls nýtist fyrst til að greiða niður vanskil og kostnað þeim tengdum.Eiga þeir sem áður hafa fengið leiðréttingu í gegn um sértækar aðgerðir rétt á leiðréttingu nú? Vegna þess að um er að ræða almenna aðgerð geta þeir sem áður hafa fengið leiðréttingu í gegn um sértækar aðgerðir aðeins átt rétt á leiðréttingu að því marki sem hámarksleiðrétting setur (sjá nánar „Hvað er hámarksleiðrétting?“ og „Hvaða áhrif hefur hámarksleiðrétting á höfuðstólsleiðréttinguna?“). Fyrri sértækar aðgerðir eins og 110% leiðin sköpuðu aðstöðumun vegna félagslegrar nálgunar í stað almennra aðgerða. Lánaform eða lánveitandi skapaði þennan aðstöðumun sem birtist í því að 55% lántaka fengu aðeins um 16% afskriftanna á meðan 30% lántaka hjá viðskiptabönkunum fengu um 84% af afskriftum. Leiðréttingin nú er hins vegar almenn aðgerð sem grundvallast á því að leiðrétta almennan forsendubrest.Hvaða áhrif hefur hámarksleiðrétting á höfuðstólsleiðréttinguna? Þak er sett á höfuðstólsleiðréttingu til að tryggja skilvirkni aðgerðanna. Um 85% af heildarfjárhæð höfuðstólsleiðréttingarinnar fer til þeirra sem eru með lægri lán en 35 milljónir.Get ég valið...?Get ég valið hvort ég vil nýta mér höfuðstólslækkun með séreignarsparnaði? Já, þeir lántakendur sem eru með húsnæðislán geta valið hvort þeir nýta sér höfuðstólslækkun með séreignarsparnaði.Get ég valið hvort ég vil nýta mér höfuðstólsleiðréttingu? Já, þeir sem voru með verðtryggt húsnæðislán við lok ársins 2010 geta valið hvort þeir nýta sér höfuðstólsleiðréttingu.Hvert á ég að leita ef ég vil nýta mér leiðréttinguna? Hvað þarf ég að gera?Leiðréttingin er að frumkvæði lántaka. Hver lántaki hefur samband við sinn lánveitanda og óskar eftir leiðréttingu. Í framhaldi annast lánveitandi endurútreikning láns í samræmi við þá aðferðarfræði sem stjórnvöld móta.Skiptir máli...?Skiptir máli hvenær verðtryggða lánið var tekið? Ef lántaki var með verðtryggt húsnæðislán við lok árs 2010 þá skiptir ekki máli hvenær lánið var tekið að því leyti að allir sem voru í þeirri stöðu eiga rétt á leiðréttingu. Vegna þess að höfuðstóll er yfirleitt lægri á eldri lánum en yngri getur hins vegar komið fram munur á hlutfalli leiðréttingar gagnvart höfuðstól milli eldri og yngri lána. Skiptir máli hvort verðtryggða lánið mitt er hjá Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóði eða banka? Nei, það skiptir ekki máli. Framkvæmd leiðréttingarinnar er óháð láveitanda.Hvað ef...?Hvað ef ég er ekki lengur með sama lánið? Fæ ég leiðréttingu? Að uppfylltum skilyrðum til leiðréttingar gildir hlutfallsleg leiðrétting innan leiðréttingar tímabilsins 2007-2010.Ég hef fengið niðurfellingu í gegn um fyrri aðgerðir. Hvaða áhrif hefur það? Vegna þess að um er að ræða almenna aðgerð geta þeir sem áður hafa fengið leiðréttingu í gegn um sértækar aðgerðir aðeins átt rétt á leiðréttingu að því marki sem hámarksleiðrétting setur (sjá „Hvað er hámarksleiðrétting?