Þýska félagið Dortmund varð fyrir miklu áfalli í dag þegar ljóst var að varnarmaðurinn Mats Hummels leiki ekki meira á árinu vegna meiðsla.
Hummels er fótbrotinn og óljóst nákvæmlega hvenær hann getur byrjað að spila á nýjan leik.
Til að bæta gráu ofan á svart þá er Marcel Schmelzer einnig meiddur þannig að leikmenn Dortmund verða að þjappa sér saman næstu vikur.
Dortmund er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Bayern.