“).Hvað ef komið hefur til hjónaskilnaðar? Ef hjónaskilnaður hefur átt sér stað á því tímabili sem forsendubresturinn tekur til skal sá aðili sem tók yfir lán sem hjón báru sameiginlega ábyrgð á eiga rétt til leiðréttingar frá og með dagsetningu skuldbindingarinnar. Fram að því tímamarki skal réttur til leiðréttingar vera óskiptur milli hjóna.Hvað ef ég - er orðin(n) gjaldþrota? / - búin(n) að missa húsið? / - búin(n) að greiða upp lánið? / - búin(n) að endurfjármagna? / - flutt(ur) til útlanda? Fæ ég leiðréttingu? Að uppfylltum skilyrðum til leiðréttingar gildir hlutfallsleg leiðrétting innan leiðréttingartímabilsins (2007-2010).Fallir þú ekki undir þær forsendur sem hér má finna og gert er ráð fyrir í leiðréttingunni (95% tilfella falla undir forsendurnar) þá getur þú skotið máli þínu til úrskurðarnefndar um höfuðstólsleiðréttingu sem tekur á vafamálum.Hvað með þá sem skulda ekki húsnæðislán en skulda önnur lán? Fá þeir leiðréttingu?Aðgerðin nær til þeirra lántakenda sem voru með verðtryggðar húsnæðisskuldir á tímabilinu 2007-2010 og heimilt var að telja fram sem skuldir vegna eigin íbúðarhúsnæðis í lið 5.2 á skattframtali. Ekki fæst leiðrétting vegna annarra skulda og þeir sem skulduðu ekki húsnæðislán á þessu tímabili fá ekki greitt úr ríkissjóði vegna þessara aðgerða.Hvað með þá sem eru á leigumarkaðinum? Lagt er til að þeir sem eru á leigumarkaði geti nýtt sér skattleysi séreignarsparnaðar við inngreiðslu á sérstaka húsnæðissparnaðarreikninga. Leigjendur eru þannig hluti af leiðréttingunni. Nánari útfærslu gagnvart leigjendum er að vænta þegar nefnd um framtíðarskipan húsnæðismála skilar niðurstöðum sínum í janúar.Hvað með þá sem skulda mikið, fá þeir meiri leiðréttingu? Þak er sett á höfuðstólsleiðréttingu til að tryggja skilvirkni aðgerðanna. Staðreyndin er sú að 85% af heildarfjárhæð höfuðstólsleiðréttingarinnar fer til þeirra sem eru með lægra en 35 milljónir í lán. Þetta þýðir að 90% þeirra lántaka sem aðgerðirnar gagnast fá fulla leiðréttingu án þess að ná hámarksupphæð leiðréttingar, að því gefnu að þeir hafi ekki fengið niðurfærslur í gegn um fyrri sértækar aðgerðir. Lántakar sem ná hámarkinu eru almennt aðeins þeir sem hafa lán sem eru hærri en 30 milljónir.Getið þið útskýrt fyrir mér...?Hvað þýðir frumlán og leiðréttingarlán? Verð ég núna með tvö lán? Frumlán er sá hluti upphaflega lánsins sem stendur eftir þegar búið er að taka leiðréttingarhlutann frá. Lántakinn heldur áfram að greiða af frumláninu eins og ekkert hefði í skorist en greiðslubyrðin lækkar þar sem hann greiðir ekki af leiðréttingarhlutanum.Leiðréttingarlán er sá hluti upphaflega lánsins sem inniheldur höfuðstólsleiðréttinguna. Lántakinn ber ábyrgð á báðum hlutum upphaflega lánsins þar til að leiðréttingarlánið hefur færst niður að fullu. Ábyrgð lántakans á leiðréttingarláninu lækkar um fjórðung árlega uns leiðréttingarlánið hverfur alveg að fjórum árum liðnum, þá að fullu uppgreitt af ríkinu. Gagnvart lántakanum kemur lækkun greiðslubyrði hins vegar fram strax á árinu 2014, eins og öll leiðréttingin hafi verið framkvæmd samtímis á fyrsta árinu.Af hverju kemur leiðréttingarlánið ennþá inn á skattframtalið sem mitt lán? Leiðréttingarlánið er formlega á ábyrgð lántaka þar til það hefur verið greitt upp að fullu með aðgerðum stjórnvalda, sem lækka leiðréttingarlánið um fjórðung árlega frá 2014-2017. Lántaki hættir hins vegar að greiða af leiðréttingarláninu árið 2014 og því eru áhrifin á greiðslubyrði lántakans þau sömu og ef leiðréttingin kæmi öll til framkvæmda á fyrsta árinu.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira